Innlent

Verkfallsaðgerðir í gangi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Á Landspítalanum. Róðurinn þyngist dag frá degi á Landspítalanum eftir því sem verkföllum vindur fram og stefnir væntanlega í ófremdarástand verði af verkfalli hjúkrunarfræðinga 27. maí næstkomandi.
Á Landspítalanum. Róðurinn þyngist dag frá degi á Landspítalanum eftir því sem verkföllum vindur fram og stefnir væntanlega í ófremdarástand verði af verkfalli hjúkrunarfræðinga 27. maí næstkomandi. Fréttablaðið/Ernir
Bandalag háskólamanna (BHM)

Ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga | Stendur enn yfir



Í dag er 45. dagur í verkfalli fimm þeirra:

1. Félag geislafræðinga Hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans. Ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgenmyndatöku.

2. Félag lífeindafræðinga

Áhrif á framkvæmd rannsókna á Landspítalanum. Lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna landbúnaði.

3. Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala

Koma að frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði, faraldsfræði, tölfræði og kerfislíffræði.

4. Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala | þri., mið. og fim.

Raskar starfi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem vegna keisaraskurðaðgerða.

5. Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

Ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjaldþrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum.

Ljósmæðrafélag Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Ótímabundið verkfall hófst 9. apríl. Verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Aðgerðir eru því á 43. degi.

Hafa verið í verkfalli frá 20. apríl (32. dagur):

1. Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun

Meðal annars áhrif á eftirlit með plöntuheilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd.

2. Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Matvælastofnun Raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum.

3. Dýralæknafélag Íslands Stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu. Uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við slátrun og einnig vegna innflutnings.

Verkföll í pípunum:

Hjúkrunarfræðingar: Ótímabundið verkfall hefst 27. maí.

SGS: Verkfall 28.-29. maí og ótímabundin vinnustöðvun frá 6. júní.

VR, LÍV og Flóabandalag:

28.-29. maí er verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum,

30.-31. maí er verkfall á hótelum, gisti- og baðstöðum,

31. maí-1. júní er verkfall í flugafgreiðslu,

2.-3. júní er verkfall hjá skipafélögum og í matvöruverslunum,

4.-5. júní er verkfall hjá olíufélögum,

6. júní hefst ótímabundið verkfall félaganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×