Valdníðsla á Alþingi Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir og Róbert Marshall skrifa 2. júní 2015 06:00 Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis s.l. mánudag voru lagðar fram viðamiklar breytingar á svokölluðu flugvallarfrumvarpi. Þar er kveðið á um að skipulagsvaldið yfir flugvellinum í Vatnsmýri sé flutt frá Reykjavíkurborg og til Alþingis. Segja má að ekki sé rétt að kalla þetta breytingar því frumvarpið var í raun endurskrifað. Varla stendur stafur eftir af upphaflega málinu. Í nýju útgáfunni er skipulagsvaldið flutt til innanríkisráðherra í stað Alþingis og það sem meira er, skipulagið er ekki einungis tekið af Reykjavíkurborg, heldur einnig af Akureyrarbæ og Fljótsdalshéraði þar sem millilandaflugvellir eru. Það er þá í höndum ráðherra hverju sinni hvernig þessi sveitarfélög haga skipulagi sínu í tengslum við þessa flugvelli. Málið, sem er allt hið furðulegasta, er flutt af öllum þingmönnum Framsóknarflokksins án aðkomu þingmanna annarra flokka. Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin. Því er offorsið óskiljanlegt. Með öðrum orðum er um að ræða sérstakt gæluverkefni Framsóknarflokksins sem fáir aðrir virðast hafa áhuga á. Nú bregður svo við að 10 mínútum eftir að ofangreindar breytingar voru lagðar fram á fundi nefndarinnar krefst formaður nefndarinnar, Framsóknarmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson, þess að málið sé afgreitt út úr nefndinni. Þessu mótmæltum við í minnihluta nefndarinnar harðlega og óskuðum eftir því að ofangreind sveitarfélög ásamt Innanríkisráðuneyti og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem fer með skipulagsmálin, fengju að koma fyrir nefndina til að fjalla um þessar róttæku breytingar á málinu. Því höfnuðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Til að geta afgreitt málið með meirihluta á fundinum sótti formaður nefndarinnar liðsauka í formi þingmanna utan nefndarinnar sem ekki hafa tekið þátt í umfjöllun um málið hingað til. Málið fékk því hvorki vandaða umfjöllun né eðlilega afgreiðslu á fundi nefndarinnar. Við vitum að skiptar skoðanir eru á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og þær eru skiptar meðal okkar þriggja. En það er eitt að takast á um staðsetningu flugvallarins og annað að ætla sér að taka skipulagsvaldið af þeim sveitarfélögum sem hýsa flugvelli landsins þar sem innanlandsflug fer saman með millilandafluginu. Með þessu er gengið lengra gegn sjálfákvörðunarrétti sveitarfélaga en dæmi eru um og er fordæmið sem hér yrði gefið verði málið samþykkt áhyggjuefni. Hvar liggja mörkin þegar kemur að umdeildri vegalögn eða línulögn? Til að bæta gráu ofan á svart er þetta svo gert með þeim þjösnaskap sem raun ber vitni, án alls samráðs og án allrar umfjöllunar. Það er í andstöðu við allt sem geta talist vönduð og eðlileg vinnubrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Katrín Júlíusdóttir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis s.l. mánudag voru lagðar fram viðamiklar breytingar á svokölluðu flugvallarfrumvarpi. Þar er kveðið á um að skipulagsvaldið yfir flugvellinum í Vatnsmýri sé flutt frá Reykjavíkurborg og til Alþingis. Segja má að ekki sé rétt að kalla þetta breytingar því frumvarpið var í raun endurskrifað. Varla stendur stafur eftir af upphaflega málinu. Í nýju útgáfunni er skipulagsvaldið flutt til innanríkisráðherra í stað Alþingis og það sem meira er, skipulagið er ekki einungis tekið af Reykjavíkurborg, heldur einnig af Akureyrarbæ og Fljótsdalshéraði þar sem millilandaflugvellir eru. Það er þá í höndum ráðherra hverju sinni hvernig þessi sveitarfélög haga skipulagi sínu í tengslum við þessa flugvelli. Málið, sem er allt hið furðulegasta, er flutt af öllum þingmönnum Framsóknarflokksins án aðkomu þingmanna annarra flokka. Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin. Því er offorsið óskiljanlegt. Með öðrum orðum er um að ræða sérstakt gæluverkefni Framsóknarflokksins sem fáir aðrir virðast hafa áhuga á. Nú bregður svo við að 10 mínútum eftir að ofangreindar breytingar voru lagðar fram á fundi nefndarinnar krefst formaður nefndarinnar, Framsóknarmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson, þess að málið sé afgreitt út úr nefndinni. Þessu mótmæltum við í minnihluta nefndarinnar harðlega og óskuðum eftir því að ofangreind sveitarfélög ásamt Innanríkisráðuneyti og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem fer með skipulagsmálin, fengju að koma fyrir nefndina til að fjalla um þessar róttæku breytingar á málinu. Því höfnuðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Til að geta afgreitt málið með meirihluta á fundinum sótti formaður nefndarinnar liðsauka í formi þingmanna utan nefndarinnar sem ekki hafa tekið þátt í umfjöllun um málið hingað til. Málið fékk því hvorki vandaða umfjöllun né eðlilega afgreiðslu á fundi nefndarinnar. Við vitum að skiptar skoðanir eru á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og þær eru skiptar meðal okkar þriggja. En það er eitt að takast á um staðsetningu flugvallarins og annað að ætla sér að taka skipulagsvaldið af þeim sveitarfélögum sem hýsa flugvelli landsins þar sem innanlandsflug fer saman með millilandafluginu. Með þessu er gengið lengra gegn sjálfákvörðunarrétti sveitarfélaga en dæmi eru um og er fordæmið sem hér yrði gefið verði málið samþykkt áhyggjuefni. Hvar liggja mörkin þegar kemur að umdeildri vegalögn eða línulögn? Til að bæta gráu ofan á svart er þetta svo gert með þeim þjösnaskap sem raun ber vitni, án alls samráðs og án allrar umfjöllunar. Það er í andstöðu við allt sem geta talist vönduð og eðlileg vinnubrögð.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun