Verðtrygging áfram en tímalengd breytt kolbeinn óttarsson proppé skrifar 22. apríl 2015 07:00 Fjármálaráðuneytið skoðar nú hvort lengja eigi lágmarkstíma verðtryggðra lána úr fimm í tíu ár. vísir/gva Ekki stendur til að afnema verðtrygginguna heldur lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána og stytta hámarkstíma þeirra. Unnið er að frumvarpi um verðtryggingu í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki hafa verið lagt upp með afnám verðtryggingar heldur að auka vægi óverðtryggðra lána. „Við höfum verið að ræða ákveðna hluti, eins og til dæmis hvort rétt væri að lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána, en þau geta í dag verið að lágmarki í fimm ár. Það hafa komið fram hugmyndir í þessum hópi um að fara með það upp í tíu ár, þannig að það verði ekki veitt skammtímalán, það er að segja lán til allt að tíu ára, sem eru verðtryggð. Þetta er eitt atriðið. Annað var að taka til skoðunar hvort við ættum að þrengja að 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum og fara með þau niður í 25 ár. Það getur gert ákveðnum hópum erfiðara fyrir að standast greiðslumat og fá lán og það þarf að gera sér vel grein fyrir því og tímasetja slíkar aðgerðir vel miðað við stöðuna á húsnæðismarkaðnum, en það er svona hitt atriðið sem við höfum verið að skoða.“ Aðspurður ítrekar Bjarni að ekki sé unnið að því að banna verðtryggð lán. „Nei. Í hvorugu tilvikinu erum við að ræða um það.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð og afnám verðtryggingar Bjarni segir að skoða þurfi hvaða lán það eru sem falla á milli fimm og tíu milljóna. „Það hafa kannski verið einhver bílalán og slík lán, neytendalán. Hins vegar er mjög algengt að það séu tekin 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán og það gæti haft talsverð áhrif á markaðinn að gera slíka breytingu. Um það er rætt í skýrslunni,“ segir Bjarni og vísar til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna. Skoða verði hvort breytingin gæti leitt til minni eftirspurnar eftir húsnæði. Ólíklegt er að frumvörp um verðtryggingu komi fram á þessu þingi, en þau nást mögulega fram í haust. „Ég ætla ekkert að fullyrða um það fyrr en við höfum lokið vinnunni og farið með það í gegnum ríkisstjórn og náð samstöðu um að stíga þau skref,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að vinna fjármálaráðuneytisins við afnám verðtryggingar gengi vel. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Sjá meira
Ekki stendur til að afnema verðtrygginguna heldur lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána og stytta hámarkstíma þeirra. Unnið er að frumvarpi um verðtryggingu í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki hafa verið lagt upp með afnám verðtryggingar heldur að auka vægi óverðtryggðra lána. „Við höfum verið að ræða ákveðna hluti, eins og til dæmis hvort rétt væri að lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána, en þau geta í dag verið að lágmarki í fimm ár. Það hafa komið fram hugmyndir í þessum hópi um að fara með það upp í tíu ár, þannig að það verði ekki veitt skammtímalán, það er að segja lán til allt að tíu ára, sem eru verðtryggð. Þetta er eitt atriðið. Annað var að taka til skoðunar hvort við ættum að þrengja að 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum og fara með þau niður í 25 ár. Það getur gert ákveðnum hópum erfiðara fyrir að standast greiðslumat og fá lán og það þarf að gera sér vel grein fyrir því og tímasetja slíkar aðgerðir vel miðað við stöðuna á húsnæðismarkaðnum, en það er svona hitt atriðið sem við höfum verið að skoða.“ Aðspurður ítrekar Bjarni að ekki sé unnið að því að banna verðtryggð lán. „Nei. Í hvorugu tilvikinu erum við að ræða um það.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð og afnám verðtryggingar Bjarni segir að skoða þurfi hvaða lán það eru sem falla á milli fimm og tíu milljóna. „Það hafa kannski verið einhver bílalán og slík lán, neytendalán. Hins vegar er mjög algengt að það séu tekin 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán og það gæti haft talsverð áhrif á markaðinn að gera slíka breytingu. Um það er rætt í skýrslunni,“ segir Bjarni og vísar til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna. Skoða verði hvort breytingin gæti leitt til minni eftirspurnar eftir húsnæði. Ólíklegt er að frumvörp um verðtryggingu komi fram á þessu þingi, en þau nást mögulega fram í haust. „Ég ætla ekkert að fullyrða um það fyrr en við höfum lokið vinnunni og farið með það í gegnum ríkisstjórn og náð samstöðu um að stíga þau skref,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að vinna fjármálaráðuneytisins við afnám verðtryggingar gengi vel.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Sjá meira