Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar fanney birna jónsdóttir skrifar 1. apríl 2015 09:00 Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. vísir/ernir Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra sem kveður á um að byggð verði við Alþingishúsið viðbygging eftir hönnun Guðjóns Samúelssonar. Þingsályktunin er lögð fram sem tillaga um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018. Fram kemur að viðeigandi sé að á afmælinu verði lokið við áform um uppbyggingu á Alþingisreitnum sem ráðist hefði verið í fullveldisárið 1918 ef fjárhagur landsins og aðstæður hefðu leyft. „Það fer þar af leiðandi vel á því að nú, þegar Íslendingar hafa í heila öld notið þeirra framfara sem fylgdu í kjölfar fullveldis verði lokið við byggingaráformin,“ segir í ályktuninni. Gert er ráð fyrir að haldin verði samkeppni um hönnun hússins og tengibygginga. „Með því vinna kynslóðir fullveldisstofnunarinnar með kynslóðum samtímans við uppbyggingu til framtíðar. Um leið og horft er til framtíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfylltir í þágu framtíðarkynslóða,“ segir í ályktuninni. Í þingsályktun Sigmundar er einnig ákveðið að lokið verði við byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum „sem geymir dýrustu djásn íslenskrar sögu og myndar einn mikilvægasta grundvöll íslenskrar þjóðmenningar og íslenskrar tungu og þar með sjálfstæðis þjóðarinnar,“ eins og segir í ályktuninni. Gert er ráð fyrir að lokið verði við bygginguna árið 2018. Þá er lagt til að ályktað verði að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum en húsið brann árið 2009. Í húsinu verði veitingaaðstaða og ferðamannamóttaka ásamt því sem þjóðgarðsvörður og Þingvallanefnd hafi aðstöðu í húsinu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra sem kveður á um að byggð verði við Alþingishúsið viðbygging eftir hönnun Guðjóns Samúelssonar. Þingsályktunin er lögð fram sem tillaga um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018. Fram kemur að viðeigandi sé að á afmælinu verði lokið við áform um uppbyggingu á Alþingisreitnum sem ráðist hefði verið í fullveldisárið 1918 ef fjárhagur landsins og aðstæður hefðu leyft. „Það fer þar af leiðandi vel á því að nú, þegar Íslendingar hafa í heila öld notið þeirra framfara sem fylgdu í kjölfar fullveldis verði lokið við byggingaráformin,“ segir í ályktuninni. Gert er ráð fyrir að haldin verði samkeppni um hönnun hússins og tengibygginga. „Með því vinna kynslóðir fullveldisstofnunarinnar með kynslóðum samtímans við uppbyggingu til framtíðar. Um leið og horft er til framtíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfylltir í þágu framtíðarkynslóða,“ segir í ályktuninni. Í þingsályktun Sigmundar er einnig ákveðið að lokið verði við byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum „sem geymir dýrustu djásn íslenskrar sögu og myndar einn mikilvægasta grundvöll íslenskrar þjóðmenningar og íslenskrar tungu og þar með sjálfstæðis þjóðarinnar,“ eins og segir í ályktuninni. Gert er ráð fyrir að lokið verði við bygginguna árið 2018. Þá er lagt til að ályktað verði að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum en húsið brann árið 2009. Í húsinu verði veitingaaðstaða og ferðamannamóttaka ásamt því sem þjóðgarðsvörður og Þingvallanefnd hafi aðstöðu í húsinu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira