Þjóðareign Stefán Jón Hafstein skrifar 10. apríl 2015 07:00 Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi og það sem er til skiptanna fer til aðeins 330 þúsund manna eyjasamfélags. Samt er það svo þessa dagana að launafólk leggur niður vinnu vegna misskiptingar auðsins sem landið gefur af sér, furðulega hógvær krafa um 300 þúsund króna lágmarkslaun er sögð sliga hagkerfið. Þó er bara lítill hluti vinnuaflsins með svo lág laun og auðvelt ætti að vera að bæta úr. Munum að enn er fátækt skilgreind svo að tíundi hver Íslendingur hér í auðlindaparadísinni stendur utan við meginstraum samfélagsins vegna tekjuskorts. Það er eitthvað mjög rangt við þetta skipulag.Þjóðareign? Hvað með auðlindir Íslands? Fisk, orku, land sem milljón ferðamanna langar að skoða árlega, vatn og hreint loft – sem eru alls ekki sjálfsögð gæði? Allar þessar auðlindir teljast til „þjóðareignar“ á mæltu máli. Þær eru sameign okkar allra og ef við værum vel upp alin í stórum systkinahópi væri enginn hafður útundan. Við þurfum nýtt regluverk um auðlindir okkar – og réttnefnda þjóðareign.Tæknilausna- og hagsmunaþras Í lagaþrasinu og hagsmunabrasinu erum við stöðugt rugluð með ákaflega flóknum útfærslum sem færa auðlindaarðinn úr augsýn, nýtingarréttinn inn í skrifstofuskúffur og úthlutunarnefndir með sérhönnuðum „ívilnunum“ þegar krafan er einföld: Arðurinn af auðlindum þjóðarinnar á að renna í sameiginlega sjóði hennar og vera úthlutað þaðan eftir lýðræðislegum og gagnsæjum leikreglum. Þetta er ekki flókið. Og ekki má ganga á auðlindir landsins meira en svo að jafn mikið verði eftir handa ókomnum kynslóðum.Grundvallaratriðin krufin Áhugafólk um sjálfbæra þróun, með atbeina frá Landvernd, breiðfylkingum launafólks eins og ASÍ og BSRB, mun gangast fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Þjóðareign“. Mikil þekking er í fræðasamfélaginu á auðlindum okkar, talsverð vinna hefur verið lögð í það síðustu ár af tveimur stórum auðlindanefndum að ramma inn málin. Við biðjum um staðreyndir og upplýsingar og viljum ræða grundvallaratriðin. Hversu mikils virði eru sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Hvernig má færa þær undir gagnsætt stjórnkerfi ríkisins? Hversu miklu skiptir að hafa ákvæði í stjórnarskrá um sameiginlegar auðlindir? Hver er hættan á spillingu og hvernig má dreifa auðlindaarðinum með réttlátum hætti? Málþingið verður laugardaginn 11. apríl á Hótel Sögu kl. 13 og allir boðnir velkomnir. Færri mál eru meira virði fyrir okkur nú en einmitt Þjóðareign.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi og það sem er til skiptanna fer til aðeins 330 þúsund manna eyjasamfélags. Samt er það svo þessa dagana að launafólk leggur niður vinnu vegna misskiptingar auðsins sem landið gefur af sér, furðulega hógvær krafa um 300 þúsund króna lágmarkslaun er sögð sliga hagkerfið. Þó er bara lítill hluti vinnuaflsins með svo lág laun og auðvelt ætti að vera að bæta úr. Munum að enn er fátækt skilgreind svo að tíundi hver Íslendingur hér í auðlindaparadísinni stendur utan við meginstraum samfélagsins vegna tekjuskorts. Það er eitthvað mjög rangt við þetta skipulag.Þjóðareign? Hvað með auðlindir Íslands? Fisk, orku, land sem milljón ferðamanna langar að skoða árlega, vatn og hreint loft – sem eru alls ekki sjálfsögð gæði? Allar þessar auðlindir teljast til „þjóðareignar“ á mæltu máli. Þær eru sameign okkar allra og ef við værum vel upp alin í stórum systkinahópi væri enginn hafður útundan. Við þurfum nýtt regluverk um auðlindir okkar – og réttnefnda þjóðareign.Tæknilausna- og hagsmunaþras Í lagaþrasinu og hagsmunabrasinu erum við stöðugt rugluð með ákaflega flóknum útfærslum sem færa auðlindaarðinn úr augsýn, nýtingarréttinn inn í skrifstofuskúffur og úthlutunarnefndir með sérhönnuðum „ívilnunum“ þegar krafan er einföld: Arðurinn af auðlindum þjóðarinnar á að renna í sameiginlega sjóði hennar og vera úthlutað þaðan eftir lýðræðislegum og gagnsæjum leikreglum. Þetta er ekki flókið. Og ekki má ganga á auðlindir landsins meira en svo að jafn mikið verði eftir handa ókomnum kynslóðum.Grundvallaratriðin krufin Áhugafólk um sjálfbæra þróun, með atbeina frá Landvernd, breiðfylkingum launafólks eins og ASÍ og BSRB, mun gangast fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Þjóðareign“. Mikil þekking er í fræðasamfélaginu á auðlindum okkar, talsverð vinna hefur verið lögð í það síðustu ár af tveimur stórum auðlindanefndum að ramma inn málin. Við biðjum um staðreyndir og upplýsingar og viljum ræða grundvallaratriðin. Hversu mikils virði eru sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Hvernig má færa þær undir gagnsætt stjórnkerfi ríkisins? Hversu miklu skiptir að hafa ákvæði í stjórnarskrá um sameiginlegar auðlindir? Hver er hættan á spillingu og hvernig má dreifa auðlindaarðinum með réttlátum hætti? Málþingið verður laugardaginn 11. apríl á Hótel Sögu kl. 13 og allir boðnir velkomnir. Færri mál eru meira virði fyrir okkur nú en einmitt Þjóðareign.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar