Erlent

Bláa blokkin stærst

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Forsætisráðherra Danmerkur boðaði til þingkosninga 18. júní næstkomandi.
Forsætisráðherra Danmerkur boðaði til þingkosninga 18. júní næstkomandi.
Bláa blokkin svokallaða er með meirihluta í skoðanakönnun Berlingske um fylgi stjórnmálaflokkanna í þingkosningum í Danmörku.

Þingkosningar fara fram í landinu þann 18. júní næstkomandi. Bláa blokkin er með 51,7 prósent atkvæða. Rauða blokkin svonefnda er með 48,3 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni.

Fram til þessa hefur jafnaðarmönnum Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra gengið vel en aðrir vinstriflokkar fóru að gefa eftir. Stuðningurinn við Jafnaðarmannaflokkinn er um 25 prósent en þrátt fyrir gott gengi flokksins mælist nú bláa blokkin með meirihluta atkvæða. Þar fer Lars Lökke, formaður Venstre, fremstur í flokki.

Til bláu blokkarinnar í dönskum stjórnmálum teljast Venstre, Danski þjóðarflokkurinn, sem hefur aukið fylgi sitt mikið að undanförnu, og danski íhaldsflokkurinn.

Til rauðu blokkarinnar teljast Sósíaldemókratar, Einingarlistinn, Radikale venstre og stuðningsflokkur ríkisstjórnar Thorning-Schmidt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×