Varnaðarorðin voru hunsuð Svavar Hávarðsson skrifar 25. apríl 2015 12:00 Mikill vatnsflaumur rennur nú út í Fnjóskadal um munna Vaðlaheiðaganga að austan. Mynd/Auðunn Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. Pálmi Kristinsson verkfræðingur var einn þeirra sem báðu menn að fara sér hægt, og birti ítarlega og sjálfstæða úttekt á forsendum ganganna í árslok 2011. Pálmi taldi að framkvæmdin yrði mun dýrari en þá var gert ráð fyrir og að milljarða kostnaður myndi að lokum falla á ríkissjóð. Eitt af því sem Pálmi varaði við var að forsendur stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. (VHG), um áætlaðan umframkostnað á framkvæmdatíma væri vanáætlaður, en VHG gerði ráð fyrir að hann yrði 7 prósent.Pálmi taldi að þessi kostnaður yrði um 15 prósent miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar frá nóvember 2011. Hafði hann til hliðsjónar að umframkostnaðurinn við Héðinsfjarðargöng nam 2,1 milljarði eða um 17 prósent, eins og Fréttablaðið fjallaði um á fimmtudag. Þar varð vatnsagi til óþurftar rétt eins og ítrekað í Vaðlaheiðargöngum þar sem framkvæmdir hafa þegar tafist um fimm mánuði hið minnsta, og liggja að hluta til niðri vegna nýjasta lekans sem hefur fyllt göngin af vatni að hluta. Pálmi segir að því miður virðist hann hafa verið réttspár, en vandinn sé meiri en hann gerði ráð fyrir.Sjá einnig: Lekinn mun kosta milljarða „Því miður virðist þetta ætla að verða dekkra dæmi en ég sá fyrir. Það er deginum ljósara nú þegar, að þetta er alvarlegra dæmi en ég gerði ráð fyrir,“ segir Pálmi og bætir við að litlum vafa sé undirorpið að aukinn kostnaður við Vaðlaheiðargöng fellur á ríkissjóð, nema sérstaklega hafi verið gert ráð fyrir öðru í verksamningum. Hins vegar séu fjölmörg dæmi um það hérlendis að verktakar beinlínis hagnist af vandamálum sem koma upp á framkvæmdatíma, þó það þurfi ekki að eiga við hér. Í upphaflegri skýrslu sinni taldi Pálmi útilokað að veggjöld myndu standa undir kostnaði við gerð og rekstur Vaðlaheiðarganga, en athugasemdir sínar um forsendur verksins setti hann fram í 27 sjálfstæðum liðum. Hann segir að staða verksins í dag styrki efasemdir sínar um að tekjur af veggjöldum muni ná að standa undir öllum kostnaði. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. Pálmi Kristinsson verkfræðingur var einn þeirra sem báðu menn að fara sér hægt, og birti ítarlega og sjálfstæða úttekt á forsendum ganganna í árslok 2011. Pálmi taldi að framkvæmdin yrði mun dýrari en þá var gert ráð fyrir og að milljarða kostnaður myndi að lokum falla á ríkissjóð. Eitt af því sem Pálmi varaði við var að forsendur stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. (VHG), um áætlaðan umframkostnað á framkvæmdatíma væri vanáætlaður, en VHG gerði ráð fyrir að hann yrði 7 prósent.Pálmi taldi að þessi kostnaður yrði um 15 prósent miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar frá nóvember 2011. Hafði hann til hliðsjónar að umframkostnaðurinn við Héðinsfjarðargöng nam 2,1 milljarði eða um 17 prósent, eins og Fréttablaðið fjallaði um á fimmtudag. Þar varð vatnsagi til óþurftar rétt eins og ítrekað í Vaðlaheiðargöngum þar sem framkvæmdir hafa þegar tafist um fimm mánuði hið minnsta, og liggja að hluta til niðri vegna nýjasta lekans sem hefur fyllt göngin af vatni að hluta. Pálmi segir að því miður virðist hann hafa verið réttspár, en vandinn sé meiri en hann gerði ráð fyrir.Sjá einnig: Lekinn mun kosta milljarða „Því miður virðist þetta ætla að verða dekkra dæmi en ég sá fyrir. Það er deginum ljósara nú þegar, að þetta er alvarlegra dæmi en ég gerði ráð fyrir,“ segir Pálmi og bætir við að litlum vafa sé undirorpið að aukinn kostnaður við Vaðlaheiðargöng fellur á ríkissjóð, nema sérstaklega hafi verið gert ráð fyrir öðru í verksamningum. Hins vegar séu fjölmörg dæmi um það hérlendis að verktakar beinlínis hagnist af vandamálum sem koma upp á framkvæmdatíma, þó það þurfi ekki að eiga við hér. Í upphaflegri skýrslu sinni taldi Pálmi útilokað að veggjöld myndu standa undir kostnaði við gerð og rekstur Vaðlaheiðarganga, en athugasemdir sínar um forsendur verksins setti hann fram í 27 sjálfstæðum liðum. Hann segir að staða verksins í dag styrki efasemdir sínar um að tekjur af veggjöldum muni ná að standa undir öllum kostnaði.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira