Tillögurnar þarfnast frekari skoðunar Ingólfur Eiríksson skrifar 4. apríl 2015 06:00 Stjórnarandstaðan furðar sig á vinnubrögðum forsætisráðherra við tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Húss íslenskra fræða og nýrrar viðbyggingar við þinghúsið. „Þetta er farið að minna svolítið á stíl Jónasar frá Hriflu,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, um þingsályktunartillögu forsætisráðherra um nýja viðbyggingu Alþingis eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Bygging hússins er liður í fyrirhuguðum hátíðarhöldum vegna aldarafmælis fullveldis Íslands 2018. Þá er gert ráð fyrir að lokið verði við byggingu Húss íslenskra fræða og nýrrar Valhallar á Þingvöllum sama ár. „Byggingar eiga að vera byggðar eftir þörfum, í samræmi við faglegt ferli og hannaðar af hæfileikaríkum samtímaarkitektum. Ekki til að fagna afmæli,“ segir Guðmundur. „Forgangsröðunin hlýtur að vera húsnæði sem tryggir fyrsta flokks heilbrigðiskerfi,“ segir Jón Þór Ólafsson, fulltrúi Pírata í forsætisnefnd. Þá segir Jón Þór að alvarlega beri að skoða Landssímahúsið eða annan ódýrari kost fyrir skrifstofuhúsnæði þingmanna.Svona kemur þinghúsið til með að vera, verði tillagan samþykkt.Árið 2007 komu fram tillögur um nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir alþingismenn, sem unnar voru í samráði við skipulagsráð Reykjavíkur. Núna fá íslenskir arkitektar samtímans hins vegar „tækifæri til að hanna hús með Guðjóni Samúelssyni“, eins og segir í tillögu forsætisráðherra. Í tillögunni segir enn fremur: „Um leið og horft er til framtíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfylltir í þágu framtíðarkynslóða.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist styðja að lokið verði við byggingu Húss íslenskra fræða. Hinar tillögurnar þarfnist frekari skoðunar. „Nýbygging Alþingis á að heyra undir forsætisnefnd en ekki framkvæmdavaldið,“ segir Katrín. Áætlun um að reisa Hús íslenskra fræða hefur legið fyrir í áratug og var fyrsta skóflustungan tekin í marsmánuði 2013. Til stóð að framkvæmdum lyki á næsta ári. Úr því verður þó ekki, þar sem ný ríkisstjórn veitti ekki fé til framkvæmdanna og hefur holan við Arngrímsgötu 5 verið að mestu ósnert. Nú er hins vegar lagt til að húsið, sem kallað er þjóðargjöf í tillögunni, rísi árið 2018. Þá er lagt til að endurreisa Valhöll á Þingvöllum, en gamla byggingin brann árið 2009. Alþingi Tengdar fréttir Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Þetta er farið að minna svolítið á stíl Jónasar frá Hriflu,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, um þingsályktunartillögu forsætisráðherra um nýja viðbyggingu Alþingis eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Bygging hússins er liður í fyrirhuguðum hátíðarhöldum vegna aldarafmælis fullveldis Íslands 2018. Þá er gert ráð fyrir að lokið verði við byggingu Húss íslenskra fræða og nýrrar Valhallar á Þingvöllum sama ár. „Byggingar eiga að vera byggðar eftir þörfum, í samræmi við faglegt ferli og hannaðar af hæfileikaríkum samtímaarkitektum. Ekki til að fagna afmæli,“ segir Guðmundur. „Forgangsröðunin hlýtur að vera húsnæði sem tryggir fyrsta flokks heilbrigðiskerfi,“ segir Jón Þór Ólafsson, fulltrúi Pírata í forsætisnefnd. Þá segir Jón Þór að alvarlega beri að skoða Landssímahúsið eða annan ódýrari kost fyrir skrifstofuhúsnæði þingmanna.Svona kemur þinghúsið til með að vera, verði tillagan samþykkt.Árið 2007 komu fram tillögur um nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir alþingismenn, sem unnar voru í samráði við skipulagsráð Reykjavíkur. Núna fá íslenskir arkitektar samtímans hins vegar „tækifæri til að hanna hús með Guðjóni Samúelssyni“, eins og segir í tillögu forsætisráðherra. Í tillögunni segir enn fremur: „Um leið og horft er til framtíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfylltir í þágu framtíðarkynslóða.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist styðja að lokið verði við byggingu Húss íslenskra fræða. Hinar tillögurnar þarfnist frekari skoðunar. „Nýbygging Alþingis á að heyra undir forsætisnefnd en ekki framkvæmdavaldið,“ segir Katrín. Áætlun um að reisa Hús íslenskra fræða hefur legið fyrir í áratug og var fyrsta skóflustungan tekin í marsmánuði 2013. Til stóð að framkvæmdum lyki á næsta ári. Úr því verður þó ekki, þar sem ný ríkisstjórn veitti ekki fé til framkvæmdanna og hefur holan við Arngrímsgötu 5 verið að mestu ósnert. Nú er hins vegar lagt til að húsið, sem kallað er þjóðargjöf í tillögunni, rísi árið 2018. Þá er lagt til að endurreisa Valhöll á Þingvöllum, en gamla byggingin brann árið 2009.
Alþingi Tengdar fréttir Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00
Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00