Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2015 07:00 1.700 tonn af langreyðarkjöti eru um borð í Winter Bay sem liggur við bryggju í Hafnarfirði þar sem þessi mynd var tekin í gær. VÍSIR/ERNIR „Dýraverndunarsjónarmið eru fyrir borð borin með þessu atferli. Það er líka í þágu íslenskra hagsmuna að snúa baki við slíkum óvissuferðum Hvals hf. og virða vilja alþjóðasamfélagsins,“ segir Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins. Samtökin furða sig á því að Hvalur hf. ætli að ögra alþjóðasamfélaginu með hnattreisu með langreyðarkjöt til Japans. Þetta kom fram í tilkynningu frá samtökunum í gær í kjölfar frétta af 1.700 tonnum af langreyðarkjöti til útflutnings um borð í skipinu Winter Bay sem liggur nú við festar í Hafnarfjarðarhöfn. Kristján Loftsson, stjórnarformaður hjá HB Granda, er forstjóri Hvals hf. Samtökin segja að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun með smyglvarning, sem fá ríki vilja nokkuð koma nálægt. „Það er litið á slíka verslun sömu augum og verslun með fílabein,“ segir Sigursteinn. Hvalveiðar eru bannaðar samkvæmt ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins frá 1982 og telur Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn ólíklegt að CITES-samningurinn sem Ísland hefur fullgilt, um alþjóðaverslun með plöntur og dýr í útrýmingarhættu, muni samþykkja milliríkjaverslun með langreyðarkjöt. „Langreyðurin er á lista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt þeim samningi,“ segir Sigursteinn. „Skipið Alma sigldi síðasta vor með hvalkjöt í einn og hálfan mánuð mjög óhefðbundna leið og lagðist hvergi að bryggju fyrr en á áfangastað. Það sýnir skoðanir alþjóðasamfélagsins.“ Tengdar fréttir „Business as usual“ Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega. 2. apríl 2014 20:35 HB Grandi: „Höfum ekkert með hvalveiðar að gera“ Aðgerðasinnar í Bretlandi skora á breskan fisksala að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. 26. ágúst 2013 12:29 Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
„Dýraverndunarsjónarmið eru fyrir borð borin með þessu atferli. Það er líka í þágu íslenskra hagsmuna að snúa baki við slíkum óvissuferðum Hvals hf. og virða vilja alþjóðasamfélagsins,“ segir Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins. Samtökin furða sig á því að Hvalur hf. ætli að ögra alþjóðasamfélaginu með hnattreisu með langreyðarkjöt til Japans. Þetta kom fram í tilkynningu frá samtökunum í gær í kjölfar frétta af 1.700 tonnum af langreyðarkjöti til útflutnings um borð í skipinu Winter Bay sem liggur nú við festar í Hafnarfjarðarhöfn. Kristján Loftsson, stjórnarformaður hjá HB Granda, er forstjóri Hvals hf. Samtökin segja að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun með smyglvarning, sem fá ríki vilja nokkuð koma nálægt. „Það er litið á slíka verslun sömu augum og verslun með fílabein,“ segir Sigursteinn. Hvalveiðar eru bannaðar samkvæmt ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins frá 1982 og telur Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn ólíklegt að CITES-samningurinn sem Ísland hefur fullgilt, um alþjóðaverslun með plöntur og dýr í útrýmingarhættu, muni samþykkja milliríkjaverslun með langreyðarkjöt. „Langreyðurin er á lista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt þeim samningi,“ segir Sigursteinn. „Skipið Alma sigldi síðasta vor með hvalkjöt í einn og hálfan mánuð mjög óhefðbundna leið og lagðist hvergi að bryggju fyrr en á áfangastað. Það sýnir skoðanir alþjóðasamfélagsins.“
Tengdar fréttir „Business as usual“ Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega. 2. apríl 2014 20:35 HB Grandi: „Höfum ekkert með hvalveiðar að gera“ Aðgerðasinnar í Bretlandi skora á breskan fisksala að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. 26. ágúst 2013 12:29 Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
„Business as usual“ Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega. 2. apríl 2014 20:35
HB Grandi: „Höfum ekkert með hvalveiðar að gera“ Aðgerðasinnar í Bretlandi skora á breskan fisksala að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. 26. ágúst 2013 12:29
Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58