Kirkjuþing með hreina samvisku Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 26. maí 2015 07:00 „Af samvisku presta“ nefnist grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. mars síðastliðinn og varð Kirkjuþingi unga fólksins hvati til að vekja athygli á samviskufrelsi presta og þeirri mismunun á grundvelli kynhneigðar sem í henni felst. Daníel Ágúst Gautason, guðfræðinemi og æskulýðsstarfsmaður í Neskirkju, lagði málið fram og þingið ályktaði einróma þess efnis að senda biskupi og Kirkjuráði erindi þar sem samviskufrelsi presta er mótmælt. Réttsýni þeirra vakti töluverða athygli en ályktun Kirkjuþings unga fólksins rataði á forsíðu Fréttablaðsins, Halldór teiknaði skopmynd af þeirri stöðu sem samviskufrelsið setur samkynhneigða í og prestsystkinin Óskar og Sigrún Óskarsbörn líktu samviskufrelsinu við sauðfjárbændur sem sinna einungis hvítu fé en ekki mislitu (visir.is 21. maí). Frú Agnes Sigurðardóttir hefur brugðist við fréttaflutningi af ályktun Kirkjuþings unga fólksins með grein sem ber heitið „Hjónabandið, frelsið og þjóðkirkjan“ og birtist í Fréttablaðinu 22. maí. Þar nefnir hún réttilega að innanríkisráðuneytið hafi ekki kallað eftir tillögum biskups og sett reglur er varða frelsi presta til að hafna „að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu“ eins og segir í frumvarpi til einna hjúskaparlaga (þskj. 836/485. mál.). Hins vegar hefur Kirkjuþing ályktað (nr. 8/2007) að það „leggur áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt“ og það var að frumkvæði Kirkjuþings áréttað í frumvarpi til núgildandi hjúskaparlaga. Agnes segir í grein sinni að hún telji þetta ekki vandamál innan kirkjunnar og að hún sjálf og yfir 90 prósent presta innan þjóðkirkjunnar séu tilbúin til að vígja fólk af sama kyni í hjónaband eins og lög leyfa. Afstaða Agnesar endurspeglar þá afstöðu margra innan stéttarinnar að virða beri friðhelgi presta til að fara eftir samvisku sinni í afstöðunni til hjónavígslu hinsegin fólks. Sú samviska byggir á þeirri sannfæringu annars vegar að hjónabandið sé frátekið fyrir karl og konu og hins vegar að samkynhneigð sé synd að áliti Biblíunnar. Ég hef áður líkt frelsi presta í afstöðunni til samkynhneigðar við prestvígslu kvenna en víða erlendis eru svæði þar prestvígsla kvenna er ekki viðurkennd og biskupar hafa í reynd samviskufrelsi til að neita konum um vígslu til prestsþjónustu. Það samviskufrelsi er meðal annars réttlætt á grundvelli biblíutexta sem segja konum að þegja á safnaðarsamkomum. Slíkt samviskufrelsi hefur aldrei verið áréttað af biskupum eða Kirkjuþingi Þjóðkirkjunnar. Biblían fordæmir ekki samkynhneigð Biblían fordæmir ekki samkynhneigð en sex ritningarstaðir hafa verið notaðir til að berja á hinsegin fólki og merking þeirra verið afbökuð til að vopna andúðina. Í ljósi sögunnar mun sú synd kirkjunnar vera flokkuð með annarri mismunun og mannréttindabrotum sem hafa verið réttlætt á trúarlegum grundvelli. Jesús Kristur fjallar hvergi um hinsegin fólk en hann fordæmir hjónaskilnaði með afgerandi hætti og segir í 19. kafla Matteusarguðspjalls: „Sá sem skilur við konu sína, nema sakir hórdóms, og kvænist annarri drýgir hór.“ Hvorki biskupar né Kirkjuþing hefur séð ástæðu til að árétta samviskufrelsi presta í garð þess að gefa saman fráskilda í gagnkynhneigt hjónaband. Ályktun Kirkjuþings og afstaða þeirra sem standa vilja vörð um frelsi til að neita samkynja pörum um hjónavígslu er í besta falli móðgandi við hinsegin fjölskyldur og í framkvæmd leiðir hún af sér kerfislæga mismunun á grundvelli kynhneigðar af höndum kirkjunnar þjóna. Það hlutfall sem Agnes nefnir kann að virðast viðunandi en það setur hinsegin fólk í þá stöðu að eiga 10 prósenta líkur á því að mæta andúð og fordómum þegar það leitar til prests eftir hjónavígslu til blessunar ást sinni og fjölskyldu. Blaðið 24 stundir gerði árið 2008 úttekt á afstöðu presta til hjónavígslu hinsegin fólks (126. tbl. 5.7.2008) og þar birtast viðhorf þjónandi presta til málefnisins. Landslagið hefur breyst töluvert síðan þá, meðal annars með breytingum á prestembættum, en neitunarvald presta gerir þá kröfu á hinsegin fólk að þurfa að kynna sér kirkjupólitískt landslag Þjóðkirkjunnar áður en það leitar eftir þjónustu. Sú staða er óviðunandi mismunun á grundvelli kynhneigðar og setur fordóma einstaka presta ofar mannhelgi þeirra sem óska eftir þjónustu Þjóðkirkjunnar. Sú forréttindasátt og gagnkynhneigðarhyggja sem birtist í samviskufrelsi presta virðir að vettugi þá fordóma og mismunun sem hinsegin fólk hefur þurft að þola í nafni kristinnar kirkju. Það er stjórnarskrárvarinn réttur hinsegin fólks að vera ekki mismunað á grundvelli kynhneigðar. Kirkjuþing unga fólksins gefur kirkjunni von um framtíð þar sem hinsegin fólk er ekki eitt tekið út fyrir sviga í þjónustu Þjóðkirkjunnar sem miðlar elsku Guðs í þágu ástarinnar og lífsins með kristinni hjónavígslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Af samvisku presta“ nefnist grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. mars síðastliðinn og varð Kirkjuþingi unga fólksins hvati til að vekja athygli á samviskufrelsi presta og þeirri mismunun á grundvelli kynhneigðar sem í henni felst. Daníel Ágúst Gautason, guðfræðinemi og æskulýðsstarfsmaður í Neskirkju, lagði málið fram og þingið ályktaði einróma þess efnis að senda biskupi og Kirkjuráði erindi þar sem samviskufrelsi presta er mótmælt. Réttsýni þeirra vakti töluverða athygli en ályktun Kirkjuþings unga fólksins rataði á forsíðu Fréttablaðsins, Halldór teiknaði skopmynd af þeirri stöðu sem samviskufrelsið setur samkynhneigða í og prestsystkinin Óskar og Sigrún Óskarsbörn líktu samviskufrelsinu við sauðfjárbændur sem sinna einungis hvítu fé en ekki mislitu (visir.is 21. maí). Frú Agnes Sigurðardóttir hefur brugðist við fréttaflutningi af ályktun Kirkjuþings unga fólksins með grein sem ber heitið „Hjónabandið, frelsið og þjóðkirkjan“ og birtist í Fréttablaðinu 22. maí. Þar nefnir hún réttilega að innanríkisráðuneytið hafi ekki kallað eftir tillögum biskups og sett reglur er varða frelsi presta til að hafna „að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu“ eins og segir í frumvarpi til einna hjúskaparlaga (þskj. 836/485. mál.). Hins vegar hefur Kirkjuþing ályktað (nr. 8/2007) að það „leggur áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt“ og það var að frumkvæði Kirkjuþings áréttað í frumvarpi til núgildandi hjúskaparlaga. Agnes segir í grein sinni að hún telji þetta ekki vandamál innan kirkjunnar og að hún sjálf og yfir 90 prósent presta innan þjóðkirkjunnar séu tilbúin til að vígja fólk af sama kyni í hjónaband eins og lög leyfa. Afstaða Agnesar endurspeglar þá afstöðu margra innan stéttarinnar að virða beri friðhelgi presta til að fara eftir samvisku sinni í afstöðunni til hjónavígslu hinsegin fólks. Sú samviska byggir á þeirri sannfæringu annars vegar að hjónabandið sé frátekið fyrir karl og konu og hins vegar að samkynhneigð sé synd að áliti Biblíunnar. Ég hef áður líkt frelsi presta í afstöðunni til samkynhneigðar við prestvígslu kvenna en víða erlendis eru svæði þar prestvígsla kvenna er ekki viðurkennd og biskupar hafa í reynd samviskufrelsi til að neita konum um vígslu til prestsþjónustu. Það samviskufrelsi er meðal annars réttlætt á grundvelli biblíutexta sem segja konum að þegja á safnaðarsamkomum. Slíkt samviskufrelsi hefur aldrei verið áréttað af biskupum eða Kirkjuþingi Þjóðkirkjunnar. Biblían fordæmir ekki samkynhneigð Biblían fordæmir ekki samkynhneigð en sex ritningarstaðir hafa verið notaðir til að berja á hinsegin fólki og merking þeirra verið afbökuð til að vopna andúðina. Í ljósi sögunnar mun sú synd kirkjunnar vera flokkuð með annarri mismunun og mannréttindabrotum sem hafa verið réttlætt á trúarlegum grundvelli. Jesús Kristur fjallar hvergi um hinsegin fólk en hann fordæmir hjónaskilnaði með afgerandi hætti og segir í 19. kafla Matteusarguðspjalls: „Sá sem skilur við konu sína, nema sakir hórdóms, og kvænist annarri drýgir hór.“ Hvorki biskupar né Kirkjuþing hefur séð ástæðu til að árétta samviskufrelsi presta í garð þess að gefa saman fráskilda í gagnkynhneigt hjónaband. Ályktun Kirkjuþings og afstaða þeirra sem standa vilja vörð um frelsi til að neita samkynja pörum um hjónavígslu er í besta falli móðgandi við hinsegin fjölskyldur og í framkvæmd leiðir hún af sér kerfislæga mismunun á grundvelli kynhneigðar af höndum kirkjunnar þjóna. Það hlutfall sem Agnes nefnir kann að virðast viðunandi en það setur hinsegin fólk í þá stöðu að eiga 10 prósenta líkur á því að mæta andúð og fordómum þegar það leitar til prests eftir hjónavígslu til blessunar ást sinni og fjölskyldu. Blaðið 24 stundir gerði árið 2008 úttekt á afstöðu presta til hjónavígslu hinsegin fólks (126. tbl. 5.7.2008) og þar birtast viðhorf þjónandi presta til málefnisins. Landslagið hefur breyst töluvert síðan þá, meðal annars með breytingum á prestembættum, en neitunarvald presta gerir þá kröfu á hinsegin fólk að þurfa að kynna sér kirkjupólitískt landslag Þjóðkirkjunnar áður en það leitar eftir þjónustu. Sú staða er óviðunandi mismunun á grundvelli kynhneigðar og setur fordóma einstaka presta ofar mannhelgi þeirra sem óska eftir þjónustu Þjóðkirkjunnar. Sú forréttindasátt og gagnkynhneigðarhyggja sem birtist í samviskufrelsi presta virðir að vettugi þá fordóma og mismunun sem hinsegin fólk hefur þurft að þola í nafni kristinnar kirkju. Það er stjórnarskrárvarinn réttur hinsegin fólks að vera ekki mismunað á grundvelli kynhneigðar. Kirkjuþing unga fólksins gefur kirkjunni von um framtíð þar sem hinsegin fólk er ekki eitt tekið út fyrir sviga í þjónustu Þjóðkirkjunnar sem miðlar elsku Guðs í þágu ástarinnar og lífsins með kristinni hjónavígslu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun