Stattu með taugakerfinu Auður Guðjónsdóttir skrifar 30. maí 2015 07:00 Allt frá því að ég áttaði mig á hversu alvarlega alþjóðlegt taugavísindasvið þarfnast pólitískrar aðstoðar frá alþjóðasamfélaginu hefur mér fundist það kjörið verkefni fyrir litla Ísland að beita áhrifum sínum á alþjóðavísu taugakerfinu til framdráttar. Íslensk stjórnvöld hafa orðið við beiðni minni þar að lútandi og eiga heiðurinn af því að ráðherranefnd Norðurlandaráðs hefur nú samþykkt að gera mænuskaða að einu forgangsverkefna sinna. Árangur þessi sýnir að smáþjóð eins og Ísland getur haft frumkvæði að því að koma mikilvægum málum í farveg á alþjóðavísu, sé hvergi hvikað. Nú þurfum við Íslendingar að halda áfram að standa með taugakerfinu og gera mannkyninu með því mikinn greiða. Við þurfum að ná taugakerfinu inn sem sjálfstæðu þróunarmarkmiði hjá Sameinuðu þjóðunum í september næstkomandi. Að fá taugakerfið sem þróunarmarkmið myndi varpa alþjóðaathygli á vanda þess og auka fjármagn til vísindasviðsins í kjölfarið. Stjórnvöld hafa undanfarið unnið að málinu á vettvangi hinna Sameinuðu þjóða en segja róðurinn þungan. Ef þau gætu beitt sér á þeim forsendum að íslenska þjóðin geri ríkar kröfur til þess að þjóðir heims hrindi úr vör alþjóðlegu átaki til aukins skilnings á virkni taugakerfisins gæti það gert gæfumuninn. Oft er það grasrótin sem nær lengst. Vegna þessa biðja SEM samtökin, MND félagið, MS félagið, Geðhjálp, Parkinson félagið, Lauf, félag flogaveikra, Mænuskaðastofnun Íslands og Heilaheill Íslendinga um að standa með taugakerfinu og rita nöfn sín til stuðnings átakinu á vefsíðunni taugakerfid.is. Allt er í húfi fyrir taugakerfið því að næstu þróunarmarkmið verða ekki sett fyrr en árið 2030. Svo lengi getur taugakerfið ekki beðið eftir að átak verði gert í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Allt frá því að ég áttaði mig á hversu alvarlega alþjóðlegt taugavísindasvið þarfnast pólitískrar aðstoðar frá alþjóðasamfélaginu hefur mér fundist það kjörið verkefni fyrir litla Ísland að beita áhrifum sínum á alþjóðavísu taugakerfinu til framdráttar. Íslensk stjórnvöld hafa orðið við beiðni minni þar að lútandi og eiga heiðurinn af því að ráðherranefnd Norðurlandaráðs hefur nú samþykkt að gera mænuskaða að einu forgangsverkefna sinna. Árangur þessi sýnir að smáþjóð eins og Ísland getur haft frumkvæði að því að koma mikilvægum málum í farveg á alþjóðavísu, sé hvergi hvikað. Nú þurfum við Íslendingar að halda áfram að standa með taugakerfinu og gera mannkyninu með því mikinn greiða. Við þurfum að ná taugakerfinu inn sem sjálfstæðu þróunarmarkmiði hjá Sameinuðu þjóðunum í september næstkomandi. Að fá taugakerfið sem þróunarmarkmið myndi varpa alþjóðaathygli á vanda þess og auka fjármagn til vísindasviðsins í kjölfarið. Stjórnvöld hafa undanfarið unnið að málinu á vettvangi hinna Sameinuðu þjóða en segja róðurinn þungan. Ef þau gætu beitt sér á þeim forsendum að íslenska þjóðin geri ríkar kröfur til þess að þjóðir heims hrindi úr vör alþjóðlegu átaki til aukins skilnings á virkni taugakerfisins gæti það gert gæfumuninn. Oft er það grasrótin sem nær lengst. Vegna þessa biðja SEM samtökin, MND félagið, MS félagið, Geðhjálp, Parkinson félagið, Lauf, félag flogaveikra, Mænuskaðastofnun Íslands og Heilaheill Íslendinga um að standa með taugakerfinu og rita nöfn sín til stuðnings átakinu á vefsíðunni taugakerfid.is. Allt er í húfi fyrir taugakerfið því að næstu þróunarmarkmið verða ekki sett fyrr en árið 2030. Svo lengi getur taugakerfið ekki beðið eftir að átak verði gert í því.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun