Ráðuneyti telur tillögu Jóns ólöglega Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2015 00:01 Hörð átök Hart var tekist á um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar í gær. Minnisblað umhverfis- og auðlindaráðuneytisins telur hins vegar Alþingi ekki geta breytt flokkun virkjanakosta. Seinni umræða um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar þingsins um fjölgun virkjanakosta kom til umræðu á Alþingi í gær. Umhverfisráðuneyti Sigrúnar Magnúsdóttur telur þingið ekki geta gert breytingar á flokkun virkjanakosta. Mikil átök voru á Alþingi í gær þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var sakaður um að brjóta þingsköp.Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndarStjórnarandstaðan telur breytingartillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun sem samþykkt var með 63 samhljóða atkvæðum á síðasta þingi. Forseti þingsins taldi svo ekki vera og var hún þess vegna tekin til umræðu í gær. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, telur hreint með ólíkindum ef það væri þannig að tillaga sem kæmi frá ráðherra gæti ekki tekið breytingum í þinginu. „Til hvers var þá verið að vísa málinu til þingsins til þinglegrar meðferðar ef það var vilji þingsins á sínum tíma til að úrskurður ráðherra væri endanlegur,“ sagði Jón í ræðu á þingi í gær. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið telur hins vegar umrædda breytingartillögu ganga gegn lögum um rammaáætlun. Í minnisblaði ráðuneytisins um tillögu atvinnuveganefndar kemur fram að Alþingi geti ekki breytt flokkun virkjanakosta. Verkefnisstjórn um virkjanakosti hefur ekki skilað tillögu um flokkun þessara kosta til ráðherra og þingsályktunin sem nú liggur fyrir Alþingi tekur ekki til þeirra kosta. „Það er því mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að lög nr. 48/2011 geri ekki ráð fyrir að Alþingi geti gert breytingar á flokkun þessara kosta þar sem lögbundið ferli verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur ekki farið fram hvað þá varðar.Katrín Júlíusdóttir þIngmaður SamfylkingarinnarÞrír þingmenn óskuðu í gær eftir breytingum á dagskrá þingsins. Þingsköp segja til um að við upphaf þingfundar skuli bera dagskrárbreytingartillögu undir þingið. Tillagan var hins vegar ekki borin undir þingið fyrr en að loknum fyrsta lið á dagskrá þingsins. „Við teljum að þarna hafi þingsköp verið brotin,“ segir Katrín Júlíusdóttir. „Það eru fáir þingdagar eftir samkvæmt dagskrá. Það eru erfiðar deilur á vinnumarkaði og þá telur þessi ríkisstjórn það vera sitt forgangsmál að þjösna í gegnum þingið svo umdeildri tillögu um vægast sagt vafasamar ráðstafanir í auðlindamálum þjóðarinnar.“ Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Seinni umræða um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar þingsins um fjölgun virkjanakosta kom til umræðu á Alþingi í gær. Umhverfisráðuneyti Sigrúnar Magnúsdóttur telur þingið ekki geta gert breytingar á flokkun virkjanakosta. Mikil átök voru á Alþingi í gær þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var sakaður um að brjóta þingsköp.Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndarStjórnarandstaðan telur breytingartillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun sem samþykkt var með 63 samhljóða atkvæðum á síðasta þingi. Forseti þingsins taldi svo ekki vera og var hún þess vegna tekin til umræðu í gær. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, telur hreint með ólíkindum ef það væri þannig að tillaga sem kæmi frá ráðherra gæti ekki tekið breytingum í þinginu. „Til hvers var þá verið að vísa málinu til þingsins til þinglegrar meðferðar ef það var vilji þingsins á sínum tíma til að úrskurður ráðherra væri endanlegur,“ sagði Jón í ræðu á þingi í gær. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið telur hins vegar umrædda breytingartillögu ganga gegn lögum um rammaáætlun. Í minnisblaði ráðuneytisins um tillögu atvinnuveganefndar kemur fram að Alþingi geti ekki breytt flokkun virkjanakosta. Verkefnisstjórn um virkjanakosti hefur ekki skilað tillögu um flokkun þessara kosta til ráðherra og þingsályktunin sem nú liggur fyrir Alþingi tekur ekki til þeirra kosta. „Það er því mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að lög nr. 48/2011 geri ekki ráð fyrir að Alþingi geti gert breytingar á flokkun þessara kosta þar sem lögbundið ferli verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur ekki farið fram hvað þá varðar.Katrín Júlíusdóttir þIngmaður SamfylkingarinnarÞrír þingmenn óskuðu í gær eftir breytingum á dagskrá þingsins. Þingsköp segja til um að við upphaf þingfundar skuli bera dagskrárbreytingartillögu undir þingið. Tillagan var hins vegar ekki borin undir þingið fyrr en að loknum fyrsta lið á dagskrá þingsins. „Við teljum að þarna hafi þingsköp verið brotin,“ segir Katrín Júlíusdóttir. „Það eru fáir þingdagar eftir samkvæmt dagskrá. Það eru erfiðar deilur á vinnumarkaði og þá telur þessi ríkisstjórn það vera sitt forgangsmál að þjösna í gegnum þingið svo umdeildri tillögu um vægast sagt vafasamar ráðstafanir í auðlindamálum þjóðarinnar.“
Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira