Innlent

Dæmt í máli Erlu Hlynsdóttur í dag

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Erla Hlynsdóttir segist sigurviss í máli sínu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
Erla Hlynsdóttir segist sigurviss í máli sínu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttablaðið/anton
Mannréttindadómstóll Evrópu fellir dóm í máli Erlu Hlynsdóttur gegn íslenska ríkinu í dag.

Erla var dæmd í mars 2010 fyrir að setja ekki fyrirvara við lýsingu atburða sem fengnir voru úr ákæru í frétt sem hún birti árið 2007 með fyrirsögninni „Hræddir kókaínsmyglarar“.

Erla var sömuleiðis dæmd ábyrg fyrir fyrirsögninni eftir að mennirnir voru sýknaðir af ákærunni.

„Ég er mjög sigurviss. Bara mun sigurvissari heldur en fyrir hinum málunum. Maður er auðvitað efins því það er mjög stórt að vera með mál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. En ég vona það besta,“ segir Erla.

Þetta er ekki fyrsta málið sem Erla rekur fyrir Mannréttindadómstólnum en hún hefur unnið tvö mál gegn íslenska ríkinu.

Erla ákvað að vísa málinu út eftir velgengni í fyrsta málinu sem hún rak. Hún segir að sér hafi hvorki fundist dómur Hæstaréttar sanngjarn né réttlátur í því máli.

„Eftir þessa reynslu á ég mjög erfitt með að treysta íslensku réttarkerfi,“ segir Erla og bætir því við að íslenska réttarkerfið hafi algjörlega brugðist henni.

Íslenska ríkið hafði í hinum málunum dæmt hana ábyrga fyrir ummælum viðmælenda sinna í fréttum um kampavínsklúbbinn Strawberrys og Byrgismálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×