Búist við kjötskorti Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Fersk kjötvara, önnur en lambakjöt, verður fljót að hverfa úr hillum verslana komi til langvarandi verkfalls dýralækna. Fréttablaðið/Heiða Komi til verkfalls dýralækna næsta mánudag gæti orðið kjötskortur í verslunum innan fárra daga. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir erfitt að segja nákvæmlega til um áhrif verkfalls á verslanir. „Kjötið klárast tiltölulega hratt, en ég veit að einhverjir eru að sækja um undanþágur þannig að á þessari stundu er ekki víst hvernig þetta endar,“ segir hann. Vari verkfallið í skamman tíma segir hann einhver áhrif verða, en ekki mikil. Vari það hins vegar lengi verði áhrifin mikil. „Við fáum ferskvöru daglega,“ segir Finnur og telur líklegt að hún klárist á tveimur til þremur dögum í verkfalli. „Síðan eru einhverjar meiri birgðir af frosinni vöru.“Þá komi verkfall dýralækna mismunandi niður á kjöttegundum. „Það er ekki sláturtíð í lambakjöti svo að birgðastaða þess er bara birgðastaðan í landinu og þarf ekki dýralækna til að klára söluna á því, þannig að það myndi líklega duga okkur fram á haust.“ Áhrifin komi hins vegar strax fram í því að skrúfist fyrir framboð á svína-, kjúklinga- og nautakjöti. Í tilkynningu sem Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sendi frá sér í gær kemur fram að flestir dýralæknar í opinberri þjónustu starfi hjá Matvælastofnun og að komi til verkfalls raskist starfsemi stofnunarinnar töluvert. Hún bendir á að komi til verkfalls frá og með næsta mánudegi, 20. apríl, líkt og boðað hefur verið stöðvast slátrun í landinu, dýralæknar votti ekki flutning þar sem þarf og ábendingum um brot á velferð dýra verði ekki sinnt. Þá stöðvist útflutningur dýraafurða til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins og hætt verði útgáfu vottorða vegna útflutnings gæludýra. Eins verði ekki gefin út vottorð vegna flutnings tækja eða skepna yfir sjúkdómavarnalínur.Áhrif verkfalls dýralæknaAllt eftirlit í frumframleiðslu og með matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli úr dýraafurðum stöðvast.Eftirlit með aðbúnaði dýra stöðvast.Innflutningur á fóðri sem inniheldur dýraafurðir frá ríkjum utan EES stöðvast.Allt eftirlit í sláturhúsum stöðvast.Innflutningur á lifandi dýrum og dýraafurðum stöðvast.Útflutningur á lifandi dýrum stöðvast.Útflutningur á dýraafurðum til þriðju ríkja stöðvast að mestu.Eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi stöðvast.Ýmis önnur eftirlitsverkefni stöðvast.Þjónusta við eftirlitsaðila, leiðbeiningar o.fl. hættir.Fyrirspurnum fyrirtækja og almennings varðandi ofangreind atriði verður ekki sinnt. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Komi til verkfalls dýralækna næsta mánudag gæti orðið kjötskortur í verslunum innan fárra daga. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir erfitt að segja nákvæmlega til um áhrif verkfalls á verslanir. „Kjötið klárast tiltölulega hratt, en ég veit að einhverjir eru að sækja um undanþágur þannig að á þessari stundu er ekki víst hvernig þetta endar,“ segir hann. Vari verkfallið í skamman tíma segir hann einhver áhrif verða, en ekki mikil. Vari það hins vegar lengi verði áhrifin mikil. „Við fáum ferskvöru daglega,“ segir Finnur og telur líklegt að hún klárist á tveimur til þremur dögum í verkfalli. „Síðan eru einhverjar meiri birgðir af frosinni vöru.“Þá komi verkfall dýralækna mismunandi niður á kjöttegundum. „Það er ekki sláturtíð í lambakjöti svo að birgðastaða þess er bara birgðastaðan í landinu og þarf ekki dýralækna til að klára söluna á því, þannig að það myndi líklega duga okkur fram á haust.“ Áhrifin komi hins vegar strax fram í því að skrúfist fyrir framboð á svína-, kjúklinga- og nautakjöti. Í tilkynningu sem Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sendi frá sér í gær kemur fram að flestir dýralæknar í opinberri þjónustu starfi hjá Matvælastofnun og að komi til verkfalls raskist starfsemi stofnunarinnar töluvert. Hún bendir á að komi til verkfalls frá og með næsta mánudegi, 20. apríl, líkt og boðað hefur verið stöðvast slátrun í landinu, dýralæknar votti ekki flutning þar sem þarf og ábendingum um brot á velferð dýra verði ekki sinnt. Þá stöðvist útflutningur dýraafurða til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins og hætt verði útgáfu vottorða vegna útflutnings gæludýra. Eins verði ekki gefin út vottorð vegna flutnings tækja eða skepna yfir sjúkdómavarnalínur.Áhrif verkfalls dýralæknaAllt eftirlit í frumframleiðslu og með matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli úr dýraafurðum stöðvast.Eftirlit með aðbúnaði dýra stöðvast.Innflutningur á fóðri sem inniheldur dýraafurðir frá ríkjum utan EES stöðvast.Allt eftirlit í sláturhúsum stöðvast.Innflutningur á lifandi dýrum og dýraafurðum stöðvast.Útflutningur á lifandi dýrum stöðvast.Útflutningur á dýraafurðum til þriðju ríkja stöðvast að mestu.Eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi stöðvast.Ýmis önnur eftirlitsverkefni stöðvast.Þjónusta við eftirlitsaðila, leiðbeiningar o.fl. hættir.Fyrirspurnum fyrirtækja og almennings varðandi ofangreind atriði verður ekki sinnt.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira