Tónlist

Erpur treður upp á undan Snoop

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Snoop heldur partí í Laugardalshöll.
Snoop heldur partí í Laugardalshöll.
„Þetta verður rosalegt,“ segir Erpur Eyvindarson rappari, einnig þekktur sem Blaz Roca, um partí sem bandaríski rapparinn Snoop Dogg mun halda hér á landi í júlí. Erpur hitaði einnig upp fyrir Snoop þegar hann kom hingað síðast, en það verða einmitt nákvæmlega tíu ár síðan Snoop tróð hér upp síðast. 

Erpur Eyvindarson hitar upp fyrir Snoop.
Uppákoman nú verður öðruvísi en tónleikarnir sem Snoop hélt síðast.

„Þetta verður eiginlega eins og Palla-ball,“ segir Erpur og vísar þar til balla sem Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari heldur. Erpur heldur áfram: „Snoop spilar þarna uppáhaldslögin sín og tekur lögin sín inni á milli. Ég er mjög spenntur að sjá hvaða lög hann mun spila og hvað hann er að pæla í tónlist. Þetta verður algjör veisla auðvitað. Þarna verða aðrir góðir gestir og fullt af dönsurum.“

Partíið með Snoop fer fram í Laugardalshöll þann 17. júlí. Miðasala er á midi.is. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.