Markmiðið að klára þríþraut í sumar Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. maí 2015 09:00 Helga Sigurrós Valgeirsdóttir reynir að komast í reiðtúr daglega. fréttablaðið/stefán Helga Sigurrós Valgeirsdóttir lét nýlega af störfum sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og hóf störf í sjávarútvegsteymi Arion banka. „Mér líst bara stórvel á. Þetta er skemmtilegt umhverfi og auðvitað mikið að læra. Ég er að átta mig á því hvernig húsið snýr og hvar fólkið er,“ sagði Helga Sigurrós í samtali við Markaðinn á mánudaginn, en það var fyrsti dagur hennar í nýrri vinnu. Helga er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og lauk svo gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business. Starf hennar sem liðsmaður í sjávarútvegsteymi bankans felst í lánveitingum til sjávarútvegsfyrirtækja mestmegnis, samskiptum við fyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankann og öflun nýrra viðskiptavina, svo dæmi séu nefnd. Helga sinnti ýmsum störfum á meðan hún var nemi. Hún var til dæmis háseti á skaki hjá frænda sínum á Patreksfirði og vann ýmis störf tengd hestum. Sjómennskuna þekkti hún aftur á móti vel úr bernsku. „Ég er sjómannsdóttir og hafði farið nokkra túra með pabba. Þannig að þetta var mér ekki með öllu ókunnugt,“ sagði hún. Helga segir að landið og miðin hafi alltaf verið sér hugleikin. Móðurbróðir hennar hafi alltaf átt dálítið ríkan þátt í að móta hvert hún fór. „Ég hef verið svolítið í hestunum, sem ég kynntist í gegnum hann, og fór með honum á sjó. Að öðrum ólöstuðum þykir mér ákaflega vænt um þau mótandi áhrif sem hann hefur haft á mig,“ segir hún. Eftir að Helga lauk sjávarútvegsnáminu hefur hún að mestu leyti starfað í stjórnsýslunni, fyrst á Fiskistofu en svo í ráðuneytinu. „Þannig að það er spennandi að skipta um starfsvettvang. Ég hef góða yfirsýn hinum megin frá og hef kynnst greininni vel og ég hlakka til að nálgast hana úr þessari átt,“ segir Helga. Þessa dagana stundar Helga mikla hreyfingu. „Ég asnaðist til þess að skrá mig í þríþraut í sumar til að reyna að ná í skottið á manninum mínum, sem er alltaf á hlaupum. Þetta gengur vel, markmiðið er að komast alla leið, en ég mun ekki hreykja mér af neinum tímum,“ segir hún. Fyrst hún skráði sig í þrautina og er búin að ákveða að gera þetta þá klári hún það. „Það er nú svolítið markmiðið almennt,“ segir Helga og segir aðspurð að hún sé fylgin sér. Helga er gift Ævari Rafni Björnssyni og þau eiga tvær dætur, tveggja og sjö ára. „Heimurinn eftir vinnu kristallast svolítið í þessu fjölskyldulífi, hvernig maður getur gert það gott og skemmtilegt,“ segir hún. „Áherslan er á fjölskylduna, mér finnst gaman að elda góðan mat, vera með eða fara í skemmtileg matarboð og sinna þannig þeim tengslum sem ég á í vinum og fjölskyldu,“ segir Helga Sigurrós sem reynir að komast í reiðtúr daglega. Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir lét nýlega af störfum sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og hóf störf í sjávarútvegsteymi Arion banka. „Mér líst bara stórvel á. Þetta er skemmtilegt umhverfi og auðvitað mikið að læra. Ég er að átta mig á því hvernig húsið snýr og hvar fólkið er,“ sagði Helga Sigurrós í samtali við Markaðinn á mánudaginn, en það var fyrsti dagur hennar í nýrri vinnu. Helga er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og lauk svo gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business. Starf hennar sem liðsmaður í sjávarútvegsteymi bankans felst í lánveitingum til sjávarútvegsfyrirtækja mestmegnis, samskiptum við fyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankann og öflun nýrra viðskiptavina, svo dæmi séu nefnd. Helga sinnti ýmsum störfum á meðan hún var nemi. Hún var til dæmis háseti á skaki hjá frænda sínum á Patreksfirði og vann ýmis störf tengd hestum. Sjómennskuna þekkti hún aftur á móti vel úr bernsku. „Ég er sjómannsdóttir og hafði farið nokkra túra með pabba. Þannig að þetta var mér ekki með öllu ókunnugt,“ sagði hún. Helga segir að landið og miðin hafi alltaf verið sér hugleikin. Móðurbróðir hennar hafi alltaf átt dálítið ríkan þátt í að móta hvert hún fór. „Ég hef verið svolítið í hestunum, sem ég kynntist í gegnum hann, og fór með honum á sjó. Að öðrum ólöstuðum þykir mér ákaflega vænt um þau mótandi áhrif sem hann hefur haft á mig,“ segir hún. Eftir að Helga lauk sjávarútvegsnáminu hefur hún að mestu leyti starfað í stjórnsýslunni, fyrst á Fiskistofu en svo í ráðuneytinu. „Þannig að það er spennandi að skipta um starfsvettvang. Ég hef góða yfirsýn hinum megin frá og hef kynnst greininni vel og ég hlakka til að nálgast hana úr þessari átt,“ segir Helga. Þessa dagana stundar Helga mikla hreyfingu. „Ég asnaðist til þess að skrá mig í þríþraut í sumar til að reyna að ná í skottið á manninum mínum, sem er alltaf á hlaupum. Þetta gengur vel, markmiðið er að komast alla leið, en ég mun ekki hreykja mér af neinum tímum,“ segir hún. Fyrst hún skráði sig í þrautina og er búin að ákveða að gera þetta þá klári hún það. „Það er nú svolítið markmiðið almennt,“ segir Helga og segir aðspurð að hún sé fylgin sér. Helga er gift Ævari Rafni Björnssyni og þau eiga tvær dætur, tveggja og sjö ára. „Heimurinn eftir vinnu kristallast svolítið í þessu fjölskyldulífi, hvernig maður getur gert það gott og skemmtilegt,“ segir hún. „Áherslan er á fjölskylduna, mér finnst gaman að elda góðan mat, vera með eða fara í skemmtileg matarboð og sinna þannig þeim tengslum sem ég á í vinum og fjölskyldu,“ segir Helga Sigurrós sem reynir að komast í reiðtúr daglega.
Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira