Sumargötur valda ónæði á Vatnsstíg Viktoría Hermannsdóttir skrifar 20. maí 2015 07:00 Mikil umferð er um götuna vegna lokunar á Laugavegi. Veldur þetta íbúum miklu ónæði. Fréttablaðið/Pjetur Íbúar við Vatnsstíg eru ósáttir við Sumargötur í Reykjavík. „Þetta er í raun versta gatan til að beina umferð niður upp á mengun að gera því hún gengur ekki þvert á Laugaveg og þarna myndast alltaf teppa þegar bílar þurfa að beygja niður af Laugavegi,“ segir Valgerður Árnadóttir íbúi á Vatnsstíg.Valgerður ÁrnadóttirVið opnun Sumargatna er Laugavegi lokað fyrir bílaumferð við Vatnsstíg og umferð beint þar niður. Íbúar segja þetta skapa mikil óþægindi þar sem umferð sé mun meiri en vanalega og það valdi miklum hávaða og mengun. „Um helgina var lokað við Vatnsstíg á föstudagskvöld fram á morgun, þá var opnað meðan búðir voru opnar til klukkan 17, svo var lokað aftur og þá var í raun bara verið að beina djammrúntinum niður okkar litlu götu. Það voru svo mikil læti, öskur og flaut að við gátum ekki sofið,“ segir Valgerður. Hún segir íbúa hafa kvartað ítrekað við borgaryfirvöld yfir þessu fyrirkomulagi. Valgerður segir íbúa vera hlynnta Laugavegslokun en vilja að Laugavegurinn sé allur lokaður eða verði lokað við Barónsstíg þar sem sé tvístefna, ekki einstefna líkt og á Vatnsstíg. „Við höfum kvartað en þeir gera aldrei neitt í þessu. Við þurfum að þola stanslausan hávaða og mengun. Ég get ekki haft opna glugga hjá mér á heitasta tímanum. Borgarstjórn er að reka síðustu íbúana úr hverfinu, maður býður ekki börnunum sínum upp á þetta. Okkur sem elskum miðbæinn finnst við vera tilneydd til þess að flytja,“ segir Valgerður. Hún hefur sett af stað undirskriftalista þar sem þessu er mótmælt. Tæplega 250 manns hafa skrifað undir þar sem borgarstjórn er hvött til þess að loka Laugaveginum öllum og í stað þess bæta aðgengi fyrir fatlaða við Laugaveginn.Hjálmar SveinssonHjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir vel koma til greina að endurskoða lokunina við Vatnsstíg. Það verði hins vegar ekki gert fyrr en í haust. „Það hefur oft verið rætt um að það væri að sumu leyti eðlilegra að hafa þetta við Frakkastíg. Það er hins vegar svolítið flókið þar sem á því bili eru nokkrar innkeyrslur þar sem eru meðal annars íbúðarhús í bakhúsum. Þeir sem þarna búa þurfa að komast leiðar sinnar og það er ein ástæða þess að Sumargatan hefur byrjað við Vatnsstíg. En það er ekkert því til fyrirstöðu að skoða þetta í september þegar þessu tímabili lýkur,“ segir hann. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Íbúar við Vatnsstíg eru ósáttir við Sumargötur í Reykjavík. „Þetta er í raun versta gatan til að beina umferð niður upp á mengun að gera því hún gengur ekki þvert á Laugaveg og þarna myndast alltaf teppa þegar bílar þurfa að beygja niður af Laugavegi,“ segir Valgerður Árnadóttir íbúi á Vatnsstíg.Valgerður ÁrnadóttirVið opnun Sumargatna er Laugavegi lokað fyrir bílaumferð við Vatnsstíg og umferð beint þar niður. Íbúar segja þetta skapa mikil óþægindi þar sem umferð sé mun meiri en vanalega og það valdi miklum hávaða og mengun. „Um helgina var lokað við Vatnsstíg á föstudagskvöld fram á morgun, þá var opnað meðan búðir voru opnar til klukkan 17, svo var lokað aftur og þá var í raun bara verið að beina djammrúntinum niður okkar litlu götu. Það voru svo mikil læti, öskur og flaut að við gátum ekki sofið,“ segir Valgerður. Hún segir íbúa hafa kvartað ítrekað við borgaryfirvöld yfir þessu fyrirkomulagi. Valgerður segir íbúa vera hlynnta Laugavegslokun en vilja að Laugavegurinn sé allur lokaður eða verði lokað við Barónsstíg þar sem sé tvístefna, ekki einstefna líkt og á Vatnsstíg. „Við höfum kvartað en þeir gera aldrei neitt í þessu. Við þurfum að þola stanslausan hávaða og mengun. Ég get ekki haft opna glugga hjá mér á heitasta tímanum. Borgarstjórn er að reka síðustu íbúana úr hverfinu, maður býður ekki börnunum sínum upp á þetta. Okkur sem elskum miðbæinn finnst við vera tilneydd til þess að flytja,“ segir Valgerður. Hún hefur sett af stað undirskriftalista þar sem þessu er mótmælt. Tæplega 250 manns hafa skrifað undir þar sem borgarstjórn er hvött til þess að loka Laugaveginum öllum og í stað þess bæta aðgengi fyrir fatlaða við Laugaveginn.Hjálmar SveinssonHjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir vel koma til greina að endurskoða lokunina við Vatnsstíg. Það verði hins vegar ekki gert fyrr en í haust. „Það hefur oft verið rætt um að það væri að sumu leyti eðlilegra að hafa þetta við Frakkastíg. Það er hins vegar svolítið flókið þar sem á því bili eru nokkrar innkeyrslur þar sem eru meðal annars íbúðarhús í bakhúsum. Þeir sem þarna búa þurfa að komast leiðar sinnar og það er ein ástæða þess að Sumargatan hefur byrjað við Vatnsstíg. En það er ekkert því til fyrirstöðu að skoða þetta í september þegar þessu tímabili lýkur,“ segir hann.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira