Forn speki Hávamála á erindi við okkur í dag Magnús Guðmundsson skrifar 26. maí 2015 12:00 Möguleikhúsið frumsýnir leikverkið Hávamál eftir Þórarinn Eldjárn annað kvöld. Visir/GVA „Þetta er svona dálítið í óbeinu framhaldi af Völuspá sem við vorum með árið 2000 og Þórarinn vann líka með okkur,“ segir Pétur Eggerz, leikari og forsvarsmaður Möguleikhússins, sem er tuttugu og fimm ára um þessar mundir. Í tilefni af þessum tímamótum frumsýnir Möguleikhúsið leikverkið Hávamál eftir Þórarin Eldjárn næstkomandi miðvikudag. Einungis þrjár sýningar verða í boði nú í vor og eru þær hluti af dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík. „Það er ekki aðeins að Þórarinn sé nú aftur með okkur heldur erum við líka með danskan leikstjóra rétt eins og í Völuspá. Reyndar ekki sama danska leikstjórann,“ bætir Pétur við og hlær. „En við höfum líka unnið með þessum áður.“ Leikstjóri sýningarinnar er Torkild Lindebjerg en hann leikstýrði Tveir menn og kassi sem var tilnefnd til Grímuverðlauna árið 2004. Líkast til er þetta í fyrsta sinn sem Hávamál eru færð í leikbúning enda viðamikið verk án hefðbundinnar dramatískrar uppbyggingar enda eru þau fyrst og fremst heilræði. Pétur segir að þessi hugmynd hafi eiginlega dottið inn í spjalli við Þórarin og þróast áfram í samvinnu. „Aðalverkefnið var að búa til ramma og ná að setja þetta í form sem fellur að leikhúsinu. Þórarinn valdi erindin sem unnið er með, en þau eru einkum úr Gestaþættinum. Hann setur þetta yfir á nútímaíslensku og síðan finnum við saman leið til þess að ná utan um það sem er verið að segja. Við nýttum hugmyndafundi og spuna, þreifuðum okkur áfram þar til þetta var komið en þetta var heilmikið ferli.“Rammi verksins er með þeim hætti að unglingsstúlka og móðir hennar hafa villst á fjöllum. Þær koma að sérkennilegu tré þar sem þeim birtist dularfullur maður er kemur undarlega fyrir, en áður en yfir lýkur þurfa mæðgurnar að horfast í augu við sjálfar sig og samskiptin sín á milli. „Málið er að í Hávamálum er forn speki sem kallast á við okkar daglega líf. Vísdómsorð sem falla ekki úr gildi því það er verið að kenna okkur að lifa lífinu eins og almennilegar manneskjur.“ Pétur nefnir einnig að sýningin er unnin í samvinnu við Teater Martin Mutter í Svíþjóð og þaðan komi búningahönnuður verksins, Catherine Giacomini. „Það er svo fyrirhugað að við förum og leikum Hávamál í Svíþjóð á næsta ári en með haustinu komum við til með að sýna í samstarfi við skóla og hugsanlega verða líka fleiri almennar sýningar.“ Auk Péturs leika þær Alda Arnardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir í sýningunni. Leikmynd er í höndum Rósu Sigrúnar Jónsdóttur. „Svo erum við með frábæra tónlist sem Guðni Franzson hefur samið fyrir okkur og Stefán Franz Guðnason syngur auk þess sem sjálfur Megas ljær okkur rödd sína. Það er nú afskaplega viðeigandi enda Megas með sönnu tákngervingur tímaleysis.“ Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Þetta er svona dálítið í óbeinu framhaldi af Völuspá sem við vorum með árið 2000 og Þórarinn vann líka með okkur,“ segir Pétur Eggerz, leikari og forsvarsmaður Möguleikhússins, sem er tuttugu og fimm ára um þessar mundir. Í tilefni af þessum tímamótum frumsýnir Möguleikhúsið leikverkið Hávamál eftir Þórarin Eldjárn næstkomandi miðvikudag. Einungis þrjár sýningar verða í boði nú í vor og eru þær hluti af dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík. „Það er ekki aðeins að Þórarinn sé nú aftur með okkur heldur erum við líka með danskan leikstjóra rétt eins og í Völuspá. Reyndar ekki sama danska leikstjórann,“ bætir Pétur við og hlær. „En við höfum líka unnið með þessum áður.“ Leikstjóri sýningarinnar er Torkild Lindebjerg en hann leikstýrði Tveir menn og kassi sem var tilnefnd til Grímuverðlauna árið 2004. Líkast til er þetta í fyrsta sinn sem Hávamál eru færð í leikbúning enda viðamikið verk án hefðbundinnar dramatískrar uppbyggingar enda eru þau fyrst og fremst heilræði. Pétur segir að þessi hugmynd hafi eiginlega dottið inn í spjalli við Þórarin og þróast áfram í samvinnu. „Aðalverkefnið var að búa til ramma og ná að setja þetta í form sem fellur að leikhúsinu. Þórarinn valdi erindin sem unnið er með, en þau eru einkum úr Gestaþættinum. Hann setur þetta yfir á nútímaíslensku og síðan finnum við saman leið til þess að ná utan um það sem er verið að segja. Við nýttum hugmyndafundi og spuna, þreifuðum okkur áfram þar til þetta var komið en þetta var heilmikið ferli.“Rammi verksins er með þeim hætti að unglingsstúlka og móðir hennar hafa villst á fjöllum. Þær koma að sérkennilegu tré þar sem þeim birtist dularfullur maður er kemur undarlega fyrir, en áður en yfir lýkur þurfa mæðgurnar að horfast í augu við sjálfar sig og samskiptin sín á milli. „Málið er að í Hávamálum er forn speki sem kallast á við okkar daglega líf. Vísdómsorð sem falla ekki úr gildi því það er verið að kenna okkur að lifa lífinu eins og almennilegar manneskjur.“ Pétur nefnir einnig að sýningin er unnin í samvinnu við Teater Martin Mutter í Svíþjóð og þaðan komi búningahönnuður verksins, Catherine Giacomini. „Það er svo fyrirhugað að við förum og leikum Hávamál í Svíþjóð á næsta ári en með haustinu komum við til með að sýna í samstarfi við skóla og hugsanlega verða líka fleiri almennar sýningar.“ Auk Péturs leika þær Alda Arnardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir í sýningunni. Leikmynd er í höndum Rósu Sigrúnar Jónsdóttur. „Svo erum við með frábæra tónlist sem Guðni Franzson hefur samið fyrir okkur og Stefán Franz Guðnason syngur auk þess sem sjálfur Megas ljær okkur rödd sína. Það er nú afskaplega viðeigandi enda Megas með sönnu tákngervingur tímaleysis.“
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira