Varnaðarorðin voru hunsuð Svavar Hávarðsson skrifar 25. apríl 2015 12:00 Mikill vatnsflaumur rennur nú út í Fnjóskadal um munna Vaðlaheiðaganga að austan. Mynd/Auðunn Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. Pálmi Kristinsson verkfræðingur var einn þeirra sem báðu menn að fara sér hægt, og birti ítarlega og sjálfstæða úttekt á forsendum ganganna í árslok 2011. Pálmi taldi að framkvæmdin yrði mun dýrari en þá var gert ráð fyrir og að milljarða kostnaður myndi að lokum falla á ríkissjóð. Eitt af því sem Pálmi varaði við var að forsendur stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. (VHG), um áætlaðan umframkostnað á framkvæmdatíma væri vanáætlaður, en VHG gerði ráð fyrir að hann yrði 7 prósent.Pálmi taldi að þessi kostnaður yrði um 15 prósent miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar frá nóvember 2011. Hafði hann til hliðsjónar að umframkostnaðurinn við Héðinsfjarðargöng nam 2,1 milljarði eða um 17 prósent, eins og Fréttablaðið fjallaði um á fimmtudag. Þar varð vatnsagi til óþurftar rétt eins og ítrekað í Vaðlaheiðargöngum þar sem framkvæmdir hafa þegar tafist um fimm mánuði hið minnsta, og liggja að hluta til niðri vegna nýjasta lekans sem hefur fyllt göngin af vatni að hluta. Pálmi segir að því miður virðist hann hafa verið réttspár, en vandinn sé meiri en hann gerði ráð fyrir.Sjá einnig: Lekinn mun kosta milljarða „Því miður virðist þetta ætla að verða dekkra dæmi en ég sá fyrir. Það er deginum ljósara nú þegar, að þetta er alvarlegra dæmi en ég gerði ráð fyrir,“ segir Pálmi og bætir við að litlum vafa sé undirorpið að aukinn kostnaður við Vaðlaheiðargöng fellur á ríkissjóð, nema sérstaklega hafi verið gert ráð fyrir öðru í verksamningum. Hins vegar séu fjölmörg dæmi um það hérlendis að verktakar beinlínis hagnist af vandamálum sem koma upp á framkvæmdatíma, þó það þurfi ekki að eiga við hér. Í upphaflegri skýrslu sinni taldi Pálmi útilokað að veggjöld myndu standa undir kostnaði við gerð og rekstur Vaðlaheiðarganga, en athugasemdir sínar um forsendur verksins setti hann fram í 27 sjálfstæðum liðum. Hann segir að staða verksins í dag styrki efasemdir sínar um að tekjur af veggjöldum muni ná að standa undir öllum kostnaði. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. Pálmi Kristinsson verkfræðingur var einn þeirra sem báðu menn að fara sér hægt, og birti ítarlega og sjálfstæða úttekt á forsendum ganganna í árslok 2011. Pálmi taldi að framkvæmdin yrði mun dýrari en þá var gert ráð fyrir og að milljarða kostnaður myndi að lokum falla á ríkissjóð. Eitt af því sem Pálmi varaði við var að forsendur stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. (VHG), um áætlaðan umframkostnað á framkvæmdatíma væri vanáætlaður, en VHG gerði ráð fyrir að hann yrði 7 prósent.Pálmi taldi að þessi kostnaður yrði um 15 prósent miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar frá nóvember 2011. Hafði hann til hliðsjónar að umframkostnaðurinn við Héðinsfjarðargöng nam 2,1 milljarði eða um 17 prósent, eins og Fréttablaðið fjallaði um á fimmtudag. Þar varð vatnsagi til óþurftar rétt eins og ítrekað í Vaðlaheiðargöngum þar sem framkvæmdir hafa þegar tafist um fimm mánuði hið minnsta, og liggja að hluta til niðri vegna nýjasta lekans sem hefur fyllt göngin af vatni að hluta. Pálmi segir að því miður virðist hann hafa verið réttspár, en vandinn sé meiri en hann gerði ráð fyrir.Sjá einnig: Lekinn mun kosta milljarða „Því miður virðist þetta ætla að verða dekkra dæmi en ég sá fyrir. Það er deginum ljósara nú þegar, að þetta er alvarlegra dæmi en ég gerði ráð fyrir,“ segir Pálmi og bætir við að litlum vafa sé undirorpið að aukinn kostnaður við Vaðlaheiðargöng fellur á ríkissjóð, nema sérstaklega hafi verið gert ráð fyrir öðru í verksamningum. Hins vegar séu fjölmörg dæmi um það hérlendis að verktakar beinlínis hagnist af vandamálum sem koma upp á framkvæmdatíma, þó það þurfi ekki að eiga við hér. Í upphaflegri skýrslu sinni taldi Pálmi útilokað að veggjöld myndu standa undir kostnaði við gerð og rekstur Vaðlaheiðarganga, en athugasemdir sínar um forsendur verksins setti hann fram í 27 sjálfstæðum liðum. Hann segir að staða verksins í dag styrki efasemdir sínar um að tekjur af veggjöldum muni ná að standa undir öllum kostnaði.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira