Æsir sig ekki upp fyrir lyfturnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 07:00 Fanney Hauksdóttir með gullverðlaun sín frá HM unglinga 2014 og HM unglinga 2015. Vísir/Vilhelm „Ég er bara búin að brosa síðan. Ég er ótrúlega stolt að hafa klárað þetta,“ segir Fanney Hauksdóttir kát en hún varð heimsmeistari annað árið í röð á föstudaginn. Fanney mældist bara 60,96 kíló í opinberri vigtun fyrir mót en hún reif engu að síður 145,5 kíló upp í úrslitum 63 kílóa flokksins á HM unglinga í bekkpressu í Svíþjóð. Frammistaða þessa 22 ára Seltirnings er heldur betur komin í sögubækurnar eftir tvö HM-gull og nú fylgdi heimsmet með í kaupbæti.Pínu pressa á henni „Það var pínu pressa. Ég vildi ekki vita of mikið um hana en ég fann alveg fyrir henni,“ segir Fanney um þá staðreynd að þessu sinni mætti hún til leiks sem ríkjandi heimsmeistari. „Það kom eiginlega ekkert annað til greina en að setja þetta heimsmet á mínu síðasta ári í unglingaflokki,“ segir Fanney en hún setti Íslandsmet í bekkpressu árið 2013 og það var 115 kg. Hún hefur tekið risastökk síðan þá. Í fyrra vann hún HM-gullið á lyftu upp á 135 kíló en nú lyfti hún tíu kílóum meira. „Þetta er vissulega mikil bæting en ég breytti tækninni minni á þessum tíma og æfði miklu meira. Það þýðir ekkert annað en að gefa í,“ segir Fanney. Hún segist ekkert hrædd við að bæta við lóðum á stöngina.Á inni fyrir aukakílóunum „Þjálfarinn myndi aldrei setja á mig einhverja þyngd sem ég réði ekki við. Við vinnum þetta bara í sameiningu og ég tek bara eitt skref í einu og fer ekki í eitthvað sem ég ræð ekki við. Ef maður æfir vel og jafnt og þétt þá á maður inni fyrir þessum aukakílóum sem maður setur á stöngina. Það þýðir ekkert að vera smeykur,“ segir Fanney. Eftir sigurinn glæsilega fyrir ári hefur Fanney unnið einbeitt að því að mæta enn sterkari til leiks í titilvörninni. „Ég er eiginlega búin að vera í æfingasalnum síðan ég varð síðast heimsmeistari,“ segir Fanney hlæjandi. Keppnin í ár var þó ekki alveg dans á rósum því fyrsta lyfta hennar var dæmd ógild. Það mátti því ekkert klikka í annarri lyftu af þremur. „Þetta var náttúrulega pínu stress af því að ég náði ekki fyrstu lyftu. Ég fann það alveg að ég var með þyngdina og vissi því alveg hvað ég þyrfti að gera til að bæta mig í annarri lyftu,“ segir Fanney en hún gerði fjölskyldumeðlimunum kannski mestan grikkinn með þessu. „Það voru allir svolítið stressaðir eftir fyrstu lyftu og ég skil það svo sem alveg. Eftir að fyrsta lyftan klikkaði þá kom bara meiri andi og ég bara kláraði þetta,“ segir Fanney.Vísir/VilhelmHeimsmetslyfta Fanneyjar hefði einnig dugað til sigurs í 72 kílóa flokknum. „Þetta er rúm tvöföld líkamsþyngd. Það er ágætt,“ segir Fanney hógvær. Hún segist ekki vera alveg eins viss um framhaldið og fyrir ári þegar það lá ljóst fyrir að hún ætti inni annað ár í unglingaflokknum. „Það er kannski ekki eins auðvelt að setja sér næstu markmið. Ég klára árið í unglingaflokki og svo tekur bara við opni flokkurinn sem er mun sterkari. Ég sest bara niður og finn út næstu markmið. Núna er ég bara enn þá að lifa á föstudeginum,“ segir Fanney og það er ekkert skrítið. Fanney breytist ekki í neitt óargadýr rétt fyrir lyftu þrátt fyrir að hún þurfti að beisla allan sinn kraft í rétta átt.Ef ég næ mér inn í þessa einbeitingu þá gengur mér best „Það eru margir sem reyna að espa sjálfan sig upp fyrir lyftu en ég er ekki þar. Ég tek ekki eftir þeim sem eru að horfa á. Ég labba bara inn og næ gjörsamlega að einbeita mér að stönginni og svo yfirdómaranum sem ég þarf að hlusta á. Ef ég næ mér inn í þessa einbeitingu þá gengur mér best,“ segir Fanney. „Það er svolítið skemmtilegt,“ segir Fanney aðspurð um þá staðreynd að hún getur haldið á heimsmeistaragulli í hvorri hendinni. En hvor sigurinn var sætari? „Sigurinn í fyrra var óvæntari. Þá kom ég og vissi ekki hvað ég var að fara að gera. Ég bjóst því alls ekki við gullinu. Núna var ég að koma til að verja heimsmeistaratitilinn og það er öðruvísi,“ segir Fanney. „Ég vann aftur allan unglingaflokkinn og ekki bara minn flokk. Það var líka markmið sem ég var ekki mikið að tala um,“ segir Fanney en þar eru lyftur settar í hlutfallslegan samanburð við líkamsþyngd. „Það er skemmtilegt að taka það með ellefu stigum. Það er gaman að skoða stigin og sjá hvar maður stendur í samanburði við allar hinar,“ segir Fanney. Tvöfaldur heimsmeistari og heimsmetshafi. Þessi lífsglaða og kraftmikla íþróttakona má alveg monta sig þessa dagana en það má búast við því að hún láti verkin tala eins og hingað til. Íþróttir Tengdar fréttir Fanney varði heimsmeistaratitilinn og setti heimsmet Kraftlyftingakonan unga lyfti 145,5 kg í bekkpressu í Svíþjóð. 22. maí 2015 13:04 Heimsmeistarinn borðar ekkert duft bara matinn hjá mömmu Fanney Hauksdóttir, heimsmeistari unglinga í bekkpressu, er óhrædd við að setja stefnuna á heimsmetið og fleiri HM-gull. Kærastinn er fyrir löngu búinn að játa sig sigraðan í lyftingasalnum. Hún vill ekki sjá fæðubótarefni og treystir bara á matinn hennar 26. maí 2014 08:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
„Ég er bara búin að brosa síðan. Ég er ótrúlega stolt að hafa klárað þetta,“ segir Fanney Hauksdóttir kát en hún varð heimsmeistari annað árið í röð á föstudaginn. Fanney mældist bara 60,96 kíló í opinberri vigtun fyrir mót en hún reif engu að síður 145,5 kíló upp í úrslitum 63 kílóa flokksins á HM unglinga í bekkpressu í Svíþjóð. Frammistaða þessa 22 ára Seltirnings er heldur betur komin í sögubækurnar eftir tvö HM-gull og nú fylgdi heimsmet með í kaupbæti.Pínu pressa á henni „Það var pínu pressa. Ég vildi ekki vita of mikið um hana en ég fann alveg fyrir henni,“ segir Fanney um þá staðreynd að þessu sinni mætti hún til leiks sem ríkjandi heimsmeistari. „Það kom eiginlega ekkert annað til greina en að setja þetta heimsmet á mínu síðasta ári í unglingaflokki,“ segir Fanney en hún setti Íslandsmet í bekkpressu árið 2013 og það var 115 kg. Hún hefur tekið risastökk síðan þá. Í fyrra vann hún HM-gullið á lyftu upp á 135 kíló en nú lyfti hún tíu kílóum meira. „Þetta er vissulega mikil bæting en ég breytti tækninni minni á þessum tíma og æfði miklu meira. Það þýðir ekkert annað en að gefa í,“ segir Fanney. Hún segist ekkert hrædd við að bæta við lóðum á stöngina.Á inni fyrir aukakílóunum „Þjálfarinn myndi aldrei setja á mig einhverja þyngd sem ég réði ekki við. Við vinnum þetta bara í sameiningu og ég tek bara eitt skref í einu og fer ekki í eitthvað sem ég ræð ekki við. Ef maður æfir vel og jafnt og þétt þá á maður inni fyrir þessum aukakílóum sem maður setur á stöngina. Það þýðir ekkert að vera smeykur,“ segir Fanney. Eftir sigurinn glæsilega fyrir ári hefur Fanney unnið einbeitt að því að mæta enn sterkari til leiks í titilvörninni. „Ég er eiginlega búin að vera í æfingasalnum síðan ég varð síðast heimsmeistari,“ segir Fanney hlæjandi. Keppnin í ár var þó ekki alveg dans á rósum því fyrsta lyfta hennar var dæmd ógild. Það mátti því ekkert klikka í annarri lyftu af þremur. „Þetta var náttúrulega pínu stress af því að ég náði ekki fyrstu lyftu. Ég fann það alveg að ég var með þyngdina og vissi því alveg hvað ég þyrfti að gera til að bæta mig í annarri lyftu,“ segir Fanney en hún gerði fjölskyldumeðlimunum kannski mestan grikkinn með þessu. „Það voru allir svolítið stressaðir eftir fyrstu lyftu og ég skil það svo sem alveg. Eftir að fyrsta lyftan klikkaði þá kom bara meiri andi og ég bara kláraði þetta,“ segir Fanney.Vísir/VilhelmHeimsmetslyfta Fanneyjar hefði einnig dugað til sigurs í 72 kílóa flokknum. „Þetta er rúm tvöföld líkamsþyngd. Það er ágætt,“ segir Fanney hógvær. Hún segist ekki vera alveg eins viss um framhaldið og fyrir ári þegar það lá ljóst fyrir að hún ætti inni annað ár í unglingaflokknum. „Það er kannski ekki eins auðvelt að setja sér næstu markmið. Ég klára árið í unglingaflokki og svo tekur bara við opni flokkurinn sem er mun sterkari. Ég sest bara niður og finn út næstu markmið. Núna er ég bara enn þá að lifa á föstudeginum,“ segir Fanney og það er ekkert skrítið. Fanney breytist ekki í neitt óargadýr rétt fyrir lyftu þrátt fyrir að hún þurfti að beisla allan sinn kraft í rétta átt.Ef ég næ mér inn í þessa einbeitingu þá gengur mér best „Það eru margir sem reyna að espa sjálfan sig upp fyrir lyftu en ég er ekki þar. Ég tek ekki eftir þeim sem eru að horfa á. Ég labba bara inn og næ gjörsamlega að einbeita mér að stönginni og svo yfirdómaranum sem ég þarf að hlusta á. Ef ég næ mér inn í þessa einbeitingu þá gengur mér best,“ segir Fanney. „Það er svolítið skemmtilegt,“ segir Fanney aðspurð um þá staðreynd að hún getur haldið á heimsmeistaragulli í hvorri hendinni. En hvor sigurinn var sætari? „Sigurinn í fyrra var óvæntari. Þá kom ég og vissi ekki hvað ég var að fara að gera. Ég bjóst því alls ekki við gullinu. Núna var ég að koma til að verja heimsmeistaratitilinn og það er öðruvísi,“ segir Fanney. „Ég vann aftur allan unglingaflokkinn og ekki bara minn flokk. Það var líka markmið sem ég var ekki mikið að tala um,“ segir Fanney en þar eru lyftur settar í hlutfallslegan samanburð við líkamsþyngd. „Það er skemmtilegt að taka það með ellefu stigum. Það er gaman að skoða stigin og sjá hvar maður stendur í samanburði við allar hinar,“ segir Fanney. Tvöfaldur heimsmeistari og heimsmetshafi. Þessi lífsglaða og kraftmikla íþróttakona má alveg monta sig þessa dagana en það má búast við því að hún láti verkin tala eins og hingað til.
Íþróttir Tengdar fréttir Fanney varði heimsmeistaratitilinn og setti heimsmet Kraftlyftingakonan unga lyfti 145,5 kg í bekkpressu í Svíþjóð. 22. maí 2015 13:04 Heimsmeistarinn borðar ekkert duft bara matinn hjá mömmu Fanney Hauksdóttir, heimsmeistari unglinga í bekkpressu, er óhrædd við að setja stefnuna á heimsmetið og fleiri HM-gull. Kærastinn er fyrir löngu búinn að játa sig sigraðan í lyftingasalnum. Hún vill ekki sjá fæðubótarefni og treystir bara á matinn hennar 26. maí 2014 08:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Fanney varði heimsmeistaratitilinn og setti heimsmet Kraftlyftingakonan unga lyfti 145,5 kg í bekkpressu í Svíþjóð. 22. maí 2015 13:04
Heimsmeistarinn borðar ekkert duft bara matinn hjá mömmu Fanney Hauksdóttir, heimsmeistari unglinga í bekkpressu, er óhrædd við að setja stefnuna á heimsmetið og fleiri HM-gull. Kærastinn er fyrir löngu búinn að játa sig sigraðan í lyftingasalnum. Hún vill ekki sjá fæðubótarefni og treystir bara á matinn hennar 26. maí 2014 08:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti