Hanna Birna tekur ekki þingsæti í janúar Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. janúar 2015 19:05 Hanna Birna Kristjánsdóttir var kjörin þingmaður vorið 2013. vísir/pjetur Hanna Birna Kristjánsdóttir mun ekki snúa á þing í janúar, eins og hún hafði ráðgert. Samkvæmt heimildum Vísis verður hún í leyfi fram í mars. Hanna Birna svaraði umboðsmanni Alþingis vegna frumkvæðisathugunar embættið gerir nú á samskiptum hennar í embætti innanríkisráðherra við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Umboðsmanni Alþingis verður bréfið ekki birt fyrr en við lok rannsóknar. Í bréfi sem Hanna Birna sendi í kvöld á alla þá sem skráðir eru í Sjálfstæðisflokkinn segir hún að það hafi verið sérstakt að standa utan stjórnmálanna undanfarnar vikur. Þrátt fyrir að það sé afar stutt síðan hún fór frá og tók sér frí frá pólitíkinni, sé þetta lengsta tímabilið sem hún hafi verið án þeirra viðfangsefna síðan hún fór í fæðingarorlof fyrir tíu árum. „Ég sakna sums og síður annars, en hef notað tímann yfir hátíðarnar til að sinna betur því sem mestu skiptir, fjölskyldunni og fólkinu sem næst mér stendur,“ segir hún. Hún segist hafa farið yfir atburði liðins árs og reynt að draga af þeim pólitísku áföllum og átökum fleiri jákvæða en neikvæða lærdóma. „Ég vildi óska að ég hefði fyrr en ég gerði áttað mig á því hversu erfitt málið yrði; vildi óska að ég hefði gert minna af því að útskýra atburðarás og grípa til varna í máli sem ég gat ekki útskýrt; og vildi óska að ég hefði aldrei rætt málið eða átt nokkur samskipti við fyrrverandi lögreglustjóra vegna þess, þrátt fyrir skýringar hans um að hann færi ekki með stjórn málsins,“ segir hún. Hanna Birna segist ákveðin í því læra af erfiðri reynslu síðasta árs; forgangsraða persónulega með öðrum hætti en hún hafi gert og fylgja hjartanu meira en hefðunum – hvort sem er í stjórnmálunum eða annars staðar. „Eins og ég hef áður sagt hefur þetta mál tekið mjög á mig og mína. Mér finnst ég þurfa að vinna betur úr þeirri reynslu og því sem ég hef að undanförnu lært um stjórnmál, stjórnkerfið, íslenskt samfélag og sjálfsagt bara lífið sjálft. Ég mun því, líkt og áður hefur komið fram, taka mér nokkurra vikna hlé frá þingstörfum. Ég ætla að nýta þann tíma vel og hlakka til ánægjulegs samstarfs við flokksmenn um allt land á nýju ári,“ segir hún. Lekamálið Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir mun ekki snúa á þing í janúar, eins og hún hafði ráðgert. Samkvæmt heimildum Vísis verður hún í leyfi fram í mars. Hanna Birna svaraði umboðsmanni Alþingis vegna frumkvæðisathugunar embættið gerir nú á samskiptum hennar í embætti innanríkisráðherra við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Umboðsmanni Alþingis verður bréfið ekki birt fyrr en við lok rannsóknar. Í bréfi sem Hanna Birna sendi í kvöld á alla þá sem skráðir eru í Sjálfstæðisflokkinn segir hún að það hafi verið sérstakt að standa utan stjórnmálanna undanfarnar vikur. Þrátt fyrir að það sé afar stutt síðan hún fór frá og tók sér frí frá pólitíkinni, sé þetta lengsta tímabilið sem hún hafi verið án þeirra viðfangsefna síðan hún fór í fæðingarorlof fyrir tíu árum. „Ég sakna sums og síður annars, en hef notað tímann yfir hátíðarnar til að sinna betur því sem mestu skiptir, fjölskyldunni og fólkinu sem næst mér stendur,“ segir hún. Hún segist hafa farið yfir atburði liðins árs og reynt að draga af þeim pólitísku áföllum og átökum fleiri jákvæða en neikvæða lærdóma. „Ég vildi óska að ég hefði fyrr en ég gerði áttað mig á því hversu erfitt málið yrði; vildi óska að ég hefði gert minna af því að útskýra atburðarás og grípa til varna í máli sem ég gat ekki útskýrt; og vildi óska að ég hefði aldrei rætt málið eða átt nokkur samskipti við fyrrverandi lögreglustjóra vegna þess, þrátt fyrir skýringar hans um að hann færi ekki með stjórn málsins,“ segir hún. Hanna Birna segist ákveðin í því læra af erfiðri reynslu síðasta árs; forgangsraða persónulega með öðrum hætti en hún hafi gert og fylgja hjartanu meira en hefðunum – hvort sem er í stjórnmálunum eða annars staðar. „Eins og ég hef áður sagt hefur þetta mál tekið mjög á mig og mína. Mér finnst ég þurfa að vinna betur úr þeirri reynslu og því sem ég hef að undanförnu lært um stjórnmál, stjórnkerfið, íslenskt samfélag og sjálfsagt bara lífið sjálft. Ég mun því, líkt og áður hefur komið fram, taka mér nokkurra vikna hlé frá þingstörfum. Ég ætla að nýta þann tíma vel og hlakka til ánægjulegs samstarfs við flokksmenn um allt land á nýju ári,“ segir hún.
Lekamálið Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira