Innlent

Höfn í Finnafirði enn á borðinu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Setja á upp veðurstöðvar og rannsaka jarðveg.
Setja á upp veðurstöðvar og rannsaka jarðveg. Fréttablaðið/Pjetur
Fulltrúar frá Bremenports koma til Íslands nú í maí til að fylgja eftir ýmiss konar rannsóknum og samskiptum, varðandi uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar þar sem segir að oddviti og sveitarstjóri hafi farið yfir stöðu málsins.

„Meðal annars verður farið í uppsetningu á veðurstöðvum og jarðvegsrannsóknir framkvæmdar en þessir liðir frestuðust í vetur vegna veðurs. Þeir munu funda með ýmsum aðilum á Íslandi vegna verkefnisins,“ segir nánar um komu fulltrúa Bremenports.

Fulltrúi minnihluta L-listans gerði athugasemd við það að gögn hefðu ekki fylgt með þessum lið á fundinum.

„Einnig leggur L-listinn áherslu á að þriggja manna nefnd verði skipuð um þetta gríðarstóra verkefni,“ segir í bókun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×