Meiri æfingar á þurru landi skilar Eygló Ósk betri árangri í lauginni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2015 06:30 Eygló er komin með lágmörk á næsta HM sem og næstu Ólympíuleika. vísir/valli Eygló Ósk Gústafsdóttir er fyrst Íslendinga búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 en það gerði hún er hún setti nýtt Norðurlandamet í 200 m baksundi á Opna danska meistaramótinu í sundi í fyrradag. Hún synti þá á 2:09,86 mínútum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni um tæpa hálfa sekúndu en lágmark Alþjóðasundsambandsins, FINA, inn á leikana í Ríó er 2:10,60 mínútur. Norðurlandametið, sem var sex ára gamalt og í eigu Pernille Larsen frá Danmörku, bætti hún um 0,41 sekúndu. „Ég er himinlifandi með að hafa náð þessu, alveg í skýjunum,“ sagði Eygló við Fréttablaðið í gær en hún var þá nýbúin að synda sig inn í úrslit í 50 m baksundi á lokadegi mótsins. Eygló virðist í afar góðu formi um þessar mundir og stefnir á að bæta sig enn meira á Íslandsmeistaramótinu [ÍM] í 50 m laug sem fer fram í Laugardalslauginni 10.-12. apríl. „Ég gef venjuleg allt sem ég á í ÍM, þó svo að það sé minni samkeppni en hér úti, en ég er mjög spennt fyrir því að sjá hvernig mér gengur,“ segir Eygló. Eygló keppti á Ólympíuleikunum í London árið 2012, þá aðeins sautján ára gömul. Hún hafnaði þá í 20. sæti í 200 m baksundi og miðað við að hún er enn að bæta sig í greininni er ljóst að hún er líkleg til afreka í Ríó. „Það er vissulega léttir að vera búin að ná lágmarkinu og nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því næsta eina og hálfa árið. ÍM árið 2012 snerist eingöngu um að ná lágmarki fyrir London og það var mikil pressa á mér þá. Nú get ég fremur einbeitt mér að tækninni og öðrum þáttum,“ segir hún. „En auðvitað stefni ég mun hærra en að ná bara lágmarkinu.“vísir/valliHugurinn getur gert margt gott Hún segist hafa breytt aðeins til í æfingum fyrir þetta keppnistímabil og sinnt æfingum „á þurru landi“ betur samhliða æfingum í lauginni. „Ég hef lyft meira og gert ýmislegt á þurru landi sem hjálpar mikið til. Þá er ég reynslumeiri líka sem hjálpar til, enda getur hugurinn gert margt gott en líka margt slæmt,“ segir hún. „En heilt yfir líður mér mjög vel og ég hlakka til að koma heim og æfa.“ HM í 50 m laug fer fram í Kazan í Rússlandi í sumar og þar verður Eygló Ósk á meðal keppanda og stefnir hún hátt. Sem stendur er Eygló með fimmta besta árangur heimsins í 200 m baksundi og þann næstbesta í Evrópu. Eygló endaði síðasta ár af krafti er hún vann allar sex einstaklingsgreinar sínar á ÍM í 25 m laug og bætti hún als níu Íslandsmet á árinu. Nýja árið byrjar vel og og átti hún von á því að ná svo góðum árangri svo snemma á tímabilinu. „Ég er aðeins á undan áætlun og það boðar bara gott. Ég býst svo við að bæta mig enn meira í sumar og ég vona innilega að ég geri það. Þetta lítur vel út.“ Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk: Mig hefur dreymt um að ná þessu meti í þrjú ár Lágmörkin ekki aðalatriðið fyrir sunddrottninguna sem stefnir miklu hærra. 30. mars 2015 17:45 Eygló Ósk setti Norðurlandamet og náði fyrst allra lágmarki á ÓL 2016 Sundkonan magnaða með þriðja besta tímann í Evrópu í 200 metra baksundi. 30. mars 2015 17:12 Eygló Ósk fékk brons í 50 metra baksundi Nýbakaður Norðurlandamethafinn þurfti að játa sig sigraða í baráttunni við Pólverja og Dana. 31. mars 2015 19:46 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir er fyrst Íslendinga búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 en það gerði hún er hún setti nýtt Norðurlandamet í 200 m baksundi á Opna danska meistaramótinu í sundi í fyrradag. Hún synti þá á 2:09,86 mínútum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni um tæpa hálfa sekúndu en lágmark Alþjóðasundsambandsins, FINA, inn á leikana í Ríó er 2:10,60 mínútur. Norðurlandametið, sem var sex ára gamalt og í eigu Pernille Larsen frá Danmörku, bætti hún um 0,41 sekúndu. „Ég er himinlifandi með að hafa náð þessu, alveg í skýjunum,“ sagði Eygló við Fréttablaðið í gær en hún var þá nýbúin að synda sig inn í úrslit í 50 m baksundi á lokadegi mótsins. Eygló virðist í afar góðu formi um þessar mundir og stefnir á að bæta sig enn meira á Íslandsmeistaramótinu [ÍM] í 50 m laug sem fer fram í Laugardalslauginni 10.-12. apríl. „Ég gef venjuleg allt sem ég á í ÍM, þó svo að það sé minni samkeppni en hér úti, en ég er mjög spennt fyrir því að sjá hvernig mér gengur,“ segir Eygló. Eygló keppti á Ólympíuleikunum í London árið 2012, þá aðeins sautján ára gömul. Hún hafnaði þá í 20. sæti í 200 m baksundi og miðað við að hún er enn að bæta sig í greininni er ljóst að hún er líkleg til afreka í Ríó. „Það er vissulega léttir að vera búin að ná lágmarkinu og nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því næsta eina og hálfa árið. ÍM árið 2012 snerist eingöngu um að ná lágmarki fyrir London og það var mikil pressa á mér þá. Nú get ég fremur einbeitt mér að tækninni og öðrum þáttum,“ segir hún. „En auðvitað stefni ég mun hærra en að ná bara lágmarkinu.“vísir/valliHugurinn getur gert margt gott Hún segist hafa breytt aðeins til í æfingum fyrir þetta keppnistímabil og sinnt æfingum „á þurru landi“ betur samhliða æfingum í lauginni. „Ég hef lyft meira og gert ýmislegt á þurru landi sem hjálpar mikið til. Þá er ég reynslumeiri líka sem hjálpar til, enda getur hugurinn gert margt gott en líka margt slæmt,“ segir hún. „En heilt yfir líður mér mjög vel og ég hlakka til að koma heim og æfa.“ HM í 50 m laug fer fram í Kazan í Rússlandi í sumar og þar verður Eygló Ósk á meðal keppanda og stefnir hún hátt. Sem stendur er Eygló með fimmta besta árangur heimsins í 200 m baksundi og þann næstbesta í Evrópu. Eygló endaði síðasta ár af krafti er hún vann allar sex einstaklingsgreinar sínar á ÍM í 25 m laug og bætti hún als níu Íslandsmet á árinu. Nýja árið byrjar vel og og átti hún von á því að ná svo góðum árangri svo snemma á tímabilinu. „Ég er aðeins á undan áætlun og það boðar bara gott. Ég býst svo við að bæta mig enn meira í sumar og ég vona innilega að ég geri það. Þetta lítur vel út.“
Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk: Mig hefur dreymt um að ná þessu meti í þrjú ár Lágmörkin ekki aðalatriðið fyrir sunddrottninguna sem stefnir miklu hærra. 30. mars 2015 17:45 Eygló Ósk setti Norðurlandamet og náði fyrst allra lágmarki á ÓL 2016 Sundkonan magnaða með þriðja besta tímann í Evrópu í 200 metra baksundi. 30. mars 2015 17:12 Eygló Ósk fékk brons í 50 metra baksundi Nýbakaður Norðurlandamethafinn þurfti að játa sig sigraða í baráttunni við Pólverja og Dana. 31. mars 2015 19:46 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Eygló Ósk: Mig hefur dreymt um að ná þessu meti í þrjú ár Lágmörkin ekki aðalatriðið fyrir sunddrottninguna sem stefnir miklu hærra. 30. mars 2015 17:45
Eygló Ósk setti Norðurlandamet og náði fyrst allra lágmarki á ÓL 2016 Sundkonan magnaða með þriðja besta tímann í Evrópu í 200 metra baksundi. 30. mars 2015 17:12
Eygló Ósk fékk brons í 50 metra baksundi Nýbakaður Norðurlandamethafinn þurfti að játa sig sigraða í baráttunni við Pólverja og Dana. 31. mars 2015 19:46