Hófu umræðu um sameiningu skóla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. maí 2015 11:00 Menntaskólinn á Akureyri er einn þeirra sem gætu sameinast öðrum. Mynd/Kristján J. Kristjánsson „Við vorum að ræða hvernig megi efla skólastarfið á Norðausturlandi. Þetta var góður og gagnlegur fundur,“ sagði Þórunn Jóna Hauksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menntamála innan menntamálaráðuneytisins. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins funduðu með skólameisturum Menntaskólans á Tröllaskaga, Menntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Húsavík annars vegar og skólameisturum Verkmenntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans að Laugum hins vegar um aukið samstarf og hugsanlega sameiningu skólanna. Hún segir að hugmyndir um aukið samstarf séu bara á umræðustigi. Fjárlög 2014 og 2015 gera ráð fyrir auknu samstarfi framhaldsskóla en það var upphafið að umræðunni. „Þetta er heildarumræða með skólunum fimm um hvernig við getum eflt nám og stoðþjónustu skólanna. Við munum halda áfram samtali við þessa skóla um framhaldið,“ segir hún. „Við ræddum hvernig mætti ná fram hagkvæmni í fjárhag, rekstri og námsframboði,“ sagði Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga.Gagnrýnir samráðsleysi ráðherra „Við fórum yfir þá þætti sem ráðuneytið gæti fengið út úr auknu samstarfi eða sameiningu skólanna og það verður í kjölfarið unnin fýsileikaskýrsla líkt og í tilfelli Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðan getum við búist við niðurstöðu í haust,“ sagði Lára. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, segir að áætlanir um sameiningu framhaldsskóla hafi ekki verið á borðinu í hennar tíð og gagnrýnir samráðsleysi ráðherra. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál og við á þinginu höfum ekkert fengið að vita um þetta. Ég lagði fram fyrirspurn til ráðherra um sameiningu framhaldsskóla fyrir mánuði en hef ekki fengið nein svör. Við vitum ekki hver rökin fyrir því eru né hvaða skóla eigi að sameina,“ segir hún. „Mig grunar að með þessu sé ráðherrann að draga úr sveigjanleika skólakerfisins. Hættan er sú að smærri skólar verði einhvers konar undirdeildir og það dragi úr þrótti smærri samfélaga,“ segir Katrín. „Ráðherra ber ekki skylda til að ræða þetta mál á þinginu en hugmyndir um slíkar sameiningar eru ekkert nema stefnubreyting í menntamálum. Mál af slíkum toga á erindi inn á þingið.“ Í gær gaf menntamálaráðuneytið út yfirlýsingu þess efnis að orðrómur um að menntamálaráðherra hafi hug á að sameina Menntaskólann á Ísafirði og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sé ekki á rökum reistur. Ekki náðist í Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Við vorum að ræða hvernig megi efla skólastarfið á Norðausturlandi. Þetta var góður og gagnlegur fundur,“ sagði Þórunn Jóna Hauksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menntamála innan menntamálaráðuneytisins. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins funduðu með skólameisturum Menntaskólans á Tröllaskaga, Menntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Húsavík annars vegar og skólameisturum Verkmenntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans að Laugum hins vegar um aukið samstarf og hugsanlega sameiningu skólanna. Hún segir að hugmyndir um aukið samstarf séu bara á umræðustigi. Fjárlög 2014 og 2015 gera ráð fyrir auknu samstarfi framhaldsskóla en það var upphafið að umræðunni. „Þetta er heildarumræða með skólunum fimm um hvernig við getum eflt nám og stoðþjónustu skólanna. Við munum halda áfram samtali við þessa skóla um framhaldið,“ segir hún. „Við ræddum hvernig mætti ná fram hagkvæmni í fjárhag, rekstri og námsframboði,“ sagði Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga.Gagnrýnir samráðsleysi ráðherra „Við fórum yfir þá þætti sem ráðuneytið gæti fengið út úr auknu samstarfi eða sameiningu skólanna og það verður í kjölfarið unnin fýsileikaskýrsla líkt og í tilfelli Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðan getum við búist við niðurstöðu í haust,“ sagði Lára. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, segir að áætlanir um sameiningu framhaldsskóla hafi ekki verið á borðinu í hennar tíð og gagnrýnir samráðsleysi ráðherra. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál og við á þinginu höfum ekkert fengið að vita um þetta. Ég lagði fram fyrirspurn til ráðherra um sameiningu framhaldsskóla fyrir mánuði en hef ekki fengið nein svör. Við vitum ekki hver rökin fyrir því eru né hvaða skóla eigi að sameina,“ segir hún. „Mig grunar að með þessu sé ráðherrann að draga úr sveigjanleika skólakerfisins. Hættan er sú að smærri skólar verði einhvers konar undirdeildir og það dragi úr þrótti smærri samfélaga,“ segir Katrín. „Ráðherra ber ekki skylda til að ræða þetta mál á þinginu en hugmyndir um slíkar sameiningar eru ekkert nema stefnubreyting í menntamálum. Mál af slíkum toga á erindi inn á þingið.“ Í gær gaf menntamálaráðuneytið út yfirlýsingu þess efnis að orðrómur um að menntamálaráðherra hafi hug á að sameina Menntaskólann á Ísafirði og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sé ekki á rökum reistur. Ekki náðist í Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira