Oddvitar ósamstíga um afnám verðtryggingar 23. apríl 2015 00:01 Að hafa eða hafa ekki verðtryggingu, þar er efinn og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa ólíkar áherslur í þeim efnum. Ríkisstjórnin þarf þó að leiðrétta kúrsinn og verða samstíga eigi að nást samstaða um málið. fréttablaðið/valli Oddvitar ríkisstjórnarinnar eru ósammála um hvort unnið sé að afnámi verðtryggingar eða ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði við Fréttablaðið á þriðjudag að unnið væri að frumvörpum um afnám verðtryggingar í fjármálaráðuneytinu og von væri á þeim fljótlega. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði hins vegar í Fréttablaðinu í gær að ekki stæði til að afnema verðtrygginguna, heldur að auka vægi óverðtryggðra lána. Til skoðunar væri að lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána úr fimm í tíu ár og þrengja að 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum og fara með þau niður í 25 ár. Nú má vel vera að af stað fari umræða um að frumvörp Bjarna feli aðeins í sér fyrstu skrefin, enn standi til að afnema verðtrygginguna. Fjármálaráðherra var hins vegar býsna skýr um að ekki væri unnið að því. Spurningu um hvort þetta væri þá ekki afnám verðtryggingar svaraði hann neitandi.Fjármunur, ekki bita Og fjármálaráðherra fór nánar út í þá vinnu sem er í gangi og að ekki væri verið að afnema verðtryggingu. Þú getur varla bannað verðtryggð lán? „Nei. Í hvorugu tilvikinu erum við að ræða um það.“ Þetta rímar illa við eftirfarandi orðaskipti sem áttu sér stað á milli blaðamanns og forsætisráðherra á mánudag. Þið töluðuð um afnám verðtryggingarinnar fyrir síðustu kosningar og áréttuðuð það á flokksfundi ykkar síðast, er það ekki? „Jú.“ Hvernig hagar þeirri vinnu? „Hún gengur eftir því sem ég kemst næst mjög vel. Það liggur fyrir formleg samþykkt í ríkisstjórn um næstu skref og nú er verið að vinna frumvörp í fjármálaráðuneytinu í samræmi við það.“ Veistu hvenær er von á þeim? „Ég treysti mér nú ekki til að fullyrða um það, en ég vona að við sjáum þau áður en langt um líður.“ Á þessu þingi? „Það væri auðvitað langbest, en ég veit ekki nákvæmlega hve mikið menn eiga eftir þar.“ Það er ljóst að hér er ekki aðeins blæbrigðamunur á ferð, ekki deilt um skref í átt að lokatakmarki, heldur beinlínis um hvort eigi að afnema verðtryggingu. Það er því ekki þannig að það sé bitamunur en ekki fjár á afstöðu forsætis- og fjármálaráðherra, heldur einmitt andstaða þess, fjármunur en ekki bita, ef svo má að orði komast.Allir fá eitthvað Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á það fyrir kosningar að afnema verðtryggingar á neyslulán. Miðað við orð fjármálaráðherra þá verður óheimilt að verðtryggja lán sem tekin eru til skemmri tíma en tíu ára. En Framsókn vildi meira, eins og fram kom í viðtali við Fréttablaðið 9. mars 2013. „Framsóknarflokkurinn vill stofna nefnd sérfræðinga sem leiti leiða til að afnema verðtrygginguna. Sigmundur Davíð segir í sjálfu sér ekki flókið að afnema hana. Nefndin verði að skoða heildarmyndina því verðtryggingin haldist í hendur við margt annað,“ sagði í því viðtali. Viku síðar, 16. mars 2013, var Bjarni Benediktsson í viðtali við Fréttablaðið. Þar sagði: „Sjálfstæðisflokkurinn vill gera atlögu að almennri notkun verðtryggingar í landinu og tryggja það að fólk hafi val um verðtryggð eða óverðtryggð lán. Bjarni segir það vera hlutverk stjórnvalda að endurskoða húsnæðislánamarkaðinn með það að markmiði að tryggja óverðtryggð lán sem valkost.“ Svo má velta fyrir sér hvort raunin verði að báðir flokkar nái sínu fram að hluta; verðtrygging verði óheimil á neyslulán en áfram við líði á lengri lán. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Oddvitar ríkisstjórnarinnar eru ósammála um hvort unnið sé að afnámi verðtryggingar eða ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði við Fréttablaðið á þriðjudag að unnið væri að frumvörpum um afnám verðtryggingar í fjármálaráðuneytinu og von væri á þeim fljótlega. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði hins vegar í Fréttablaðinu í gær að ekki stæði til að afnema verðtrygginguna, heldur að auka vægi óverðtryggðra lána. Til skoðunar væri að lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána úr fimm í tíu ár og þrengja að 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum og fara með þau niður í 25 ár. Nú má vel vera að af stað fari umræða um að frumvörp Bjarna feli aðeins í sér fyrstu skrefin, enn standi til að afnema verðtrygginguna. Fjármálaráðherra var hins vegar býsna skýr um að ekki væri unnið að því. Spurningu um hvort þetta væri þá ekki afnám verðtryggingar svaraði hann neitandi.Fjármunur, ekki bita Og fjármálaráðherra fór nánar út í þá vinnu sem er í gangi og að ekki væri verið að afnema verðtryggingu. Þú getur varla bannað verðtryggð lán? „Nei. Í hvorugu tilvikinu erum við að ræða um það.“ Þetta rímar illa við eftirfarandi orðaskipti sem áttu sér stað á milli blaðamanns og forsætisráðherra á mánudag. Þið töluðuð um afnám verðtryggingarinnar fyrir síðustu kosningar og áréttuðuð það á flokksfundi ykkar síðast, er það ekki? „Jú.“ Hvernig hagar þeirri vinnu? „Hún gengur eftir því sem ég kemst næst mjög vel. Það liggur fyrir formleg samþykkt í ríkisstjórn um næstu skref og nú er verið að vinna frumvörp í fjármálaráðuneytinu í samræmi við það.“ Veistu hvenær er von á þeim? „Ég treysti mér nú ekki til að fullyrða um það, en ég vona að við sjáum þau áður en langt um líður.“ Á þessu þingi? „Það væri auðvitað langbest, en ég veit ekki nákvæmlega hve mikið menn eiga eftir þar.“ Það er ljóst að hér er ekki aðeins blæbrigðamunur á ferð, ekki deilt um skref í átt að lokatakmarki, heldur beinlínis um hvort eigi að afnema verðtryggingu. Það er því ekki þannig að það sé bitamunur en ekki fjár á afstöðu forsætis- og fjármálaráðherra, heldur einmitt andstaða þess, fjármunur en ekki bita, ef svo má að orði komast.Allir fá eitthvað Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á það fyrir kosningar að afnema verðtryggingar á neyslulán. Miðað við orð fjármálaráðherra þá verður óheimilt að verðtryggja lán sem tekin eru til skemmri tíma en tíu ára. En Framsókn vildi meira, eins og fram kom í viðtali við Fréttablaðið 9. mars 2013. „Framsóknarflokkurinn vill stofna nefnd sérfræðinga sem leiti leiða til að afnema verðtrygginguna. Sigmundur Davíð segir í sjálfu sér ekki flókið að afnema hana. Nefndin verði að skoða heildarmyndina því verðtryggingin haldist í hendur við margt annað,“ sagði í því viðtali. Viku síðar, 16. mars 2013, var Bjarni Benediktsson í viðtali við Fréttablaðið. Þar sagði: „Sjálfstæðisflokkurinn vill gera atlögu að almennri notkun verðtryggingar í landinu og tryggja það að fólk hafi val um verðtryggð eða óverðtryggð lán. Bjarni segir það vera hlutverk stjórnvalda að endurskoða húsnæðislánamarkaðinn með það að markmiði að tryggja óverðtryggð lán sem valkost.“ Svo má velta fyrir sér hvort raunin verði að báðir flokkar nái sínu fram að hluta; verðtrygging verði óheimil á neyslulán en áfram við líði á lengri lán.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira