Plástur sem ekki losnar af Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 16. apríl 2015 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson var ekki viðstaddur umræðuna á þriðjudag. Honum gengur þó illa að losna við umræður um aðildarumsókn. vísir/vilhelm Hafi ríkisstjórnin vonast eftir því að með bréfi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Evrópusambandsins, um að Ísland liti ekki lengur á sig sem aðildarríki, væri umræðum um ESB lokið í bili, er ljóst að sú von var á sandi reist. Allur þriðjudagurinn fór í umræður um tillögu stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna og með því fór einn af 19 þingfundardögum sem eftir eru á starfsáætlun þingsins í umræður um mál sem átti að vera lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, mælti fyrir málinu. Þar gerði hún grein fyrir tillögunni: „Okkar tillaga snýst hins vegar ekki um hvort taka eigi efnislega afstöðu til Evrópusambandsins eða ekki. Hún snýst um að við leitum leiðsagnar þjóðarinnar í þessu máli. Það má velta því fyrir sér í ljósi þess sem ég hef sagt að allt frá því að Ísland varð aðili að EES-samningnum má segja að spurningin um aðild að Evrópusambandinu hafi verið lifandi í íslenskum stjórnmálum, hún hefur verið umdeild og til umræðu reglulega og verður það líklega áfram. Það varð því niðurstaða mín og fjöldamargra annarra sem teljum að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan að réttast væri að fá einhvern botn í umræðuna, leiða málið til lykta, og besta leiðin til þess væri að fá þjóðina til þess að gefa upp afstöðu sína í atkvæðagreiðslu um samning.“Katrín JakobsdóttirLíkt og við var að búast sköpuðust nokkrar umræður um málið, þannig er það alltaf þegar Evrópusambandið ber á góma. Í þeim kom ýmislegt athyglisvert fram, til að mynda brýndi Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, þingmenn til dáða um að leita til þjóðarinnar. „Mínar skoðanir eru ljósar í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar eins og ég var árið 2009 að leggja eigi það til við þjóðina og leita leiðsagnar hennar í þessu stóra máli. Þess vegna fagna ég þeim sinnaskiptum sem hér hafa orðið og vonast til þess að umræður um þingsályktunartillöguna verði í þá veru að ræða það hvort þingheimur hefur kjark til að leita leiðsagnar þjóðarinnar eða hvort við ætlum að flækja þetta mál enn og aftur í viðjum flokka eins og við gerðum forðum.“ Sinnaskiptin sem Ragnheiður vísar til snúast um þá staðreynd að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kaus að bera aðildarviðræður við Evrópusambandið ekki undir þjóðina í atkvæðagreiðslu árið 2009. Í þeirri stjórn sátu bæði Katrín og Árni Páll Árnason, sem er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Hann var þó fjarverandi á þriðjudaginn. Katrín sagði það hafa verið mistök að fara ekki í slíka atkvæðagreiðslu. „Eins og ég hef áður sagt hér í þessari pontu þá tel ég, eftir á að hyggja, að það hefði verið rétt að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en lagt var af stað í þetta ferli og ég er ekkert feimin að viðurkenna að maður getur lært ýmislegt af því að vera hér og taka þátt í stjórnmálum.“ Miðað við umræðurnar er morgunljóst að Evrópumálin eru ekki horfin, þrátt fyrir vilja ríkisstjórnarinnar þar um. Þau eru eins og plástur á fingri utanríkisráðherra sem ekki losnar af, sama hve mikið hann hristir sína fingur. Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Hafi ríkisstjórnin vonast eftir því að með bréfi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Evrópusambandsins, um að Ísland liti ekki lengur á sig sem aðildarríki, væri umræðum um ESB lokið í bili, er ljóst að sú von var á sandi reist. Allur þriðjudagurinn fór í umræður um tillögu stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna og með því fór einn af 19 þingfundardögum sem eftir eru á starfsáætlun þingsins í umræður um mál sem átti að vera lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, mælti fyrir málinu. Þar gerði hún grein fyrir tillögunni: „Okkar tillaga snýst hins vegar ekki um hvort taka eigi efnislega afstöðu til Evrópusambandsins eða ekki. Hún snýst um að við leitum leiðsagnar þjóðarinnar í þessu máli. Það má velta því fyrir sér í ljósi þess sem ég hef sagt að allt frá því að Ísland varð aðili að EES-samningnum má segja að spurningin um aðild að Evrópusambandinu hafi verið lifandi í íslenskum stjórnmálum, hún hefur verið umdeild og til umræðu reglulega og verður það líklega áfram. Það varð því niðurstaða mín og fjöldamargra annarra sem teljum að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan að réttast væri að fá einhvern botn í umræðuna, leiða málið til lykta, og besta leiðin til þess væri að fá þjóðina til þess að gefa upp afstöðu sína í atkvæðagreiðslu um samning.“Katrín JakobsdóttirLíkt og við var að búast sköpuðust nokkrar umræður um málið, þannig er það alltaf þegar Evrópusambandið ber á góma. Í þeim kom ýmislegt athyglisvert fram, til að mynda brýndi Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, þingmenn til dáða um að leita til þjóðarinnar. „Mínar skoðanir eru ljósar í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar eins og ég var árið 2009 að leggja eigi það til við þjóðina og leita leiðsagnar hennar í þessu stóra máli. Þess vegna fagna ég þeim sinnaskiptum sem hér hafa orðið og vonast til þess að umræður um þingsályktunartillöguna verði í þá veru að ræða það hvort þingheimur hefur kjark til að leita leiðsagnar þjóðarinnar eða hvort við ætlum að flækja þetta mál enn og aftur í viðjum flokka eins og við gerðum forðum.“ Sinnaskiptin sem Ragnheiður vísar til snúast um þá staðreynd að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kaus að bera aðildarviðræður við Evrópusambandið ekki undir þjóðina í atkvæðagreiðslu árið 2009. Í þeirri stjórn sátu bæði Katrín og Árni Páll Árnason, sem er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Hann var þó fjarverandi á þriðjudaginn. Katrín sagði það hafa verið mistök að fara ekki í slíka atkvæðagreiðslu. „Eins og ég hef áður sagt hér í þessari pontu þá tel ég, eftir á að hyggja, að það hefði verið rétt að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en lagt var af stað í þetta ferli og ég er ekkert feimin að viðurkenna að maður getur lært ýmislegt af því að vera hér og taka þátt í stjórnmálum.“ Miðað við umræðurnar er morgunljóst að Evrópumálin eru ekki horfin, þrátt fyrir vilja ríkisstjórnarinnar þar um. Þau eru eins og plástur á fingri utanríkisráðherra sem ekki losnar af, sama hve mikið hann hristir sína fingur.
Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira