Þak yfir höfuðið Unnur Brá Konráðsdóttir skrifar 3. júní 2015 07:00 Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri enda hverjum manni nauðsynlegt að eiga þak yfir höfuðið. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur áherslu á að landsmenn búi við öryggi í húsnæðismálum í samræmi við þarfir hvers og eins og hafi raunverulegt val um búsetuform. Ljóst er að staðan á húsnæðismarkaðnum er erfið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Mikill þrýstingur er á markaðnum og vegna mikillar eftirspurnar hækkar húsnæðisverð og leiguverð að sama skapi. Húsnæðisstefna stjórnvalda á að byggja á því meginmarkmiði að skapa markaðnum þann ramma að einstaklingum sé kleift að eignast eigið húsnæði og að til staðar sé virkur leigumarkaður. Séreignastefnan er eitt af þeim grunnviðmiðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um og mun gera áfram. Það er sérstakt markmið okkar að auðvelda ungu fólki sín fyrstu kaup með skattalegum hvötum til sparnaðar gegnum séreignasparnaðarkerfið til að standa undir útborgun við fyrstu kaup. Það úrræði á að festa varanlega í sessi. Þá þarf að grípa til aðgerða til að auka framboð leiguhúsnæðis og draga með því úr þrýstingi á leigumarkaðnum. Það er ekki farsælt til framtíðar að viðhalda núverandi húsnæðiskerfi sem byggir á Íbúðalánasjóði, vaxtabótakerfi og húsaleigubótakerfi og dæla þar inn auknu fjármagni. Það er ekki lausn til framtíðar. Kostnaður skattgreiðenda af rekstri Íbúðalánasjóðs hefur verið mikill og er vera ríkisins á húsnæðismarkaði dýru verði keypt fyrir skattgreiðendur. Erfitt er að réttlæta tilvist sjóðsins í óbreyttri mynd þar sem hann er að stærstum hluta rekinn í samkeppni við einkaaðila. Í allri umræðu um breytingar á húsnæðismarkaði verðum við að hafa í huga þá gullnu reglu að lágmarka áhættu skattgreiðenda. Skuldir lækkaEfnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar, þar á meðal hvað varðar húsnæðismál, verði enn betri en þau eru í dag. Tölur frá Seðlabankanum, Hagstofunni og fjármála- og efnahagsráðuneytinu leiða í ljós að við erum að ná árangri. Skuldir heimilanna hafa lækkað hratt og hafa ekki verið minni frá 2004. Í samanburði við þær þjóðir sem við helst berum okkur saman við er þróunin á Íslandi mjög til fyrirmyndar. Skuldirnar eru ekki einungis komnar niður fyrir þensluáhrif hrunsins heldur einnig niður fyrir þá bólu sem myndaðist fyrir hrun. Þegar litið er til skulda heimilanna sem hlutfalls af vergri landsframleiðslu er það nú það sama og árið 2004. Við höfum náð miklum árangri en betur má ef duga skal. Þessa breyttu og bættu skuldastöðu heimilanna má rekja til margra þátta. Ákjósanlegar efnahagslegar aðstæður og stöðugleiki sem hefur leitt til verulegrar kaupmáttaraukningar hjá almenningi spilar þar stærst hlutverk en kaupmáttur launa hefur aukist um 8% frá ársbyrjun 2013. Skuldaaðgerðir ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem samþykktar voru á Alþingi hafa haft mikil áhrif. Íbúðaskuldir hafa lækkað úr 72% í 65% af VLF og áhrifa þess mun gæta áfram til frekari lækkunar næstu misseri. Allt bendir til þess að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar, árferði og ytri aðstæður skili okkur enn frekari ávinningi á næstu árum. Efnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar verði enn betri en þau eru í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri enda hverjum manni nauðsynlegt að eiga þak yfir höfuðið. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur áherslu á að landsmenn búi við öryggi í húsnæðismálum í samræmi við þarfir hvers og eins og hafi raunverulegt val um búsetuform. Ljóst er að staðan á húsnæðismarkaðnum er erfið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Mikill þrýstingur er á markaðnum og vegna mikillar eftirspurnar hækkar húsnæðisverð og leiguverð að sama skapi. Húsnæðisstefna stjórnvalda á að byggja á því meginmarkmiði að skapa markaðnum þann ramma að einstaklingum sé kleift að eignast eigið húsnæði og að til staðar sé virkur leigumarkaður. Séreignastefnan er eitt af þeim grunnviðmiðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um og mun gera áfram. Það er sérstakt markmið okkar að auðvelda ungu fólki sín fyrstu kaup með skattalegum hvötum til sparnaðar gegnum séreignasparnaðarkerfið til að standa undir útborgun við fyrstu kaup. Það úrræði á að festa varanlega í sessi. Þá þarf að grípa til aðgerða til að auka framboð leiguhúsnæðis og draga með því úr þrýstingi á leigumarkaðnum. Það er ekki farsælt til framtíðar að viðhalda núverandi húsnæðiskerfi sem byggir á Íbúðalánasjóði, vaxtabótakerfi og húsaleigubótakerfi og dæla þar inn auknu fjármagni. Það er ekki lausn til framtíðar. Kostnaður skattgreiðenda af rekstri Íbúðalánasjóðs hefur verið mikill og er vera ríkisins á húsnæðismarkaði dýru verði keypt fyrir skattgreiðendur. Erfitt er að réttlæta tilvist sjóðsins í óbreyttri mynd þar sem hann er að stærstum hluta rekinn í samkeppni við einkaaðila. Í allri umræðu um breytingar á húsnæðismarkaði verðum við að hafa í huga þá gullnu reglu að lágmarka áhættu skattgreiðenda. Skuldir lækkaEfnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar, þar á meðal hvað varðar húsnæðismál, verði enn betri en þau eru í dag. Tölur frá Seðlabankanum, Hagstofunni og fjármála- og efnahagsráðuneytinu leiða í ljós að við erum að ná árangri. Skuldir heimilanna hafa lækkað hratt og hafa ekki verið minni frá 2004. Í samanburði við þær þjóðir sem við helst berum okkur saman við er þróunin á Íslandi mjög til fyrirmyndar. Skuldirnar eru ekki einungis komnar niður fyrir þensluáhrif hrunsins heldur einnig niður fyrir þá bólu sem myndaðist fyrir hrun. Þegar litið er til skulda heimilanna sem hlutfalls af vergri landsframleiðslu er það nú það sama og árið 2004. Við höfum náð miklum árangri en betur má ef duga skal. Þessa breyttu og bættu skuldastöðu heimilanna má rekja til margra þátta. Ákjósanlegar efnahagslegar aðstæður og stöðugleiki sem hefur leitt til verulegrar kaupmáttaraukningar hjá almenningi spilar þar stærst hlutverk en kaupmáttur launa hefur aukist um 8% frá ársbyrjun 2013. Skuldaaðgerðir ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem samþykktar voru á Alþingi hafa haft mikil áhrif. Íbúðaskuldir hafa lækkað úr 72% í 65% af VLF og áhrifa þess mun gæta áfram til frekari lækkunar næstu misseri. Allt bendir til þess að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar, árferði og ytri aðstæður skili okkur enn frekari ávinningi á næstu árum. Efnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að við náum árangri og að lífskjör okkar verði enn betri en þau eru í dag.
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar