Syngjandi og dansandi þjálfari fékk Hólmfríði næstum til að hætta í fótbolta Anton Ingi Leifsson skrifar 28. maí 2015 08:30 Hólmfríður Magnúsdóttir fer á kostum með liði sínu Avaldsnes í Noregi þar sem hún er hæst í einkunnagjöf staðarblaðsins. Mynd/Grethe Nygaard Hólmfríður Magnúsdóttir, framherji íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur farið afar vel af stað með liði sínu Avaldsnes í Noregi. Avaldsnes er í öðru sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Klepp sem er í þriðja sæti, en er með betra markahlutfall. Norska deildin er nú á leið í frí vegna heimsmeistaramóts kvenna sem fer fram í Kanada. „Ég er ágætlega sátt við okkar leik í upphafi móts. Við töpuðum þremur mikilvægum stigum á útivelli á móti Trondsheim Örn og svo hefðum við átt að vinna Stabæk. Það eru svona leikir sem telja í lokin,“ sagði Hólmfríður þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. Hún hjólaði þá um Haugesund eins og enginn væri morgundagurinn.Með hæstu einkunn „Öll úrslitin í síðustu umferðinni fyrir pásu voru okkur hagstæð og við deilum því öðru til þriðja sætinu með Klepp á meðan deildin er í sumarfríi. Ég er ágætlega sátt við mína eigin frammistöðu enn sem komið er. Ég legg mikla pressu á sjálfa mig og ég vil spila enn betur en ég hef gert. Ég ætla að nota tveggja mánaða pásuna vel svo ég spili enn betur þegar seinni hlutinn byrjar.“ Hvolsvallarmærin er komin með fimm mörk í fyrstu átta leikjunum, auk þess sem hún hefur lagt upp svipaðan fjölda af mörkum. Hún er efst í einkunnargjöf staðarblaðsins í Haugesund með 6,13 í einkunn að meðaltali úr fyrstu átta leikjunum. „Ég spái ekki mikið í þessari einkunnargjöf, en það er gaman að hafa hana til hliðsjónar. Markmið mín fyrir tímabilið voru þau að spila 90 mínútur í hverjum einasta leik og ég vissi að ég þyrfti að leggja hart að mér allt undirbúningstímabilið til að það myndi gerast.“Efst í einkunnagjöfinni.vísirNýr og spennandi þjálfari Tom Nordlie tók við liði Avaldsnes fyrir núverandi tímabil. Hann hefur þjálfað lið á borð við Sandnes Ulf, Vålerenga og Lilleström í karlaboltanum, en Hólmfríður ber honum vel söguna. „Hann hefur náð miklu út úr mér sem leikmanni. Hann gerir miklar kröfur til mín á hverjum einasta degi á æfingum og æfingarnar hafa oft og tíðum verið mjög erfiðar,“ segir Hólmfríður, en undirbúningstímabilið var enginn dans á rósum. „Í vor var þetta mjög erfitt og æfingarnar eftir því og þá fór sjálfstraustið dálítið niður. Ég hef þó alltaf verið sú týpa af leikmanni að ég hef verið dálítið upp og niður varðandi sjálfstraust. Hann hefur einnig hjálpað mér mjög mikið varðandi leikskipulag, en einnig höfum við unnið saman fyrir utan æfingar sem hefur hjálpað mér rosalega mikið,“ segir hún og heldur áfram: „Þjálfarinn gerir miklar kröfur til mín og það hentar mér vel. Þetta hefur byggt upp mikið sjálfstraust hjá mér og gleði til að spila sem ég kannski hef ekki haft síðustu tvö árin. Ég er búin að læra mjög mikið persónulega á þessum fimm mánuðum sem Tom hefur verið hér og ég gæti ekki verið ánægðari en hérna í dag.“Hólmfríður er í miklu stuði fyrir Avaldsnes eftir slakt ár í fyrra.mynd/grethe nygaardSíðasta tímabil ömurlegt Avaldsnes gekk illa í fyrra og Hólmfríður náði sér ekki á strik. Liðið lenti í fimmta sæti sem var langt fyrir neðan væntingar, en Hólmfríður segir að þjálfarinn í fyrra hafi heldur betur verið skrautlegur. „Deildin hefur aldrei verið svona jöfn, en markmið okkar er að vera í toppbaráttunni til síðasta leiks í deildinni og svo er það bikarinn. Efstu tvö liðin fara í Meistaradeildina og það er stefnan,“ segir Hólmfríður, en hún hugsar með hryllingi til síðasta tímabils. „Tímabilið í fyrra er það ömurlegasta sem ég hef tekið þátt í. Við vorum til að mynda að dansa með þjálfaranum einu sinni í viku allt tímabilið, það voru engar alvöru æfingar og hann gaf okkur rósir og ég veit ekki hvað og hvað.“Langaði að hætta í fótbolta Ekki nóg með dansinn hjá þjálfaranum heldur fór hann að spila og syngja eftir tapleik. „Ég gleymi því seint þegar við töpuðum á móti Amazon Grimstad á útivelli í fyrra. Þær voru í síðasta sæti fyrir mótið, en þá tók þjálfarinn upp gítar og fór að syngja í rútunni á leiðinni til baka. Þá langaði mig að hætta. Svo gengum við inn á völlinn í hverjum heimaleik í víkingaskikkjum sem var alltaf jafnvandræðalegt, en þetta var hugmynd þjálfarans. Ég var sett á bekkinn og það var persónulegt, ekki leikfræðilegt,“ segir Hólmfríður. „Ég missti algjörlega áhugann á fótbolta. Mig langaði til þess að hætta í fótbolta og ég spurði eigandann hvort ég mætti hætta síðustu tvo mánuðina af tímabilinu því það var erfitt að fara í gegnum æfingu eftir æfingu þar sem þú veist að þetta er persónulegt gegn þér.“ Syngjandi og dansandi þjálfaranum var svo sagt upp og þá tók Hólmfríður við sér og æfði á fullu fyrir tímabilið. Hún vildi vera í eins góðu formi og hægt var.Hólmfríður í baráttunni gegn leikmanni Japans á Algarve-mótinu.vísir/gettyLandsliðið á góðum stað Hólmfríður hefur verið einn af máttarstólpum landsliðsins undanfarin ár. Undir lok síðasta árs var hún ekki valin í hópinn fyrir lokaleikina í undankeppni Evrópumótsins, en hún segir að það hafi ekki stoppað sig. Hún er ánægð með Frey og á hvaða stað landsliðið er í dag. „Ég tel að landsliðið sé á mjög góðum stað í dag. Það hafa verið mikil kynslóðaskipti og það tekur alltaf tíma að púsla öllu saman, en mér finnst Freysi vera búinn að gera frábæra hluti og koma ábyrgðinni yfir á marga leikmenn,“ segir hún og bætir við að breiddin í liðinu sé meiri. „Það var mjög oft fyrir nokkrum árum að það voru 12-13 leikmenn sem voru mikilvægastir, en mér finnst hann búinn að dreifa þessu vel á leikmenn og margir sem hafa fengið góða reynslu sem á eftir að skila sér.“ Ísland hefur verið með á síðustu tveimur Evrópumeistaramótum og er í góðri stöðu fyrir undankeppnina fyrir EM 2017 þar sem liðið var í efsta styrkleikaflokki. „Mér finnst raunhæft að stefna á næsta stórmót, sem er EM 2017 í Hollandi. Allir leikmennirnir eru mjög metnaðarfullir og við stefnum allar í sömu áttina að því markmiði,“ segir hún.Hólmfríður telur vel mögulegt að komast á annað stórmót.vísir/gettyErfitt að fara frá Bandaríkjunum Dagný Brynjarsdóttir, samherji Hólmfríðar í landsliðinu, steig fram í fjölmiðlum á síðustu vikum og greindi frá ömurlegum aðstæðum hjá Bayern München þar sem hún æfði og spilaði. Hólmfríður segir að þó að aðstæðurnar séu frábærar hjá Avaldsnes gleymi fólk stundum því að aðstaðan á Íslandi er betri en marga grunar. „Ég veit hvað Dagný er að tala um. Ég hef sjálf verið í Bandaríkjunum og aðstæðurnar þar eru eins og þær gerast bestar. Það er umgjörðin í kringum leiki, hvernig það var hugsað um leikmenn, áhorfendur voru allt upp í tuttugu þúsund svo það er ekki létt að fara á nýjan stað eftir að hafa verið í Bandaríkjunum,“ segir hún.Dagný greindi frá aðstæðunum hjá þýska liðinu í viðtali í Akraborginni á X-inu á dögunum. Viðtalið má heyra hér að neðan.Vonandi áfram hjá liðinu Avaldsnes hefur klifið hvert þrepið á fætur öðru undanfarin misseri. Hólmfríður gekk í raðir liðsins í B-deildinni 2012. „Þá var ég oft spurð hvað ég væri að pæla. Núna, síðan Tom kom sem þjálfari, hefur klúbburinn tekið skref fram á við,“ segir Hólmfríður en aðstaðan heldur bara áfram að batna hjá félaginu. „Við höfum okkar innihöll sem við erum alltaf með aðgang að, við æfum alltaf á keppnisvellinum á sumrin, það koma sjúkraþjálfarar þrisvar sinnum í viku, við fáum morgun- og hádegismat. Ég get ekki kvartað. Við megum ekki gleyma því að aðstaðan á Íslandi er frábær hjá mörgum félögum og fremri en hjá mörgum liðum í Evrópu,“ segir Hólmfríður, en hvar spilar þessi frábæri framherji á næsta tímabili? „Ég skrifaði undir tveggja ára samning í fyrra þannig að ég mun spila mitt fimmta tímabil á næsta ári hérna í Avaldsnes. Vonandi verður það með sama þjálfara og metnað og í ár,“ segir Hólmfríður að lokum. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir, framherji íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur farið afar vel af stað með liði sínu Avaldsnes í Noregi. Avaldsnes er í öðru sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Klepp sem er í þriðja sæti, en er með betra markahlutfall. Norska deildin er nú á leið í frí vegna heimsmeistaramóts kvenna sem fer fram í Kanada. „Ég er ágætlega sátt við okkar leik í upphafi móts. Við töpuðum þremur mikilvægum stigum á útivelli á móti Trondsheim Örn og svo hefðum við átt að vinna Stabæk. Það eru svona leikir sem telja í lokin,“ sagði Hólmfríður þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. Hún hjólaði þá um Haugesund eins og enginn væri morgundagurinn.Með hæstu einkunn „Öll úrslitin í síðustu umferðinni fyrir pásu voru okkur hagstæð og við deilum því öðru til þriðja sætinu með Klepp á meðan deildin er í sumarfríi. Ég er ágætlega sátt við mína eigin frammistöðu enn sem komið er. Ég legg mikla pressu á sjálfa mig og ég vil spila enn betur en ég hef gert. Ég ætla að nota tveggja mánaða pásuna vel svo ég spili enn betur þegar seinni hlutinn byrjar.“ Hvolsvallarmærin er komin með fimm mörk í fyrstu átta leikjunum, auk þess sem hún hefur lagt upp svipaðan fjölda af mörkum. Hún er efst í einkunnargjöf staðarblaðsins í Haugesund með 6,13 í einkunn að meðaltali úr fyrstu átta leikjunum. „Ég spái ekki mikið í þessari einkunnargjöf, en það er gaman að hafa hana til hliðsjónar. Markmið mín fyrir tímabilið voru þau að spila 90 mínútur í hverjum einasta leik og ég vissi að ég þyrfti að leggja hart að mér allt undirbúningstímabilið til að það myndi gerast.“Efst í einkunnagjöfinni.vísirNýr og spennandi þjálfari Tom Nordlie tók við liði Avaldsnes fyrir núverandi tímabil. Hann hefur þjálfað lið á borð við Sandnes Ulf, Vålerenga og Lilleström í karlaboltanum, en Hólmfríður ber honum vel söguna. „Hann hefur náð miklu út úr mér sem leikmanni. Hann gerir miklar kröfur til mín á hverjum einasta degi á æfingum og æfingarnar hafa oft og tíðum verið mjög erfiðar,“ segir Hólmfríður, en undirbúningstímabilið var enginn dans á rósum. „Í vor var þetta mjög erfitt og æfingarnar eftir því og þá fór sjálfstraustið dálítið niður. Ég hef þó alltaf verið sú týpa af leikmanni að ég hef verið dálítið upp og niður varðandi sjálfstraust. Hann hefur einnig hjálpað mér mjög mikið varðandi leikskipulag, en einnig höfum við unnið saman fyrir utan æfingar sem hefur hjálpað mér rosalega mikið,“ segir hún og heldur áfram: „Þjálfarinn gerir miklar kröfur til mín og það hentar mér vel. Þetta hefur byggt upp mikið sjálfstraust hjá mér og gleði til að spila sem ég kannski hef ekki haft síðustu tvö árin. Ég er búin að læra mjög mikið persónulega á þessum fimm mánuðum sem Tom hefur verið hér og ég gæti ekki verið ánægðari en hérna í dag.“Hólmfríður er í miklu stuði fyrir Avaldsnes eftir slakt ár í fyrra.mynd/grethe nygaardSíðasta tímabil ömurlegt Avaldsnes gekk illa í fyrra og Hólmfríður náði sér ekki á strik. Liðið lenti í fimmta sæti sem var langt fyrir neðan væntingar, en Hólmfríður segir að þjálfarinn í fyrra hafi heldur betur verið skrautlegur. „Deildin hefur aldrei verið svona jöfn, en markmið okkar er að vera í toppbaráttunni til síðasta leiks í deildinni og svo er það bikarinn. Efstu tvö liðin fara í Meistaradeildina og það er stefnan,“ segir Hólmfríður, en hún hugsar með hryllingi til síðasta tímabils. „Tímabilið í fyrra er það ömurlegasta sem ég hef tekið þátt í. Við vorum til að mynda að dansa með þjálfaranum einu sinni í viku allt tímabilið, það voru engar alvöru æfingar og hann gaf okkur rósir og ég veit ekki hvað og hvað.“Langaði að hætta í fótbolta Ekki nóg með dansinn hjá þjálfaranum heldur fór hann að spila og syngja eftir tapleik. „Ég gleymi því seint þegar við töpuðum á móti Amazon Grimstad á útivelli í fyrra. Þær voru í síðasta sæti fyrir mótið, en þá tók þjálfarinn upp gítar og fór að syngja í rútunni á leiðinni til baka. Þá langaði mig að hætta. Svo gengum við inn á völlinn í hverjum heimaleik í víkingaskikkjum sem var alltaf jafnvandræðalegt, en þetta var hugmynd þjálfarans. Ég var sett á bekkinn og það var persónulegt, ekki leikfræðilegt,“ segir Hólmfríður. „Ég missti algjörlega áhugann á fótbolta. Mig langaði til þess að hætta í fótbolta og ég spurði eigandann hvort ég mætti hætta síðustu tvo mánuðina af tímabilinu því það var erfitt að fara í gegnum æfingu eftir æfingu þar sem þú veist að þetta er persónulegt gegn þér.“ Syngjandi og dansandi þjálfaranum var svo sagt upp og þá tók Hólmfríður við sér og æfði á fullu fyrir tímabilið. Hún vildi vera í eins góðu formi og hægt var.Hólmfríður í baráttunni gegn leikmanni Japans á Algarve-mótinu.vísir/gettyLandsliðið á góðum stað Hólmfríður hefur verið einn af máttarstólpum landsliðsins undanfarin ár. Undir lok síðasta árs var hún ekki valin í hópinn fyrir lokaleikina í undankeppni Evrópumótsins, en hún segir að það hafi ekki stoppað sig. Hún er ánægð með Frey og á hvaða stað landsliðið er í dag. „Ég tel að landsliðið sé á mjög góðum stað í dag. Það hafa verið mikil kynslóðaskipti og það tekur alltaf tíma að púsla öllu saman, en mér finnst Freysi vera búinn að gera frábæra hluti og koma ábyrgðinni yfir á marga leikmenn,“ segir hún og bætir við að breiddin í liðinu sé meiri. „Það var mjög oft fyrir nokkrum árum að það voru 12-13 leikmenn sem voru mikilvægastir, en mér finnst hann búinn að dreifa þessu vel á leikmenn og margir sem hafa fengið góða reynslu sem á eftir að skila sér.“ Ísland hefur verið með á síðustu tveimur Evrópumeistaramótum og er í góðri stöðu fyrir undankeppnina fyrir EM 2017 þar sem liðið var í efsta styrkleikaflokki. „Mér finnst raunhæft að stefna á næsta stórmót, sem er EM 2017 í Hollandi. Allir leikmennirnir eru mjög metnaðarfullir og við stefnum allar í sömu áttina að því markmiði,“ segir hún.Hólmfríður telur vel mögulegt að komast á annað stórmót.vísir/gettyErfitt að fara frá Bandaríkjunum Dagný Brynjarsdóttir, samherji Hólmfríðar í landsliðinu, steig fram í fjölmiðlum á síðustu vikum og greindi frá ömurlegum aðstæðum hjá Bayern München þar sem hún æfði og spilaði. Hólmfríður segir að þó að aðstæðurnar séu frábærar hjá Avaldsnes gleymi fólk stundum því að aðstaðan á Íslandi er betri en marga grunar. „Ég veit hvað Dagný er að tala um. Ég hef sjálf verið í Bandaríkjunum og aðstæðurnar þar eru eins og þær gerast bestar. Það er umgjörðin í kringum leiki, hvernig það var hugsað um leikmenn, áhorfendur voru allt upp í tuttugu þúsund svo það er ekki létt að fara á nýjan stað eftir að hafa verið í Bandaríkjunum,“ segir hún.Dagný greindi frá aðstæðunum hjá þýska liðinu í viðtali í Akraborginni á X-inu á dögunum. Viðtalið má heyra hér að neðan.Vonandi áfram hjá liðinu Avaldsnes hefur klifið hvert þrepið á fætur öðru undanfarin misseri. Hólmfríður gekk í raðir liðsins í B-deildinni 2012. „Þá var ég oft spurð hvað ég væri að pæla. Núna, síðan Tom kom sem þjálfari, hefur klúbburinn tekið skref fram á við,“ segir Hólmfríður en aðstaðan heldur bara áfram að batna hjá félaginu. „Við höfum okkar innihöll sem við erum alltaf með aðgang að, við æfum alltaf á keppnisvellinum á sumrin, það koma sjúkraþjálfarar þrisvar sinnum í viku, við fáum morgun- og hádegismat. Ég get ekki kvartað. Við megum ekki gleyma því að aðstaðan á Íslandi er frábær hjá mörgum félögum og fremri en hjá mörgum liðum í Evrópu,“ segir Hólmfríður, en hvar spilar þessi frábæri framherji á næsta tímabili? „Ég skrifaði undir tveggja ára samning í fyrra þannig að ég mun spila mitt fimmta tímabil á næsta ári hérna í Avaldsnes. Vonandi verður það með sama þjálfara og metnað og í ár,“ segir Hólmfríður að lokum.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“