Þingmenn! Þetta gengur ekki Kári Jónasson skrifar 1. júní 2015 05:00 Enn eina ferðina fylgist þjóðin með lokadögum þingsins, og hvernig stjórn og stjórnarandstaða hreinlega misbýður fólki verð ég að segja. Hafandi fylgst með störfum Alþingis bæði á hliðarlínunni nú undanfarin ár, og svo í þinghúsinu sjálfu, bæði á hænsnapriksbekknum svokallaða hér áður fyrr og í hliðarherbergjum – þegar það mátti í fjölda ára – þá verð ég að segja að ástandið að undanförnu eins og það blasir við mér í fjölmiðlum tekur út yfir allan þjófabálk. Þetta gengur hreinlega ekki, ágætu þingmenn, að haga sér svona, og misbjóða þjóðinni með framkomu sinni í þingsal. Þetta er jú elsta löggjafarsamkunda heimsins, sem enn er við lýði, og þið verðið að gæta virðingar ykkar og ekki síst þjóðarinnar við hin daglegu störf ykkar. Það er ekki nema von að þið hríðfallið í áliti hjá almenningi þegar hann er spurður um álit sitt á Alþingi. Það hefur líka í för með sér að fólk – og ekki síður hin unga og upprennandi kynslóð – fær óbeit á pólitík, nennir ekki á kjörstað, og leggur sig ekki niður við að taka þátt í lýðræðislegri umræðu varðandi stjórn landsins. Mér verður stundum hugsað til vordaganna 1974 þegar blikur voru á lofti í heimi stjórnmálanna, og við blasti að stjórnin var að springa. Þá voru oddvitar stjórnar og stjórnarandstöðu tveir sómakærir menn, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þótt mikið gengi á, á hvorum tveggja vígstöðvum, heyrði maður aldrei orðfæri eins og nú er nær daglega viðhaft í sölum Alþingis. Ólafur, með sína miklu stjórnvisku og þekkingu á stjórnlagafræðum, sat rólegur í hliðarherberginu með pípu sína, á meðan stjórnarandstaðan safnaði undirskriftum þingmanna um vantraust á stjórnina, og steig svo á réttu augnabliki í ræðustól og tilkynnti um þingrof og kosningar. Það var enginn ógurlegur hávaði í kringum þessa örlagastund, og séntilmaðurinn Geir Hallgrímsson vissi auðvitað mæta vel að Ólafur hafði örlögin í hendi sér. Væri nú ekki heillavænlegra fyrir alla – stjórn og stjórnarandstöðu, að ekki sé nú talað um fólkið í landinu – að kjörnir alþingismenn tækju sig dálítið saman í andlitinu, og ofbyðu þjóðinni ekki hvern dag undir þinglok með framkomu sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kári Jónasson Tengdar fréttir Kínverskir kvenrithöfundar og líf þeirra – seinni hluti Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. 4. júní 2015 00:01 Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina fylgist þjóðin með lokadögum þingsins, og hvernig stjórn og stjórnarandstaða hreinlega misbýður fólki verð ég að segja. Hafandi fylgst með störfum Alþingis bæði á hliðarlínunni nú undanfarin ár, og svo í þinghúsinu sjálfu, bæði á hænsnapriksbekknum svokallaða hér áður fyrr og í hliðarherbergjum – þegar það mátti í fjölda ára – þá verð ég að segja að ástandið að undanförnu eins og það blasir við mér í fjölmiðlum tekur út yfir allan þjófabálk. Þetta gengur hreinlega ekki, ágætu þingmenn, að haga sér svona, og misbjóða þjóðinni með framkomu sinni í þingsal. Þetta er jú elsta löggjafarsamkunda heimsins, sem enn er við lýði, og þið verðið að gæta virðingar ykkar og ekki síst þjóðarinnar við hin daglegu störf ykkar. Það er ekki nema von að þið hríðfallið í áliti hjá almenningi þegar hann er spurður um álit sitt á Alþingi. Það hefur líka í för með sér að fólk – og ekki síður hin unga og upprennandi kynslóð – fær óbeit á pólitík, nennir ekki á kjörstað, og leggur sig ekki niður við að taka þátt í lýðræðislegri umræðu varðandi stjórn landsins. Mér verður stundum hugsað til vordaganna 1974 þegar blikur voru á lofti í heimi stjórnmálanna, og við blasti að stjórnin var að springa. Þá voru oddvitar stjórnar og stjórnarandstöðu tveir sómakærir menn, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þótt mikið gengi á, á hvorum tveggja vígstöðvum, heyrði maður aldrei orðfæri eins og nú er nær daglega viðhaft í sölum Alþingis. Ólafur, með sína miklu stjórnvisku og þekkingu á stjórnlagafræðum, sat rólegur í hliðarherberginu með pípu sína, á meðan stjórnarandstaðan safnaði undirskriftum þingmanna um vantraust á stjórnina, og steig svo á réttu augnabliki í ræðustól og tilkynnti um þingrof og kosningar. Það var enginn ógurlegur hávaði í kringum þessa örlagastund, og séntilmaðurinn Geir Hallgrímsson vissi auðvitað mæta vel að Ólafur hafði örlögin í hendi sér. Væri nú ekki heillavænlegra fyrir alla – stjórn og stjórnarandstöðu, að ekki sé nú talað um fólkið í landinu – að kjörnir alþingismenn tækju sig dálítið saman í andlitinu, og ofbyðu þjóðinni ekki hvern dag undir þinglok með framkomu sinni.
Kínverskir kvenrithöfundar og líf þeirra – seinni hluti Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. 4. júní 2015 00:01
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun