Truflanir á flugi um mánaðamótin: „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. maí 2015 07:00 Vinnustöðvun í fyrravor setti strik í reikning flugfarþega. Fréttablaðið/GVA „Við höfum ekki orðið vör við það að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, aðspurð um áhrif yfirvofandi allsherjarverkfalls 6. júní næstkomandi.Svanhvít FriðriksdóttirBúast má við því að truflanir verði á flugi strax dagana 31. maí og 1. júní þegar áætlað er að flugafgreiðslufólk verði í verkfalli. Hversu mikil áhrif þessi vinnustöðvun hefur á flugumferð er enn óljóst. Líklegt er að flugfélögin myndu meðal annars bregðast við með því að flýta og seinka flugi sem áætlað er þessa daga til að koma farþegum á áfangastað. Allsherjarverkfallið sem boðað hefur verið laugardaginn 6. júní gæti hins vegar haft meira afgerandi áhrif en fyrrnefnd vinnustöðvun um mánaðamótin. Guðjón ArngrímssonLíkt og Svanhvít hjá WOW air hér að framan segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að engin breyting sjáist á bókunum. „Hins vegar höfum við orðið vör við að fólk hringir inn með fyrirspurnir. Við höfum ekki gert neinar breytingar á okkar áætlunum og bindum, eins og allir, vonir við það að samningar náist og ekki komi til truflana á flugi,“ segir Guðjón. Aðspurð um rétt farþega falli flug niður vegna verkfalla vísar Svanhvít í reglugerð sem innleidd var á Íslandi árið 2012.Helga Árnadóttir„WOW air mun aðstoða alla farþega eins og kostur er ef af verkfalli verður. Farþegar sem hafa haft samband við þjónustuver WOW air hafa spurt um réttindi sín og höfum við þá bent á heimasíðu Samgöngustofu sem skýrir réttindi farþega mjög vel,“ segir Svanhvít. Þar kemur meðal annars fram að farþegar eiga alltaf rétt á endurgreiðslu á fullu miðaverði við aflýsingu flugs. „Aðalmarkmiðið er að koma farþegum á áfangastað eins fljótt og hægt er,“ segir Guðjón. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist nú þegar hafa heyrt af hópum sem hafi afbókað. Erlendir ferðaheildsalar fylgist áhyggjufullir með, minnugir óvissunnar í kringum verkföll fyrra. „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra, og hlutirnir eru allir í biðstöðu. Nú telur hver einasti dagur,“ segir Helga Árnadóttir. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Við höfum ekki orðið vör við það að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, aðspurð um áhrif yfirvofandi allsherjarverkfalls 6. júní næstkomandi.Svanhvít FriðriksdóttirBúast má við því að truflanir verði á flugi strax dagana 31. maí og 1. júní þegar áætlað er að flugafgreiðslufólk verði í verkfalli. Hversu mikil áhrif þessi vinnustöðvun hefur á flugumferð er enn óljóst. Líklegt er að flugfélögin myndu meðal annars bregðast við með því að flýta og seinka flugi sem áætlað er þessa daga til að koma farþegum á áfangastað. Allsherjarverkfallið sem boðað hefur verið laugardaginn 6. júní gæti hins vegar haft meira afgerandi áhrif en fyrrnefnd vinnustöðvun um mánaðamótin. Guðjón ArngrímssonLíkt og Svanhvít hjá WOW air hér að framan segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að engin breyting sjáist á bókunum. „Hins vegar höfum við orðið vör við að fólk hringir inn með fyrirspurnir. Við höfum ekki gert neinar breytingar á okkar áætlunum og bindum, eins og allir, vonir við það að samningar náist og ekki komi til truflana á flugi,“ segir Guðjón. Aðspurð um rétt farþega falli flug niður vegna verkfalla vísar Svanhvít í reglugerð sem innleidd var á Íslandi árið 2012.Helga Árnadóttir„WOW air mun aðstoða alla farþega eins og kostur er ef af verkfalli verður. Farþegar sem hafa haft samband við þjónustuver WOW air hafa spurt um réttindi sín og höfum við þá bent á heimasíðu Samgöngustofu sem skýrir réttindi farþega mjög vel,“ segir Svanhvít. Þar kemur meðal annars fram að farþegar eiga alltaf rétt á endurgreiðslu á fullu miðaverði við aflýsingu flugs. „Aðalmarkmiðið er að koma farþegum á áfangastað eins fljótt og hægt er,“ segir Guðjón. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist nú þegar hafa heyrt af hópum sem hafi afbókað. Erlendir ferðaheildsalar fylgist áhyggjufullir með, minnugir óvissunnar í kringum verkföll fyrra. „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra, og hlutirnir eru allir í biðstöðu. Nú telur hver einasti dagur,“ segir Helga Árnadóttir.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira