Dæmt að bann við blóðgjöf brjóti í bága við mannréttindaskrá ESB Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2015 07:00 Samkynhneigðir karlmenn mega ekki gefa blóð á Íslandi. Í síðustu viku féll dómur hjá Evrópudómstólnum í svo kölluðu Léger-máli þar sem segir að blátt bann í franskri löggjöf við blóðgjöf samkynhneigðra kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB, þar sem mismunun byggð á kynhneigð er bönnuð. Í dómnum kemur fram að endanlegt svar velti á því hvort bannið virði meðalhófsregluna. Það þýðir að bann við blóðgjöf eigi ekki að ganga lengra en þörf er á til að tryggja almannaheilbrigði. Slíkt bann gæti staðist ef ekki er hægt að koma í veg fyrir mikla áhættu á smiti með nútímatækni eða ef faraldur HIV-smits hjá samkynhneigðum er í samfélaginu. Samkynhneigðum karlmönnum er bannað að gefa blóð á Íslandi og voru þau lög sett vegna alnæmisfaraldurs snemma á níunda áratugnum.Dr. Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.Varla er hægt að tala um faraldur HIV-smits hjá samkynhneigðum á Íslandi í dag en árið 2014 smituðust tíu af HIV á Íslandi og samkvæmt nýjustu tölum um dreifingu veirunnar smitast HIV í 38 prósentum tilfella vegna kynmaka samkynhneigðra karlmanna, sem er sama hlutfall og smitast vegna kynmaka gagnkynhneigðra. Dr. Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að til grundvallar í málinu liggi frönsk löggjöf sem byggir á ESB-tilskipun sem einnig sé hluti af EES-samningnum. „Þannig má segja að sambærileg sjónarmið kynnu að geta komið til skoðunar hér á landi. Hins vegar þarf að hafa í huga að Mannréttindaskrá ESB, sem í málinu gegnir lykilhlutverki, er ekki hluti af EES-samningnum. Sú staðreynd skapar ákveðna togstreitu í EES-réttinum sem enn hefur ekki verið leyst úr fullkomlega – sérstaklega þar sem EFTA-ríkin hafa enn ekki tekið afstöðu til stöðu Mannréttindaskrárinnar í EES-réttinum," segir Gunnar. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Í síðustu viku féll dómur hjá Evrópudómstólnum í svo kölluðu Léger-máli þar sem segir að blátt bann í franskri löggjöf við blóðgjöf samkynhneigðra kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB, þar sem mismunun byggð á kynhneigð er bönnuð. Í dómnum kemur fram að endanlegt svar velti á því hvort bannið virði meðalhófsregluna. Það þýðir að bann við blóðgjöf eigi ekki að ganga lengra en þörf er á til að tryggja almannaheilbrigði. Slíkt bann gæti staðist ef ekki er hægt að koma í veg fyrir mikla áhættu á smiti með nútímatækni eða ef faraldur HIV-smits hjá samkynhneigðum er í samfélaginu. Samkynhneigðum karlmönnum er bannað að gefa blóð á Íslandi og voru þau lög sett vegna alnæmisfaraldurs snemma á níunda áratugnum.Dr. Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.Varla er hægt að tala um faraldur HIV-smits hjá samkynhneigðum á Íslandi í dag en árið 2014 smituðust tíu af HIV á Íslandi og samkvæmt nýjustu tölum um dreifingu veirunnar smitast HIV í 38 prósentum tilfella vegna kynmaka samkynhneigðra karlmanna, sem er sama hlutfall og smitast vegna kynmaka gagnkynhneigðra. Dr. Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að til grundvallar í málinu liggi frönsk löggjöf sem byggir á ESB-tilskipun sem einnig sé hluti af EES-samningnum. „Þannig má segja að sambærileg sjónarmið kynnu að geta komið til skoðunar hér á landi. Hins vegar þarf að hafa í huga að Mannréttindaskrá ESB, sem í málinu gegnir lykilhlutverki, er ekki hluti af EES-samningnum. Sú staðreynd skapar ákveðna togstreitu í EES-réttinum sem enn hefur ekki verið leyst úr fullkomlega – sérstaklega þar sem EFTA-ríkin hafa enn ekki tekið afstöðu til stöðu Mannréttindaskrárinnar í EES-réttinum," segir Gunnar.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira