Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. maí 2015 07:00 Rannsókn málsins hófst eftir að Múrbúðin snéri sér til Samkeppniseftirlitsins. fréttablaðið/ernir Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 650 milljóna króna stjórnvaldssekt á Byko vegna umfangsmikils ólögmæts samráðs við gömlu Húsasmiðjuna. Rannsókn málsins hefur staðið yfir allt frá árinu 2011, en ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var birt í gær. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið telur að brot Byko séu mjög alvarleg og hafi verið framin af ásetningi. Brotin hafi verið til þess fallin að valda húsbyggjendum og almenningi öllum umtalsverðu tjóni. Sektin er lögð á móðurfélag Byko, Norvík. Rannsókn málsins hófst eftir að Múrbúðin sneri sér til Samkeppniseftirlitsins og upplýsti um tilraunir Byko og Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til þess að taka þátt í ólögmætu samráði. Auk þess upplýsti Múrbúðin um verðsamráð milli Byko og Húsasmiðjunnar. Að undangengnu mati á þessum upplýsingum ákvað Samkeppniseftirlitið að kæra nokkra einstaklinga, starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar, til lögreglu vegna gruns um brot gegn samkeppnislögum. Í kjölfarið var framkvæmd húsleit hjá Byko og Húsasmiðjunni þann 8. mars 2011. Í samræmi við ákvæði samkeppnislaga hefur Samkeppniseftirlitið rannsakað þátt fyrirtækjanna og lögregla þátt starfsmanna þeirra. Steinull hf., sem áður hét Steinullarverksmiðjan, er einnig sektuð um 20 milljónir króna fyrir að hafa veitt Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Múrbúðarinnar. Með því braut Steinull gegn skilyrðum sem sett voru vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni. Skilyrðunum var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunnar að Steinull myndi takmarka samkeppni. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að brot þessa máls tengjast ekki núverandi rekstraraðilum Húsasmiðjunnar. Rannsókn á þætti Húsasmiðjunnar í málinu lauk í júlí á síðasta ári. Fyrrverandi rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., segir að gamla Húsasmiðjan hafi gert sátt við Samkeppniseftirlitið og viðurkennt að hafa átt í ólögmætu samráði við Byko. Þann 9. apríl síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness í sakamáli sem embætti sérstaks saksóknara höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar. Þeim dómi hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar. Samkeppniseftirlitið segir að sakamálið hafi ekki áhrif á niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Sakar Byko stofnunina um áróður með uppsetningu á upplýsingasíðu sem sett hefur verið upp vegna málsins. Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00 Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 650 milljóna króna stjórnvaldssekt á Byko vegna umfangsmikils ólögmæts samráðs við gömlu Húsasmiðjuna. Rannsókn málsins hefur staðið yfir allt frá árinu 2011, en ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var birt í gær. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið telur að brot Byko séu mjög alvarleg og hafi verið framin af ásetningi. Brotin hafi verið til þess fallin að valda húsbyggjendum og almenningi öllum umtalsverðu tjóni. Sektin er lögð á móðurfélag Byko, Norvík. Rannsókn málsins hófst eftir að Múrbúðin sneri sér til Samkeppniseftirlitsins og upplýsti um tilraunir Byko og Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til þess að taka þátt í ólögmætu samráði. Auk þess upplýsti Múrbúðin um verðsamráð milli Byko og Húsasmiðjunnar. Að undangengnu mati á þessum upplýsingum ákvað Samkeppniseftirlitið að kæra nokkra einstaklinga, starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar, til lögreglu vegna gruns um brot gegn samkeppnislögum. Í kjölfarið var framkvæmd húsleit hjá Byko og Húsasmiðjunni þann 8. mars 2011. Í samræmi við ákvæði samkeppnislaga hefur Samkeppniseftirlitið rannsakað þátt fyrirtækjanna og lögregla þátt starfsmanna þeirra. Steinull hf., sem áður hét Steinullarverksmiðjan, er einnig sektuð um 20 milljónir króna fyrir að hafa veitt Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Múrbúðarinnar. Með því braut Steinull gegn skilyrðum sem sett voru vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni. Skilyrðunum var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunnar að Steinull myndi takmarka samkeppni. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að brot þessa máls tengjast ekki núverandi rekstraraðilum Húsasmiðjunnar. Rannsókn á þætti Húsasmiðjunnar í málinu lauk í júlí á síðasta ári. Fyrrverandi rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., segir að gamla Húsasmiðjan hafi gert sátt við Samkeppniseftirlitið og viðurkennt að hafa átt í ólögmætu samráði við Byko. Þann 9. apríl síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness í sakamáli sem embætti sérstaks saksóknara höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar. Þeim dómi hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar. Samkeppniseftirlitið segir að sakamálið hafi ekki áhrif á niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Sakar Byko stofnunina um áróður með uppsetningu á upplýsingasíðu sem sett hefur verið upp vegna málsins.
Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00 Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12
Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00
Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21