Markmiðið að klára þríþraut í sumar Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. maí 2015 09:00 Helga Sigurrós Valgeirsdóttir reynir að komast í reiðtúr daglega. fréttablaðið/stefán Helga Sigurrós Valgeirsdóttir lét nýlega af störfum sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og hóf störf í sjávarútvegsteymi Arion banka. „Mér líst bara stórvel á. Þetta er skemmtilegt umhverfi og auðvitað mikið að læra. Ég er að átta mig á því hvernig húsið snýr og hvar fólkið er,“ sagði Helga Sigurrós í samtali við Markaðinn á mánudaginn, en það var fyrsti dagur hennar í nýrri vinnu. Helga er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og lauk svo gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business. Starf hennar sem liðsmaður í sjávarútvegsteymi bankans felst í lánveitingum til sjávarútvegsfyrirtækja mestmegnis, samskiptum við fyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankann og öflun nýrra viðskiptavina, svo dæmi séu nefnd. Helga sinnti ýmsum störfum á meðan hún var nemi. Hún var til dæmis háseti á skaki hjá frænda sínum á Patreksfirði og vann ýmis störf tengd hestum. Sjómennskuna þekkti hún aftur á móti vel úr bernsku. „Ég er sjómannsdóttir og hafði farið nokkra túra með pabba. Þannig að þetta var mér ekki með öllu ókunnugt,“ sagði hún. Helga segir að landið og miðin hafi alltaf verið sér hugleikin. Móðurbróðir hennar hafi alltaf átt dálítið ríkan þátt í að móta hvert hún fór. „Ég hef verið svolítið í hestunum, sem ég kynntist í gegnum hann, og fór með honum á sjó. Að öðrum ólöstuðum þykir mér ákaflega vænt um þau mótandi áhrif sem hann hefur haft á mig,“ segir hún. Eftir að Helga lauk sjávarútvegsnáminu hefur hún að mestu leyti starfað í stjórnsýslunni, fyrst á Fiskistofu en svo í ráðuneytinu. „Þannig að það er spennandi að skipta um starfsvettvang. Ég hef góða yfirsýn hinum megin frá og hef kynnst greininni vel og ég hlakka til að nálgast hana úr þessari átt,“ segir Helga. Þessa dagana stundar Helga mikla hreyfingu. „Ég asnaðist til þess að skrá mig í þríþraut í sumar til að reyna að ná í skottið á manninum mínum, sem er alltaf á hlaupum. Þetta gengur vel, markmiðið er að komast alla leið, en ég mun ekki hreykja mér af neinum tímum,“ segir hún. Fyrst hún skráði sig í þrautina og er búin að ákveða að gera þetta þá klári hún það. „Það er nú svolítið markmiðið almennt,“ segir Helga og segir aðspurð að hún sé fylgin sér. Helga er gift Ævari Rafni Björnssyni og þau eiga tvær dætur, tveggja og sjö ára. „Heimurinn eftir vinnu kristallast svolítið í þessu fjölskyldulífi, hvernig maður getur gert það gott og skemmtilegt,“ segir hún. „Áherslan er á fjölskylduna, mér finnst gaman að elda góðan mat, vera með eða fara í skemmtileg matarboð og sinna þannig þeim tengslum sem ég á í vinum og fjölskyldu,“ segir Helga Sigurrós sem reynir að komast í reiðtúr daglega. Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir lét nýlega af störfum sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og hóf störf í sjávarútvegsteymi Arion banka. „Mér líst bara stórvel á. Þetta er skemmtilegt umhverfi og auðvitað mikið að læra. Ég er að átta mig á því hvernig húsið snýr og hvar fólkið er,“ sagði Helga Sigurrós í samtali við Markaðinn á mánudaginn, en það var fyrsti dagur hennar í nýrri vinnu. Helga er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og lauk svo gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business. Starf hennar sem liðsmaður í sjávarútvegsteymi bankans felst í lánveitingum til sjávarútvegsfyrirtækja mestmegnis, samskiptum við fyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankann og öflun nýrra viðskiptavina, svo dæmi séu nefnd. Helga sinnti ýmsum störfum á meðan hún var nemi. Hún var til dæmis háseti á skaki hjá frænda sínum á Patreksfirði og vann ýmis störf tengd hestum. Sjómennskuna þekkti hún aftur á móti vel úr bernsku. „Ég er sjómannsdóttir og hafði farið nokkra túra með pabba. Þannig að þetta var mér ekki með öllu ókunnugt,“ sagði hún. Helga segir að landið og miðin hafi alltaf verið sér hugleikin. Móðurbróðir hennar hafi alltaf átt dálítið ríkan þátt í að móta hvert hún fór. „Ég hef verið svolítið í hestunum, sem ég kynntist í gegnum hann, og fór með honum á sjó. Að öðrum ólöstuðum þykir mér ákaflega vænt um þau mótandi áhrif sem hann hefur haft á mig,“ segir hún. Eftir að Helga lauk sjávarútvegsnáminu hefur hún að mestu leyti starfað í stjórnsýslunni, fyrst á Fiskistofu en svo í ráðuneytinu. „Þannig að það er spennandi að skipta um starfsvettvang. Ég hef góða yfirsýn hinum megin frá og hef kynnst greininni vel og ég hlakka til að nálgast hana úr þessari átt,“ segir Helga. Þessa dagana stundar Helga mikla hreyfingu. „Ég asnaðist til þess að skrá mig í þríþraut í sumar til að reyna að ná í skottið á manninum mínum, sem er alltaf á hlaupum. Þetta gengur vel, markmiðið er að komast alla leið, en ég mun ekki hreykja mér af neinum tímum,“ segir hún. Fyrst hún skráði sig í þrautina og er búin að ákveða að gera þetta þá klári hún það. „Það er nú svolítið markmiðið almennt,“ segir Helga og segir aðspurð að hún sé fylgin sér. Helga er gift Ævari Rafni Björnssyni og þau eiga tvær dætur, tveggja og sjö ára. „Heimurinn eftir vinnu kristallast svolítið í þessu fjölskyldulífi, hvernig maður getur gert það gott og skemmtilegt,“ segir hún. „Áherslan er á fjölskylduna, mér finnst gaman að elda góðan mat, vera með eða fara í skemmtileg matarboð og sinna þannig þeim tengslum sem ég á í vinum og fjölskyldu,“ segir Helga Sigurrós sem reynir að komast í reiðtúr daglega.
Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira