Verðtrygging áfram en tímalengd breytt kolbeinn óttarsson proppé skrifar 22. apríl 2015 07:00 Fjármálaráðuneytið skoðar nú hvort lengja eigi lágmarkstíma verðtryggðra lána úr fimm í tíu ár. vísir/gva Ekki stendur til að afnema verðtrygginguna heldur lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána og stytta hámarkstíma þeirra. Unnið er að frumvarpi um verðtryggingu í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki hafa verið lagt upp með afnám verðtryggingar heldur að auka vægi óverðtryggðra lána. „Við höfum verið að ræða ákveðna hluti, eins og til dæmis hvort rétt væri að lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána, en þau geta í dag verið að lágmarki í fimm ár. Það hafa komið fram hugmyndir í þessum hópi um að fara með það upp í tíu ár, þannig að það verði ekki veitt skammtímalán, það er að segja lán til allt að tíu ára, sem eru verðtryggð. Þetta er eitt atriðið. Annað var að taka til skoðunar hvort við ættum að þrengja að 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum og fara með þau niður í 25 ár. Það getur gert ákveðnum hópum erfiðara fyrir að standast greiðslumat og fá lán og það þarf að gera sér vel grein fyrir því og tímasetja slíkar aðgerðir vel miðað við stöðuna á húsnæðismarkaðnum, en það er svona hitt atriðið sem við höfum verið að skoða.“ Aðspurður ítrekar Bjarni að ekki sé unnið að því að banna verðtryggð lán. „Nei. Í hvorugu tilvikinu erum við að ræða um það.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð og afnám verðtryggingar Bjarni segir að skoða þurfi hvaða lán það eru sem falla á milli fimm og tíu milljóna. „Það hafa kannski verið einhver bílalán og slík lán, neytendalán. Hins vegar er mjög algengt að það séu tekin 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán og það gæti haft talsverð áhrif á markaðinn að gera slíka breytingu. Um það er rætt í skýrslunni,“ segir Bjarni og vísar til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna. Skoða verði hvort breytingin gæti leitt til minni eftirspurnar eftir húsnæði. Ólíklegt er að frumvörp um verðtryggingu komi fram á þessu þingi, en þau nást mögulega fram í haust. „Ég ætla ekkert að fullyrða um það fyrr en við höfum lokið vinnunni og farið með það í gegnum ríkisstjórn og náð samstöðu um að stíga þau skref,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að vinna fjármálaráðuneytisins við afnám verðtryggingar gengi vel. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ekki stendur til að afnema verðtrygginguna heldur lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána og stytta hámarkstíma þeirra. Unnið er að frumvarpi um verðtryggingu í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki hafa verið lagt upp með afnám verðtryggingar heldur að auka vægi óverðtryggðra lána. „Við höfum verið að ræða ákveðna hluti, eins og til dæmis hvort rétt væri að lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána, en þau geta í dag verið að lágmarki í fimm ár. Það hafa komið fram hugmyndir í þessum hópi um að fara með það upp í tíu ár, þannig að það verði ekki veitt skammtímalán, það er að segja lán til allt að tíu ára, sem eru verðtryggð. Þetta er eitt atriðið. Annað var að taka til skoðunar hvort við ættum að þrengja að 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum og fara með þau niður í 25 ár. Það getur gert ákveðnum hópum erfiðara fyrir að standast greiðslumat og fá lán og það þarf að gera sér vel grein fyrir því og tímasetja slíkar aðgerðir vel miðað við stöðuna á húsnæðismarkaðnum, en það er svona hitt atriðið sem við höfum verið að skoða.“ Aðspurður ítrekar Bjarni að ekki sé unnið að því að banna verðtryggð lán. „Nei. Í hvorugu tilvikinu erum við að ræða um það.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð og afnám verðtryggingar Bjarni segir að skoða þurfi hvaða lán það eru sem falla á milli fimm og tíu milljóna. „Það hafa kannski verið einhver bílalán og slík lán, neytendalán. Hins vegar er mjög algengt að það séu tekin 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán og það gæti haft talsverð áhrif á markaðinn að gera slíka breytingu. Um það er rætt í skýrslunni,“ segir Bjarni og vísar til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna. Skoða verði hvort breytingin gæti leitt til minni eftirspurnar eftir húsnæði. Ólíklegt er að frumvörp um verðtryggingu komi fram á þessu þingi, en þau nást mögulega fram í haust. „Ég ætla ekkert að fullyrða um það fyrr en við höfum lokið vinnunni og farið með það í gegnum ríkisstjórn og náð samstöðu um að stíga þau skref,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að vinna fjármálaráðuneytisins við afnám verðtryggingar gengi vel.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira