
Eldri borgarar eiga að lifa með reisn
Nánasarlega skammtað
Neyslukönnun Hagstofunnar segir okkur, að sá lífeyrir, sem Tryggingastofnun ríkisins skammtar eldri borgurum, hrekkur hvergi nærri fyrir brýnustu útgjöldum. Einhleypir eldri borgarar, sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun, hafa aðeins 192 þúsund krónur í lífeyri á mánuði eftir skatt frá TR. Miðað við neyslukönnun Hagstofunnar vantar 129 þúsund krónur á mánuði til þess að það dugi. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar þarf 321 þúsund á mánuði fyrir einhleyping. Það er nánasarlega skammtað til eldri borgara hjá Tryggingastofnun en að sjálfsögðu bera stjórnvöld ábyrgð á þessari skömmtun. Það er engin leið fyrir eldri borgara að lifa með reisn á 192 þús. kr. á mánuði. Með þessari skömmtun er verið að halda kjörum aldraðra niðri. Það verður að stórhækka þessar lífeyrisgreiðslur. Það má byrja á því að fara með lífeyrinn í 300 þúsund krónur á mánuði í áföngum. En síðan þarf lífeyririnn að hækka í 321 þúsund á mánuði í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar.
Misjafn hagur aldraðra
Hagur eldri borgara er mjög misjafn. Hann fer einkum eftir tvennu: Lífeyrissjóði og húsnæðiskostnaði. Það er tiltölulega lítill hópur eldri borgara, sem hefur góðan lífeyrissjóð. Þorri launþega, t.d ófaglært verkafólk og iðnaðarmenn hafa fremur lágan lífeyri mánaðarlega úr lífeyrissjóði. Og síðan gerist sú ósvinna, að tryggingabætur eru skertar mjög mikið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það er eins og eignaupptaka. Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlítið eigið húsnæði eru mun betur settir en þeir aldraðir, sem eiga mjög skuldsett húsnæði eða verða að taka húsnæði á leigu. Húsaleiga í Reykjavík er í dag 140-170 þúsund krónur á mánuði fyrir litla íbúð. Þegar slík leiga hefur verið greidd, er lítið eftir af lífeyrinum frá Tryggingastofnun fyrir öðrum útgjöldum.
125 þús kr. á mánuði í Noregi
Hvergi á Norðurlöndum er svona naumt skammtað til eldri borgara eins og hér. Þetta er skammarlega lágt hérna. Á Íslandi er grunnlífeyrir 36 þúsund krónur á mánuði. Annars staðar á Norðurlöndunum er grunnlífeyrir miklu hærri og ekki eins miklar skerðingar á tryggingabótum. Í Noregi er grunnlífeyrir 125 þúsund kr. á mánuð fyrir einhleypa eldri borgara. Allir eldri borgarar fá hann séu þeir norskir ríkisborgarar og hafa búið nægilega lengi í Noregi. Þar tíðkast ekki slík hungurlús og hér fyrir aldraða.
Skoðun

Samningamaðurinn Trump & narssisisminn
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar

Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar?
Elvar Eyvindsson skrifar

Hættum að segja „Flýttu þér“
Einar Sverrisson skrifar

Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla
Stefán Pálsson skrifar

Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra
Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir?
Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar

Er ég nægilega gott foreldri?
Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar

Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu
Þorsteinn Kristinsson skrifar

Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Um náttúrulögmál og aftengingu
Sölvi Tryggvason skrifar

Styðjum barnafjölskyldur
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Ósanngjörn skipting kílómetragjalds
Njáll Gunnlaugsson skrifar

Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar!
Magnús Karl Magnússon skrifar

Pólska sjónarhornið
Halldór Auðar Svansson skrifar

Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur!
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar

Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt
Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar

Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR
Björg Gilsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni
Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar

Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra?
Snorri Másson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands
Áróra Rós Ingadóttir skrifar

Á krossgötum í Úkraínu
Gunnar Pálsson skrifar

Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera
Matthildur Björnsdóttir skrifar

St. Tómas Aquinas
Árni Jensson skrifar

Skólinn okkar, FSH
Elmar Ægir Eysteinsson skrifar

Föður- og mæðralaus börn
Lúðvík Júlíusson skrifar

Minni kvaðir - meira frelsi?
Eva Magnúsdóttir skrifar

Forstjórinn á Neskaupstað
Björn Ólafsson skrifar

Woke-ið lifir!
Bjarni Snæbjörnsson skrifar