Afstaða til líffæragjafar skiptir máli, ræðum við okkar nánustu 18. apríl 2015 12:00 Árið 2014 hófst umræða um líffæragjöf á Íslandi fyrir alvöru. Aðstandendur líffæragjafa stigu fram, gagnagrunnur landlæknis var opnaður, nefnd á vegum ráðherra skipuð og félagið Annað líf, áhugafélag um líffæragjafir, var stofnað. Flestir voru sammála um mikilvægi þess að taka afstöðu til líffæragjafar og ræða við sína nánustu. Það er ekki að ástæðulausu. Sú staðreynd að við höfðum oft rætt líffæragjöf á heimilinu hjálpaði okkur þegar fjölskyldan stóð frammi fyrir þeirri átakanlegu stöðu að þurfa að koma afstöðu 18 ára sonar okkar á framfæri. Þegar líffæraþegar stigu fram í viðtölum, þegar umræða var á Alþingi og þegar pabbi þeirra tók þá með í Blóðbankann var tilefni til að ræða líffæragjöf. Þegar á reyndi urðum við afar þakklát fyrir að hafa rætt þessi mál. Umræðan sem fylgdi í kjölfar líffæragjafar sonar míns varð mikil. Við fjölskyldan hittum líffæraþega og kynntumst félaginu Annað líf þar sem líffæraþeginn Kjartan Birgisson er í forsvari. Félagið er að gera góða hluti og leggur mikið á sig til að halda umræðunni gangandi. Að hitta líffæraþega gaf okkur mikið og sýnir hversu stórar gjafir sonur okkar gaf. Við heyrðum líka í fólki sem stóð í sömu sporum og við en hafði ekki rætt líffæragjöf við viðkomandi. Ofan á sorgina, missinn og allar þær miklu tilfinningar sem skyndilegt fráfall kallar fram, var þetta fólk í þeirri vandasömu stöðu að þurfa að taka ákvörðun um hvort viðkomandi yrði líffæragjafi eða ekki. Löggjafinn er ekki að hjálpa til. Þrátt fyrir að aðstandendur eigi alltaf síðasta orðið hvort sem viðkomandi hefur gefið ætlað samþykki eða ætlaða neitun fyrir líffæragjöf þá ganga íslensk lög út frá ætlaðri neitun þar til annað kemur í ljós. Það má færa rök fyrir því að þarna sé verið að senda röng skilaboð til aðstandenda í vanda, auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgöngupunkturinn.Umræðan mikilvæg Oftar en ekki tekur fólk ákvörðun um að það sé öruggara að gera ekkert sem er sorglegt ef viðkomandi hefði viljað vera líffæragjafi og þannig bjarga öðrum mannslífum. Þess vegna fannst okkur skipta máli að koma á framfæri mikilvægi þess að ræða við sína nánustu. Umræðan snýst ekki um að allir segi já, umræðan snýst um að þú ræður yfir þínum líkama og átt að ráða því hvort þú vilt vera líffæragjafi eða ekki. Það geta allir aldurshópar verið líffæragjafar, því er mikilvægt að allir fjölskyldumeðlimir ræði þetta þarfa málefni og þeir sem vilja skrái sig í framhaldinu á vef landlæknis. Umræðan skilar árangri. Í kringum dag líffæragjafa þann 29. janúar stigu aðstandendur líffæragjafa og líffæraþegar fram og vöktu athygli á málefninu. Fréttabréf fóru á vinnustaði og fjölmiðlar tóku þátt auk fræðslu í framhaldsskólum um líffæragjöf. Í framhaldinu mættu nemendur heim og héldu samtalinu áfram. Í kjölfarið varð mikil aukning í skráningu líffæragjafa sem mun vafalaust bjarga fjölmörgum mannslífum þegar fram líða stundir. Við vitum aldrei hvenær við stöndum í þeim sporum að aðstandandi okkar geti orðið látinn líffæragjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Sjá meira
Árið 2014 hófst umræða um líffæragjöf á Íslandi fyrir alvöru. Aðstandendur líffæragjafa stigu fram, gagnagrunnur landlæknis var opnaður, nefnd á vegum ráðherra skipuð og félagið Annað líf, áhugafélag um líffæragjafir, var stofnað. Flestir voru sammála um mikilvægi þess að taka afstöðu til líffæragjafar og ræða við sína nánustu. Það er ekki að ástæðulausu. Sú staðreynd að við höfðum oft rætt líffæragjöf á heimilinu hjálpaði okkur þegar fjölskyldan stóð frammi fyrir þeirri átakanlegu stöðu að þurfa að koma afstöðu 18 ára sonar okkar á framfæri. Þegar líffæraþegar stigu fram í viðtölum, þegar umræða var á Alþingi og þegar pabbi þeirra tók þá með í Blóðbankann var tilefni til að ræða líffæragjöf. Þegar á reyndi urðum við afar þakklát fyrir að hafa rætt þessi mál. Umræðan sem fylgdi í kjölfar líffæragjafar sonar míns varð mikil. Við fjölskyldan hittum líffæraþega og kynntumst félaginu Annað líf þar sem líffæraþeginn Kjartan Birgisson er í forsvari. Félagið er að gera góða hluti og leggur mikið á sig til að halda umræðunni gangandi. Að hitta líffæraþega gaf okkur mikið og sýnir hversu stórar gjafir sonur okkar gaf. Við heyrðum líka í fólki sem stóð í sömu sporum og við en hafði ekki rætt líffæragjöf við viðkomandi. Ofan á sorgina, missinn og allar þær miklu tilfinningar sem skyndilegt fráfall kallar fram, var þetta fólk í þeirri vandasömu stöðu að þurfa að taka ákvörðun um hvort viðkomandi yrði líffæragjafi eða ekki. Löggjafinn er ekki að hjálpa til. Þrátt fyrir að aðstandendur eigi alltaf síðasta orðið hvort sem viðkomandi hefur gefið ætlað samþykki eða ætlaða neitun fyrir líffæragjöf þá ganga íslensk lög út frá ætlaðri neitun þar til annað kemur í ljós. Það má færa rök fyrir því að þarna sé verið að senda röng skilaboð til aðstandenda í vanda, auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgöngupunkturinn.Umræðan mikilvæg Oftar en ekki tekur fólk ákvörðun um að það sé öruggara að gera ekkert sem er sorglegt ef viðkomandi hefði viljað vera líffæragjafi og þannig bjarga öðrum mannslífum. Þess vegna fannst okkur skipta máli að koma á framfæri mikilvægi þess að ræða við sína nánustu. Umræðan snýst ekki um að allir segi já, umræðan snýst um að þú ræður yfir þínum líkama og átt að ráða því hvort þú vilt vera líffæragjafi eða ekki. Það geta allir aldurshópar verið líffæragjafar, því er mikilvægt að allir fjölskyldumeðlimir ræði þetta þarfa málefni og þeir sem vilja skrái sig í framhaldinu á vef landlæknis. Umræðan skilar árangri. Í kringum dag líffæragjafa þann 29. janúar stigu aðstandendur líffæragjafa og líffæraþegar fram og vöktu athygli á málefninu. Fréttabréf fóru á vinnustaði og fjölmiðlar tóku þátt auk fræðslu í framhaldsskólum um líffæragjöf. Í framhaldinu mættu nemendur heim og héldu samtalinu áfram. Í kjölfarið varð mikil aukning í skráningu líffæragjafa sem mun vafalaust bjarga fjölmörgum mannslífum þegar fram líða stundir. Við vitum aldrei hvenær við stöndum í þeim sporum að aðstandandi okkar geti orðið látinn líffæragjafi.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar