„Fólki líður djöfullega með þetta" Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. júní 2015 07:00 Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður samtakanna, eftir að slitnaði upp úr viðræðum. fréttablaðið/Vilhelm „Fólki líður auðvitað djöfullega með þetta og það upplifir gríðarlega óvirðingu frá viðsemjendum okkar,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna, eftir að slitnaði upp úr viðræðum við ríkið síðdegis í gær. „Við upplifum það þannig að við séum búnir að sitja þarna í sýndarviðræðum um allangt skeið og ríkið sé ekkert að semja við okkur,“ segir Páll. Sáttafundi Félags hjúkrunarfræðinga við ríkið lauk sömuleiðis án árangurs um sama leyti. „Okkar kröfur hafa miðað að því að útrýma launamun og draga úr þessum kynbundna launamun og það er ekki sjáanlegur neinn vilji hjá ríkinu til að taka þau skref sem þarf að taka,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. „Það virðist hreinlega ekki vera neinn vilji hjá ríkisstjórninni til að byggja upp öflugt heilbrigðiskerfi með þátttöku hjúkrunarfræðinga.“ Verkföll sumra félagsmanna BHM hafa nú staðið yfir í meira en átta vikur og engin lausn er í sjónmáli. Verulegrar reiði og óþreyju er farið að gæta í röðum félagsmanna BHM. Þannig hefur þriðjungur geislafræðinga á LSH sagt upp störfum og margar ljósmæður hafa sótt um störf á Norðurlöndunum. „Þetta hefur auðvitað afleiðingar,“ segir Páll. „Ríkið á óhjákvæmilega eftir að lenda í erfiðum mönnunarvandamálum.“ Verkfall 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
„Fólki líður auðvitað djöfullega með þetta og það upplifir gríðarlega óvirðingu frá viðsemjendum okkar,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna, eftir að slitnaði upp úr viðræðum við ríkið síðdegis í gær. „Við upplifum það þannig að við séum búnir að sitja þarna í sýndarviðræðum um allangt skeið og ríkið sé ekkert að semja við okkur,“ segir Páll. Sáttafundi Félags hjúkrunarfræðinga við ríkið lauk sömuleiðis án árangurs um sama leyti. „Okkar kröfur hafa miðað að því að útrýma launamun og draga úr þessum kynbundna launamun og það er ekki sjáanlegur neinn vilji hjá ríkinu til að taka þau skref sem þarf að taka,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. „Það virðist hreinlega ekki vera neinn vilji hjá ríkisstjórninni til að byggja upp öflugt heilbrigðiskerfi með þátttöku hjúkrunarfræðinga.“ Verkföll sumra félagsmanna BHM hafa nú staðið yfir í meira en átta vikur og engin lausn er í sjónmáli. Verulegrar reiði og óþreyju er farið að gæta í röðum félagsmanna BHM. Þannig hefur þriðjungur geislafræðinga á LSH sagt upp störfum og margar ljósmæður hafa sótt um störf á Norðurlöndunum. „Þetta hefur auðvitað afleiðingar,“ segir Páll. „Ríkið á óhjákvæmilega eftir að lenda í erfiðum mönnunarvandamálum.“
Verkfall 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira