Afstaða til líffæragjafar skiptir máli, ræðum við okkar nánustu 18. apríl 2015 12:00 Árið 2014 hófst umræða um líffæragjöf á Íslandi fyrir alvöru. Aðstandendur líffæragjafa stigu fram, gagnagrunnur landlæknis var opnaður, nefnd á vegum ráðherra skipuð og félagið Annað líf, áhugafélag um líffæragjafir, var stofnað. Flestir voru sammála um mikilvægi þess að taka afstöðu til líffæragjafar og ræða við sína nánustu. Það er ekki að ástæðulausu. Sú staðreynd að við höfðum oft rætt líffæragjöf á heimilinu hjálpaði okkur þegar fjölskyldan stóð frammi fyrir þeirri átakanlegu stöðu að þurfa að koma afstöðu 18 ára sonar okkar á framfæri. Þegar líffæraþegar stigu fram í viðtölum, þegar umræða var á Alþingi og þegar pabbi þeirra tók þá með í Blóðbankann var tilefni til að ræða líffæragjöf. Þegar á reyndi urðum við afar þakklát fyrir að hafa rætt þessi mál. Umræðan sem fylgdi í kjölfar líffæragjafar sonar míns varð mikil. Við fjölskyldan hittum líffæraþega og kynntumst félaginu Annað líf þar sem líffæraþeginn Kjartan Birgisson er í forsvari. Félagið er að gera góða hluti og leggur mikið á sig til að halda umræðunni gangandi. Að hitta líffæraþega gaf okkur mikið og sýnir hversu stórar gjafir sonur okkar gaf. Við heyrðum líka í fólki sem stóð í sömu sporum og við en hafði ekki rætt líffæragjöf við viðkomandi. Ofan á sorgina, missinn og allar þær miklu tilfinningar sem skyndilegt fráfall kallar fram, var þetta fólk í þeirri vandasömu stöðu að þurfa að taka ákvörðun um hvort viðkomandi yrði líffæragjafi eða ekki. Löggjafinn er ekki að hjálpa til. Þrátt fyrir að aðstandendur eigi alltaf síðasta orðið hvort sem viðkomandi hefur gefið ætlað samþykki eða ætlaða neitun fyrir líffæragjöf þá ganga íslensk lög út frá ætlaðri neitun þar til annað kemur í ljós. Það má færa rök fyrir því að þarna sé verið að senda röng skilaboð til aðstandenda í vanda, auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgöngupunkturinn.Umræðan mikilvæg Oftar en ekki tekur fólk ákvörðun um að það sé öruggara að gera ekkert sem er sorglegt ef viðkomandi hefði viljað vera líffæragjafi og þannig bjarga öðrum mannslífum. Þess vegna fannst okkur skipta máli að koma á framfæri mikilvægi þess að ræða við sína nánustu. Umræðan snýst ekki um að allir segi já, umræðan snýst um að þú ræður yfir þínum líkama og átt að ráða því hvort þú vilt vera líffæragjafi eða ekki. Það geta allir aldurshópar verið líffæragjafar, því er mikilvægt að allir fjölskyldumeðlimir ræði þetta þarfa málefni og þeir sem vilja skrái sig í framhaldinu á vef landlæknis. Umræðan skilar árangri. Í kringum dag líffæragjafa þann 29. janúar stigu aðstandendur líffæragjafa og líffæraþegar fram og vöktu athygli á málefninu. Fréttabréf fóru á vinnustaði og fjölmiðlar tóku þátt auk fræðslu í framhaldsskólum um líffæragjöf. Í framhaldinu mættu nemendur heim og héldu samtalinu áfram. Í kjölfarið varð mikil aukning í skráningu líffæragjafa sem mun vafalaust bjarga fjölmörgum mannslífum þegar fram líða stundir. Við vitum aldrei hvenær við stöndum í þeim sporum að aðstandandi okkar geti orðið látinn líffæragjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2014 hófst umræða um líffæragjöf á Íslandi fyrir alvöru. Aðstandendur líffæragjafa stigu fram, gagnagrunnur landlæknis var opnaður, nefnd á vegum ráðherra skipuð og félagið Annað líf, áhugafélag um líffæragjafir, var stofnað. Flestir voru sammála um mikilvægi þess að taka afstöðu til líffæragjafar og ræða við sína nánustu. Það er ekki að ástæðulausu. Sú staðreynd að við höfðum oft rætt líffæragjöf á heimilinu hjálpaði okkur þegar fjölskyldan stóð frammi fyrir þeirri átakanlegu stöðu að þurfa að koma afstöðu 18 ára sonar okkar á framfæri. Þegar líffæraþegar stigu fram í viðtölum, þegar umræða var á Alþingi og þegar pabbi þeirra tók þá með í Blóðbankann var tilefni til að ræða líffæragjöf. Þegar á reyndi urðum við afar þakklát fyrir að hafa rætt þessi mál. Umræðan sem fylgdi í kjölfar líffæragjafar sonar míns varð mikil. Við fjölskyldan hittum líffæraþega og kynntumst félaginu Annað líf þar sem líffæraþeginn Kjartan Birgisson er í forsvari. Félagið er að gera góða hluti og leggur mikið á sig til að halda umræðunni gangandi. Að hitta líffæraþega gaf okkur mikið og sýnir hversu stórar gjafir sonur okkar gaf. Við heyrðum líka í fólki sem stóð í sömu sporum og við en hafði ekki rætt líffæragjöf við viðkomandi. Ofan á sorgina, missinn og allar þær miklu tilfinningar sem skyndilegt fráfall kallar fram, var þetta fólk í þeirri vandasömu stöðu að þurfa að taka ákvörðun um hvort viðkomandi yrði líffæragjafi eða ekki. Löggjafinn er ekki að hjálpa til. Þrátt fyrir að aðstandendur eigi alltaf síðasta orðið hvort sem viðkomandi hefur gefið ætlað samþykki eða ætlaða neitun fyrir líffæragjöf þá ganga íslensk lög út frá ætlaðri neitun þar til annað kemur í ljós. Það má færa rök fyrir því að þarna sé verið að senda röng skilaboð til aðstandenda í vanda, auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgöngupunkturinn.Umræðan mikilvæg Oftar en ekki tekur fólk ákvörðun um að það sé öruggara að gera ekkert sem er sorglegt ef viðkomandi hefði viljað vera líffæragjafi og þannig bjarga öðrum mannslífum. Þess vegna fannst okkur skipta máli að koma á framfæri mikilvægi þess að ræða við sína nánustu. Umræðan snýst ekki um að allir segi já, umræðan snýst um að þú ræður yfir þínum líkama og átt að ráða því hvort þú vilt vera líffæragjafi eða ekki. Það geta allir aldurshópar verið líffæragjafar, því er mikilvægt að allir fjölskyldumeðlimir ræði þetta þarfa málefni og þeir sem vilja skrái sig í framhaldinu á vef landlæknis. Umræðan skilar árangri. Í kringum dag líffæragjafa þann 29. janúar stigu aðstandendur líffæragjafa og líffæraþegar fram og vöktu athygli á málefninu. Fréttabréf fóru á vinnustaði og fjölmiðlar tóku þátt auk fræðslu í framhaldsskólum um líffæragjöf. Í framhaldinu mættu nemendur heim og héldu samtalinu áfram. Í kjölfarið varð mikil aukning í skráningu líffæragjafa sem mun vafalaust bjarga fjölmörgum mannslífum þegar fram líða stundir. Við vitum aldrei hvenær við stöndum í þeim sporum að aðstandandi okkar geti orðið látinn líffæragjafi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun