Langbesta fullveldisgjöfin Elín Hirst skrifar 10. apríl 2015 07:00 Árið 2018 fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli eins mikilvægasta atburðar í sögu lands og þjóðar, fullveldisins, sem við hlutum loks 1. desember 1918. Fullveldið er okkur afar dýrmætt og mikilvægt að minnast þess að í kjölfarið tókum við stökk fram á við í átt til betri lífskjara sem er saga 20. aldarinnar fyrir okkur Íslendinga. Og sér ekki fyrir endann á. Ein forsenda þessara miklu framfara er án vafa sú staðreynd að við Íslendingar urðum fullvalda þjóð og gátum ráðið okkar málum sjálf, ekki síst þeim sem mestu skiptu hvað varðar verðmætasköpun og lífskjör. Nú styttist í 100 ára fullveldisafmælið og hugmyndir eru uppi um að þjóðin gefi sér rausnarlega gjöf á þessum merku tímamótum. Rætt hefur verið um Hús íslenskra fræða sem heppilega gjöf en með því húsi kæmust handritin okkar í sómasamlegt athvarf. Það er góð hugmynd. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru handritin einstök menningarleg verðmæti á heimsmælikvarða og öruggt er að þessi ótrúlegu skinnblöð munu verða eftirsótt af erlendum ferðamönnum en ekki síður okkur Íslendingum. Nú liggja handritin „fjarri“ okkur í lokuðum hirslum. Aðrar framkomnar hugmyndir eru síðri, svo sem viðbygging við Alþingi og hótelbygging á Þingvöllum. Hugsanlega þarfar framkvæmdir í framtíðinni, en núna er ekki tíminn. Langbesta gjöfin sem þjóðin getur gefið sér í tilefni fullveldisafmælisins er hinn nýi hátæknispítali sem reisa á við Hringbraut. Ég get ekki hugsað mér gjöf sem væri meiri þjóðargjöf og mun koma hverri einustu fjölskyldu í landinu til góða. Öll eigum við börn, foreldra, systkini, vini, frændur eða vinnufélaga sem þurfa og munu þurfa á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á þegar eitthvað bjátar á með heilsuna. Það þekkir hver maður hvernig allt annað hverfur í skuggann og verður hjóm þegar veikindi koma upp. Sjúkrahús sem þjóðargjöf á fullveldisafmælinu árið 2018 myndi auk þess vera glæsilegur minnisvarði um þau gildi sem við Íslendingar höfum í hávegum í okkar samfélagi og hvernig samfélag við höfum náð að byggja upp á fullveldistímanum. Stökkið úr fátækt til bjargálna var stórt á tuttugustu öldinni. Þjóðarsjúkrahús er verðugt stórt skref fram á við inn í 21. öldina. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Elín Hirst Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Árið 2018 fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli eins mikilvægasta atburðar í sögu lands og þjóðar, fullveldisins, sem við hlutum loks 1. desember 1918. Fullveldið er okkur afar dýrmætt og mikilvægt að minnast þess að í kjölfarið tókum við stökk fram á við í átt til betri lífskjara sem er saga 20. aldarinnar fyrir okkur Íslendinga. Og sér ekki fyrir endann á. Ein forsenda þessara miklu framfara er án vafa sú staðreynd að við Íslendingar urðum fullvalda þjóð og gátum ráðið okkar málum sjálf, ekki síst þeim sem mestu skiptu hvað varðar verðmætasköpun og lífskjör. Nú styttist í 100 ára fullveldisafmælið og hugmyndir eru uppi um að þjóðin gefi sér rausnarlega gjöf á þessum merku tímamótum. Rætt hefur verið um Hús íslenskra fræða sem heppilega gjöf en með því húsi kæmust handritin okkar í sómasamlegt athvarf. Það er góð hugmynd. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru handritin einstök menningarleg verðmæti á heimsmælikvarða og öruggt er að þessi ótrúlegu skinnblöð munu verða eftirsótt af erlendum ferðamönnum en ekki síður okkur Íslendingum. Nú liggja handritin „fjarri“ okkur í lokuðum hirslum. Aðrar framkomnar hugmyndir eru síðri, svo sem viðbygging við Alþingi og hótelbygging á Þingvöllum. Hugsanlega þarfar framkvæmdir í framtíðinni, en núna er ekki tíminn. Langbesta gjöfin sem þjóðin getur gefið sér í tilefni fullveldisafmælisins er hinn nýi hátæknispítali sem reisa á við Hringbraut. Ég get ekki hugsað mér gjöf sem væri meiri þjóðargjöf og mun koma hverri einustu fjölskyldu í landinu til góða. Öll eigum við börn, foreldra, systkini, vini, frændur eða vinnufélaga sem þurfa og munu þurfa á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á þegar eitthvað bjátar á með heilsuna. Það þekkir hver maður hvernig allt annað hverfur í skuggann og verður hjóm þegar veikindi koma upp. Sjúkrahús sem þjóðargjöf á fullveldisafmælinu árið 2018 myndi auk þess vera glæsilegur minnisvarði um þau gildi sem við Íslendingar höfum í hávegum í okkar samfélagi og hvernig samfélag við höfum náð að byggja upp á fullveldistímanum. Stökkið úr fátækt til bjargálna var stórt á tuttugustu öldinni. Þjóðarsjúkrahús er verðugt stórt skref fram á við inn í 21. öldina. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar