Peningar og blinda ráða för Bubbi Morthens skrifar 16. maí 2015 07:00 Hver ákveður að ef einn iðnaður mengi minna en annar sams konar iðnaður þá sé hann umhverfisvænn? Getið þið svarað þessu, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gísli Gíslason hafnarstjóri, Skúli Þórðarson sveitarstjóri? Og kannski stofan sem vann matið fyrir Silicor Materials og fékk borgað fyrir þessa líka fínu grænu umsögn? Ég treysti engum, lái mér hver sem vill. Mengandi iðnaður getur ekki verið umhverfisvænn, það er ekki einu sinni hægt að ljúga því upp á hann. Nú verð ég að rifja upp brot úr öðrum pistli sem ég skrifaði: „Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúormengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“, sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor, og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem tryggir auðvitað algjörlega hlutlaus vinnubrögð. Báðir þessir aðilar virðast annaðhvort ekki hafa séð þennan veigamikla þátt eða hann hefur ekki skipt máli í þeirra augum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundartangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferlinu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi, má velta fyrir sér hverju megi eiga von á síðar.“ Má ég minna ykkur enn og aftur á það, Reykvíkingar, að það skiptir ykkur og börn ykkar gríðarlegu máli hvort af þessum hryðjuverkum gegn náttúrunni og okkur mannfólkinu verður á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Síðustu ár hafa nýjar verksmiðjur og sú framleiðsluaukning sem hefur átt sér stað á Grundartanga ekki þurft að fara í umhverfismat vegna þess að snillingarnir segja að viðbótarmengun sé óveruleg. Óveruleg mengun. Ég verð að endurtaka: Þeir fá að mæla sína mengun sjálfir og að mér skilst aðeins sex mánuði á ári. Þetta er hrollvekjandi brandari með dassi af heilsubresti fyrir börnin þín og okkur hin. Máttur peninganna Á netinu getur þú séð á ensku hvernig Faxaflóahafnir lýsa perlunni Hvalfirði. Þessir háu herrar sem stjórna þessu apaspili lýsa Hvalfirði sem iðnaðarsvæði. Reykjavíkurborg á rúmlega 75% eignarhlut í Faxaflóahöfnum. Faxaflóahafnir eru sameignarfélag í eigu nokkurra sveitarfélaga og eiga rúmlega 600 hektara lands á Grundartanga. Bróðurparturinn af tekjum Faxaflóahafna kemur frá inn- og útflutningi fyrir mengandi stóriðju. Þeim er sennilega drullusama um hvað þér og mér finnst. Nýja verksmiðjan mengar ekki neitt, fullyrða þeir í fjölmiðlum. Hvað eru þá þessi 60 tonn af ryki sem munu fara út í andrúmsloftið? Er það ekki mengun? Fyrir hvern er umhverfisstofnun að vinna? Hvernig getur það verið að árið 2015 þurfi verksmiðja af þessari stærðargráðu ekki að fara í umhverfismat? Verksmiðja með 400 hundruð manns í vinnu er nánast eins stór og álver. Og eitt megið þið vita. Bráðum munu þeir sem hafa hagsmuni af því að leggja Hvalfjörðinn í rúst stíga fram og byrja sinn áróður. Þeir munu svara öllum sem mótmæla þessum óskapnaði og hamra á því hvað þetta sé allt æðislegt og öll störfin sem þessi viðbjóður mun skapa, já, sólin mun jafnvel hafa velþóknun á mengandi iðnaði við Hvalfjörð. Þeir munu hrópa og tárfella af gleði að hér skuli vera fyrirtæki sem sé tilbúið að koma til okkar með sína grænu framleiðslu. Hverjir það verða sem munu hrópa veit ég ekki en það verða hagsmunaaðilar sem hafa beygt sig undir krumlu stórfyrirtækis og það munu fleiri menn stíga fram og úthrópa okkur sem segjum að nú sé komið nóg. Trúðu mér, kæri lesandi, þeim er sama um barnið þitt, þeim er sama um lífríkið í Hvalfirði, þeim er sama um mengunarskýin sem munu leggjast yfir Reykjavík, Akranes og Hvalfjarðarsveit. Slíkur er máttur peninganna. Nýverið hlaut Reykjavíkurborg umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir markvissar aðgerðir í umhverfismálum. Já, í alvöru, ekki djók. Ég óska Reykvíkingum til hamingju með verðlaunin. En hvernig fara þau saman við að stuðla að mengandi iðnaði og eyðileggja lífsgæði fólks og dýra sem og náttúru? Spyr sá sem ekki veit. Við getum, ef við verðum nógu mörg, stöðvað þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hver ákveður að ef einn iðnaður mengi minna en annar sams konar iðnaður þá sé hann umhverfisvænn? Getið þið svarað þessu, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gísli Gíslason hafnarstjóri, Skúli Þórðarson sveitarstjóri? Og kannski stofan sem vann matið fyrir Silicor Materials og fékk borgað fyrir þessa líka fínu grænu umsögn? Ég treysti engum, lái mér hver sem vill. Mengandi iðnaður getur ekki verið umhverfisvænn, það er ekki einu sinni hægt að ljúga því upp á hann. Nú verð ég að rifja upp brot úr öðrum pistli sem ég skrifaði: „Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúormengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“, sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor, og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem tryggir auðvitað algjörlega hlutlaus vinnubrögð. Báðir þessir aðilar virðast annaðhvort ekki hafa séð þennan veigamikla þátt eða hann hefur ekki skipt máli í þeirra augum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundartangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferlinu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi, má velta fyrir sér hverju megi eiga von á síðar.“ Má ég minna ykkur enn og aftur á það, Reykvíkingar, að það skiptir ykkur og börn ykkar gríðarlegu máli hvort af þessum hryðjuverkum gegn náttúrunni og okkur mannfólkinu verður á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Síðustu ár hafa nýjar verksmiðjur og sú framleiðsluaukning sem hefur átt sér stað á Grundartanga ekki þurft að fara í umhverfismat vegna þess að snillingarnir segja að viðbótarmengun sé óveruleg. Óveruleg mengun. Ég verð að endurtaka: Þeir fá að mæla sína mengun sjálfir og að mér skilst aðeins sex mánuði á ári. Þetta er hrollvekjandi brandari með dassi af heilsubresti fyrir börnin þín og okkur hin. Máttur peninganna Á netinu getur þú séð á ensku hvernig Faxaflóahafnir lýsa perlunni Hvalfirði. Þessir háu herrar sem stjórna þessu apaspili lýsa Hvalfirði sem iðnaðarsvæði. Reykjavíkurborg á rúmlega 75% eignarhlut í Faxaflóahöfnum. Faxaflóahafnir eru sameignarfélag í eigu nokkurra sveitarfélaga og eiga rúmlega 600 hektara lands á Grundartanga. Bróðurparturinn af tekjum Faxaflóahafna kemur frá inn- og útflutningi fyrir mengandi stóriðju. Þeim er sennilega drullusama um hvað þér og mér finnst. Nýja verksmiðjan mengar ekki neitt, fullyrða þeir í fjölmiðlum. Hvað eru þá þessi 60 tonn af ryki sem munu fara út í andrúmsloftið? Er það ekki mengun? Fyrir hvern er umhverfisstofnun að vinna? Hvernig getur það verið að árið 2015 þurfi verksmiðja af þessari stærðargráðu ekki að fara í umhverfismat? Verksmiðja með 400 hundruð manns í vinnu er nánast eins stór og álver. Og eitt megið þið vita. Bráðum munu þeir sem hafa hagsmuni af því að leggja Hvalfjörðinn í rúst stíga fram og byrja sinn áróður. Þeir munu svara öllum sem mótmæla þessum óskapnaði og hamra á því hvað þetta sé allt æðislegt og öll störfin sem þessi viðbjóður mun skapa, já, sólin mun jafnvel hafa velþóknun á mengandi iðnaði við Hvalfjörð. Þeir munu hrópa og tárfella af gleði að hér skuli vera fyrirtæki sem sé tilbúið að koma til okkar með sína grænu framleiðslu. Hverjir það verða sem munu hrópa veit ég ekki en það verða hagsmunaaðilar sem hafa beygt sig undir krumlu stórfyrirtækis og það munu fleiri menn stíga fram og úthrópa okkur sem segjum að nú sé komið nóg. Trúðu mér, kæri lesandi, þeim er sama um barnið þitt, þeim er sama um lífríkið í Hvalfirði, þeim er sama um mengunarskýin sem munu leggjast yfir Reykjavík, Akranes og Hvalfjarðarsveit. Slíkur er máttur peninganna. Nýverið hlaut Reykjavíkurborg umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir markvissar aðgerðir í umhverfismálum. Já, í alvöru, ekki djók. Ég óska Reykvíkingum til hamingju með verðlaunin. En hvernig fara þau saman við að stuðla að mengandi iðnaði og eyðileggja lífsgæði fólks og dýra sem og náttúru? Spyr sá sem ekki veit. Við getum, ef við verðum nógu mörg, stöðvað þetta.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun