Innlent

Afturkalli leyfi til Valsmanna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn.
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn. Vísir/Daníel
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til í borgarráði í gær að framkvæmdaleyfi á svæði Valsmanna við Hlíðarenda yrði dregið til baka tímabundið.

„Bent er á að uppbygging á Valssvæðinu sé óheimil með vísan til laga um loftferðir,“ vitnuðu sjálfstæðismenn til bréfs innanríkisráðuneytisins.

Lögðu þeir til að leyfið yrði dregið til baka þar til Samgöngustofa hefur lokið umfjöllun um möguleg áhrif lokunar flugbrautar 06/24 og svokölluð Rögnunefnd hefur lokið störfum. Afgreiðslu málsins var frestað.


Tengdar fréttir

Dagur: Borgin innan heimilda á Hlíðarenda

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að Reykjavíkurborg hafi verið innan fullra heimilda þegar gefið var út framkvæmdaleyfi á svæði Valsmanna við Hlíðarenda. Um undirbúningsframkvæmdir sé að ræða sem séu utan fluglínu.

Ekki hægt að hliðra til Hlíðarendabyggð

Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir ekki unnt að hliðra til Hlíðarendabyggð til að koma í veg fyrir að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×