Samningafundi BHM og ríkis frestað til þrjú í dag Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júní 2015 07:00 Hluti samninganefndar BHM á fundi í karphúsinu í síðasta mánuði. Fundi sem hófst eftir hádegi í gær var á sjöunda tímanum frestað þar til síðdegis í dag. Fréttablaðið/Valli Umræðu um punkta sem samninganefnd ríkisins lagði fyrir fulltrúa Bandalags háskólamanna (BHM) hjá ríkissáttasemjara í gær verður fram haldið síðdegis í dag. Fundi sem hófst klukkan tvö í gærdag var upp úr klukkan sex frestað til þrjú síðdegis í dag, að því er Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir.Páll Halldórssonfréttablaðið/stefán„En í þessari stöðu sem við erum í hefur í raun ekkert gerst,“ sagði Páll eftir fundinn í gær. Samninganefnd ríkisins hafi ekki lagt fram formlegt tilboð, heldur umræðupunkta, sem ræddir hafi verið í gær og svo áfram í dag. „En á meðan menn eru með fund sem ekki hefur verið slitið þá er ekki venjan að ræða innihald fundanna,“ segir hann. Um leið segir Páll rétt að fólk sé orðið langþreytt á verkfalli sem staðið hafi í átta vikur hjá hluta félagsmanna og óþreyjufullt eftir góðum fréttum af gangi viðræðna. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hvort stefna viðræðna nú gefi tilefni til aukinnar bjartsýni. „Ég held ég segi nú bara no comment,“ segir hann.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og segir erfitt að spá um framhaldið. „Það voru ákveðnar hugmyndir lagðar á borðið sem við skiptumst á skoðunum um og erum að ræða. Á þessari stundu er eiginlega engu hægt að spá um það hvort tilefni sé til einhverrar bjartsýni. Við höldum bara áfram á morgun,“ sagði hún um kvöldmatarleytið í gær. Á síðasta fundi fyrir þennan, sem fram fór á föstudag, virtist deilan komin í algjöran hnút. Þá var upplýst á vef BHM að samninganefnd ríkisins hefði hafnað tilboði BHM og slitið viðræðum. „Ríkið bauð um fjögurra prósenta launahækkun á ári og lagði jafnframt til að samið yrði til ársins 2019. Það segir sig sjálft að tilboð ríkisins mætir ekki kröfum BHM,“ sagði þá á vef félagsins. „Skilaboð ríkisins til starfsmanna sinna eru skýr. Ríkið hefur hvorki áhuga á að meta menntun til launa né laga það launakerfi sem starfsmenn þess búa við og meta störf þeirra.“ Á mánudag funduðu svo forystumenn BHM með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Eftir þann fund kvaðst Páll búast við nýju útspili frá samninganefnd ríkisins á fundinum sem festað var í gær til dagsins í dag. Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Umræðu um punkta sem samninganefnd ríkisins lagði fyrir fulltrúa Bandalags háskólamanna (BHM) hjá ríkissáttasemjara í gær verður fram haldið síðdegis í dag. Fundi sem hófst klukkan tvö í gærdag var upp úr klukkan sex frestað til þrjú síðdegis í dag, að því er Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir.Páll Halldórssonfréttablaðið/stefán„En í þessari stöðu sem við erum í hefur í raun ekkert gerst,“ sagði Páll eftir fundinn í gær. Samninganefnd ríkisins hafi ekki lagt fram formlegt tilboð, heldur umræðupunkta, sem ræddir hafi verið í gær og svo áfram í dag. „En á meðan menn eru með fund sem ekki hefur verið slitið þá er ekki venjan að ræða innihald fundanna,“ segir hann. Um leið segir Páll rétt að fólk sé orðið langþreytt á verkfalli sem staðið hafi í átta vikur hjá hluta félagsmanna og óþreyjufullt eftir góðum fréttum af gangi viðræðna. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hvort stefna viðræðna nú gefi tilefni til aukinnar bjartsýni. „Ég held ég segi nú bara no comment,“ segir hann.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og segir erfitt að spá um framhaldið. „Það voru ákveðnar hugmyndir lagðar á borðið sem við skiptumst á skoðunum um og erum að ræða. Á þessari stundu er eiginlega engu hægt að spá um það hvort tilefni sé til einhverrar bjartsýni. Við höldum bara áfram á morgun,“ sagði hún um kvöldmatarleytið í gær. Á síðasta fundi fyrir þennan, sem fram fór á föstudag, virtist deilan komin í algjöran hnút. Þá var upplýst á vef BHM að samninganefnd ríkisins hefði hafnað tilboði BHM og slitið viðræðum. „Ríkið bauð um fjögurra prósenta launahækkun á ári og lagði jafnframt til að samið yrði til ársins 2019. Það segir sig sjálft að tilboð ríkisins mætir ekki kröfum BHM,“ sagði þá á vef félagsins. „Skilaboð ríkisins til starfsmanna sinna eru skýr. Ríkið hefur hvorki áhuga á að meta menntun til launa né laga það launakerfi sem starfsmenn þess búa við og meta störf þeirra.“ Á mánudag funduðu svo forystumenn BHM með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Eftir þann fund kvaðst Páll búast við nýju útspili frá samninganefnd ríkisins á fundinum sem festað var í gær til dagsins í dag.
Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira