Verkföll kunna að bitna á útflutningi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. apríl 2015 07:45 Verkföll gætu komið niður á útflutningstekjum. Fréttablaðið/Þorgeir Baldursson Í dag fóru 99 starfsmenn sem eiga aðild að Bandalagi háskólamanna í verkfall. Þessir starfsmenn lögðu niður störf hjá Fjársýslu ríkisins og hjá Matvælastofnun. Páll Halldórsson, formaður BHM, segir að frekari verkfallsaðgerðir hafi ekki verið útilokaðar. „Þetta eru síðustu verkföllin sem tekin hefur verið ákvörðun um,“ segir Páll. „Menn eru byrjaðir að horfa í kring um sig. Hvar sé hentugt að beita aðgerðum til að skapa aukinn þrýsting. En við vonum að ekki þurfi að koma til þess.“ Deiluaðilar funda aftur hjá Ríkissáttasemjara seinni partinn í dag en Páll telur að ríkið þurfi að gera betur. „Okkur finnst að ríkið geti verið iðnara við að finna lausnir, sérstaklega þar sem ástandið er orðið fremur alvarlegt,“ segir Páll.Sjá einnig: Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Langvarandi verkfall starfsmanna hjá Matvælastofnun gæti komið til með að hafa alvarlegar afleiðingar á kjötframleiðslu og á inn- og útflutning á kjöt- og sjávarafurðum. Ef til verkfallsins kemur verður útgáfu heilbrigðisvottorða fyrir sjávarafurðir hætt vegna útflutnings til Rússlands, Ísraels, Kasakstans og fleiri ríkja. Útflutningsverðmæti makríls til Rússlands er um það bil þriðjungur af heildarútflutningsverðmæti makríls og því er ljóst að mikil verðmæti eru undir. Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood, segir að fyrst um sinn verði áhrifin ekki mikil. „Við erum í hléi á milli vertíða ef svo má segja,“ segir Bjarni. „En ef þetta drægist á langinn gæti þetta haft áhrif.“ Bjarni segir að sú vara sem flutt er til Rússlands sé ekki frosin og geti því geymst lengur. Hann vonast til að deilurnar leysist áður en makrílvertíð hefst. Þá hefur öll slátrun verið stöðvuð í dag vegna verkfallsins en Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að meira hafi verið slátrað í síðustu viku og núna um helgina heldur en vanalega til að mæta eftirspurn út vikuna. Þá má leiða líkur að því að ef verkfall starfsmanna Matvælastofnunar dregst á langinn verði minna um kjötvörur á hillum landsmanna. „Eftir næstu helgi gæti þetta farið að segja verulega til sín,“ segir Hörður. „Eftir um tvær vikur gætu skapast mikil þrengsli á búunum sem bitnar mikið á velferð dýranna.“ Atkvæðagreiðslu Starfsgreinasambandsins um verkfallsboðun lýkur á miðnætti í kvöld. Ef til verkfalls kemur verður fyrsta vinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fimmtudaginn 30. apríl. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að atkvæðagreiðslan gangi vel fyrir sig. „Kjörsókn hefur verið mismunandi eftir landshlutum og þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem er að kjósa,“ segir Drífa. „Við tökum eftir því að kjörsókn hjá þeim sem starfa í fiskvinnslu er töluvert betri en á öðrum stöðum.“ En Drífa segir að kjörsókn hafi tekið kipp eftir að fréttir af hækkuðum stjórnarlaunum stjórnarmanna í HB Granda komust í hámæli. Hún er ekki í vafa um að verkfallsboðunin verði samþykkt en þá munu um 10.000 manns ganga út af vinnustöðum þann 30. apríl. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Í dag fóru 99 starfsmenn sem eiga aðild að Bandalagi háskólamanna í verkfall. Þessir starfsmenn lögðu niður störf hjá Fjársýslu ríkisins og hjá Matvælastofnun. Páll Halldórsson, formaður BHM, segir að frekari verkfallsaðgerðir hafi ekki verið útilokaðar. „Þetta eru síðustu verkföllin sem tekin hefur verið ákvörðun um,“ segir Páll. „Menn eru byrjaðir að horfa í kring um sig. Hvar sé hentugt að beita aðgerðum til að skapa aukinn þrýsting. En við vonum að ekki þurfi að koma til þess.“ Deiluaðilar funda aftur hjá Ríkissáttasemjara seinni partinn í dag en Páll telur að ríkið þurfi að gera betur. „Okkur finnst að ríkið geti verið iðnara við að finna lausnir, sérstaklega þar sem ástandið er orðið fremur alvarlegt,“ segir Páll.Sjá einnig: Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Langvarandi verkfall starfsmanna hjá Matvælastofnun gæti komið til með að hafa alvarlegar afleiðingar á kjötframleiðslu og á inn- og útflutning á kjöt- og sjávarafurðum. Ef til verkfallsins kemur verður útgáfu heilbrigðisvottorða fyrir sjávarafurðir hætt vegna útflutnings til Rússlands, Ísraels, Kasakstans og fleiri ríkja. Útflutningsverðmæti makríls til Rússlands er um það bil þriðjungur af heildarútflutningsverðmæti makríls og því er ljóst að mikil verðmæti eru undir. Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood, segir að fyrst um sinn verði áhrifin ekki mikil. „Við erum í hléi á milli vertíða ef svo má segja,“ segir Bjarni. „En ef þetta drægist á langinn gæti þetta haft áhrif.“ Bjarni segir að sú vara sem flutt er til Rússlands sé ekki frosin og geti því geymst lengur. Hann vonast til að deilurnar leysist áður en makrílvertíð hefst. Þá hefur öll slátrun verið stöðvuð í dag vegna verkfallsins en Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að meira hafi verið slátrað í síðustu viku og núna um helgina heldur en vanalega til að mæta eftirspurn út vikuna. Þá má leiða líkur að því að ef verkfall starfsmanna Matvælastofnunar dregst á langinn verði minna um kjötvörur á hillum landsmanna. „Eftir næstu helgi gæti þetta farið að segja verulega til sín,“ segir Hörður. „Eftir um tvær vikur gætu skapast mikil þrengsli á búunum sem bitnar mikið á velferð dýranna.“ Atkvæðagreiðslu Starfsgreinasambandsins um verkfallsboðun lýkur á miðnætti í kvöld. Ef til verkfalls kemur verður fyrsta vinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fimmtudaginn 30. apríl. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að atkvæðagreiðslan gangi vel fyrir sig. „Kjörsókn hefur verið mismunandi eftir landshlutum og þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem er að kjósa,“ segir Drífa. „Við tökum eftir því að kjörsókn hjá þeim sem starfa í fiskvinnslu er töluvert betri en á öðrum stöðum.“ En Drífa segir að kjörsókn hafi tekið kipp eftir að fréttir af hækkuðum stjórnarlaunum stjórnarmanna í HB Granda komust í hámæli. Hún er ekki í vafa um að verkfallsboðunin verði samþykkt en þá munu um 10.000 manns ganga út af vinnustöðum þann 30. apríl.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira