Hagnaður ríkissjóðs fram úr áætlun þar sem sykurskattur breytti ekki neysluvenjum Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 15. apríl 2015 07:00 Árni Sverrir Hafsteinsson segir skattinn ekki hafa skilað tilskildum árangri. Fréttablaðið/Vilhelm Ekki er hægt að greina að sykurskatturinn hafi haft veruleg áhrif á neyslu þann stutta tíma sem skattheimtan stóð yfir. Áhrif sykurskattsins á verðlag skattlagðra vara voru of lítil fyrir neytendur til að taka eftir þeim í flestum tilvikum, sem kann að skýra hvers vegna neysluáhrifin urðu lítil. Þetta varð til þess að hagnaður ríkisins af skattlagningunni varð meiri en upphaflega var gert ráð fyrir eða um einn milljarður í stað 800 milljóna. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar Rannsóknarseturs verslunarinnar á áhrifum sykurskatts sem var lagður á 1. mars 2013 og afnuminn um síðustu áramót. Niðurstöðurnar voru kynntar í gær og gerðar aðgengilegar á vefsíðu Rannsóknarsetursins.Sjá einnig:Greiddu 121,6 milljónir í sykurskatt á sextán mánuðum Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort yfirlýst markmið með skattheimtunni hefðu náðst og auk þess að kanna hvaða möguleg áhrif hún hefði haft á innflytjendur. Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, sagði að markmiðin hefðu aðallega verið tvö: „Þau voru annars vegar að breyta neyslu fólks þannig að það færi úr óhollustu og sykri yfir í meiri hollustu og hins vegar að auka tekjur ríkissjóðs.“ Verð og magn í smásölu á gosdrykkjum, kexi, morgunkorni, strásykri og mjólkurvörum var skoðað. Rannsóknin leiddi í ljós að skatturinn hafði lítil áhrif á verðlag þeirra tegunda morgunkorns, kex og gosdrykkja sem voru skoðaðar en mjólkurvara hækkaði strax í verði. Þar sem skattur var einnig lagður á sætuefni í samræmi við sætumagn þeirra dró það úr möguleikum fólks til að forðast skattinn og breyta neysluvenjum sínum.Sjá einnig:Mestu skattabreytingar í seinni tíð Árni Sverrir Hafsteinsson kynnti niðurstöðurnar. Hann sagði að áhrifa sykurskattsins hefði ekki orðið vart fyrr en rúmu ári eftir að hann var lagður á. Ástæðan er sú að kaupmenn keyptu inn sykraðar vörur í gríðarlegu magni mánuði áður en skattheimta hófst. Sykur úti í búð var því seldur undir kostnaðarverði. „Það var þess vegna ekki fyrr en síðasti innflytjandinn kláraði sínar birgðir að smásöluverð fór upp fyrir kostnaðarverð, það er kostnaðinn við að flytja sykurinn frá útlöndum.“ Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Ekki er hægt að greina að sykurskatturinn hafi haft veruleg áhrif á neyslu þann stutta tíma sem skattheimtan stóð yfir. Áhrif sykurskattsins á verðlag skattlagðra vara voru of lítil fyrir neytendur til að taka eftir þeim í flestum tilvikum, sem kann að skýra hvers vegna neysluáhrifin urðu lítil. Þetta varð til þess að hagnaður ríkisins af skattlagningunni varð meiri en upphaflega var gert ráð fyrir eða um einn milljarður í stað 800 milljóna. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar Rannsóknarseturs verslunarinnar á áhrifum sykurskatts sem var lagður á 1. mars 2013 og afnuminn um síðustu áramót. Niðurstöðurnar voru kynntar í gær og gerðar aðgengilegar á vefsíðu Rannsóknarsetursins.Sjá einnig:Greiddu 121,6 milljónir í sykurskatt á sextán mánuðum Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort yfirlýst markmið með skattheimtunni hefðu náðst og auk þess að kanna hvaða möguleg áhrif hún hefði haft á innflytjendur. Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, sagði að markmiðin hefðu aðallega verið tvö: „Þau voru annars vegar að breyta neyslu fólks þannig að það færi úr óhollustu og sykri yfir í meiri hollustu og hins vegar að auka tekjur ríkissjóðs.“ Verð og magn í smásölu á gosdrykkjum, kexi, morgunkorni, strásykri og mjólkurvörum var skoðað. Rannsóknin leiddi í ljós að skatturinn hafði lítil áhrif á verðlag þeirra tegunda morgunkorns, kex og gosdrykkja sem voru skoðaðar en mjólkurvara hækkaði strax í verði. Þar sem skattur var einnig lagður á sætuefni í samræmi við sætumagn þeirra dró það úr möguleikum fólks til að forðast skattinn og breyta neysluvenjum sínum.Sjá einnig:Mestu skattabreytingar í seinni tíð Árni Sverrir Hafsteinsson kynnti niðurstöðurnar. Hann sagði að áhrifa sykurskattsins hefði ekki orðið vart fyrr en rúmu ári eftir að hann var lagður á. Ástæðan er sú að kaupmenn keyptu inn sykraðar vörur í gríðarlegu magni mánuði áður en skattheimta hófst. Sykur úti í búð var því seldur undir kostnaðarverði. „Það var þess vegna ekki fyrr en síðasti innflytjandinn kláraði sínar birgðir að smásöluverð fór upp fyrir kostnaðarverð, það er kostnaðinn við að flytja sykurinn frá útlöndum.“
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira