Stærsta áhættan er staða Grikklands Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2015 05:00 Catherine Mann segir að Evrópusambandið sé bjarti punkturinn í hagspánni. NordicPhotos/afp Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) býst nú við minni vexti í alheimshagkerfinu en áður. Ástæðan er sú að fjárfestingar eru minni en áður var búist við og áhættuþættir, eins og mögulegt greiðslufall Grikklands, draga úr trausti á markaðnum. OECD býst við að vöxtur í alþjóðahagkerfinu verði 3,1 prósent á þessu ári, en í október síðastliðnum var búist við að hann yrði 3,7 prósent. Að meðaltali hefur hagvöxturinn á ári verið 3,9 prósent allt frá árinu 2011. Á síðasta ári var hagvöxtur 3,3 prósent. Á vef Bloomberg segir að stórfyrirtæki hafi haldið aftur af sér í fjárfestingum. Það hefur valdið því að dregið hafi úr eftirspurn. Það dregur úr vexti á atvinnumarkaði, dregur úr launahækkunum og þar með neyslu. Minni hagvöxtur í Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi í heimi, var stærsta ástæðan fyrir endurskoðaðri hagspá OECD. En einnig er ástæðan rakin til minni hagvaxtar í Kína. OECD býst við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2 prósent í ár en hann var 2,4 prósent í fyrra. Í mars var aftur á móti búist við að hagvöxtur í Bandaríkjunum yrði 3,1 prósent. Hagvöxtur í Kína verður 6,8 prósent en hann var 7,4 prósent í fyrra. Hagvöxtur á evrusvæðinu eykst aftur á móti og er það rakið til magnbundinnar íhlutunar sem Seðlabanki Evrópu réðst í fyrir nokkrum mánuðum. Búist er við að hagvöxturinn verði 1,4 prósent í ár en hann var 0,9 prósent á evrusvæðinu í fyrra. „Evrusvæðið er ljósi punkturinn í myndinni,“ segir Catherine Mann, aðalhagfræðingur OECD, í samtali við Bloomberg. „Aðgerðir Seðlabanka Evrópu, lækkun evrunnar og lægra olíuverð, virðist skila jákvæðri niðurstöðu,“ segir Mann. Hún segir að evruríkin gætu aftur á móti aukið hagvöxt enn meira með því að auka opinbera fjárfestingu. Stærsta verkefnið er þó að leysa vandamál sem tengjast ríkisfjármálum Grikklands. Staða ríkisfjármála þar dregur úr væntingum fjárfesta víða í öðrum ríkjum. OECD lítur svo á að greiðslufall gríska ríkisins eða brotthvarf ríkisins úr Evrópusambandinu yrði til þess að valda evruríkjunum efnahagslegum vandræðum. Búist var við því að Alexis Tsipras myndi hitta Jean-Claude Juncker, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, í gær. Grikkland Tengdar fréttir Áherslan verði á minni kostnað Arion banka líst illa á hugmyndir um auknar bætur í húsnæðiskerfið. 4. júní 2015 07:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) býst nú við minni vexti í alheimshagkerfinu en áður. Ástæðan er sú að fjárfestingar eru minni en áður var búist við og áhættuþættir, eins og mögulegt greiðslufall Grikklands, draga úr trausti á markaðnum. OECD býst við að vöxtur í alþjóðahagkerfinu verði 3,1 prósent á þessu ári, en í október síðastliðnum var búist við að hann yrði 3,7 prósent. Að meðaltali hefur hagvöxturinn á ári verið 3,9 prósent allt frá árinu 2011. Á síðasta ári var hagvöxtur 3,3 prósent. Á vef Bloomberg segir að stórfyrirtæki hafi haldið aftur af sér í fjárfestingum. Það hefur valdið því að dregið hafi úr eftirspurn. Það dregur úr vexti á atvinnumarkaði, dregur úr launahækkunum og þar með neyslu. Minni hagvöxtur í Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi í heimi, var stærsta ástæðan fyrir endurskoðaðri hagspá OECD. En einnig er ástæðan rakin til minni hagvaxtar í Kína. OECD býst við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2 prósent í ár en hann var 2,4 prósent í fyrra. Í mars var aftur á móti búist við að hagvöxtur í Bandaríkjunum yrði 3,1 prósent. Hagvöxtur í Kína verður 6,8 prósent en hann var 7,4 prósent í fyrra. Hagvöxtur á evrusvæðinu eykst aftur á móti og er það rakið til magnbundinnar íhlutunar sem Seðlabanki Evrópu réðst í fyrir nokkrum mánuðum. Búist er við að hagvöxturinn verði 1,4 prósent í ár en hann var 0,9 prósent á evrusvæðinu í fyrra. „Evrusvæðið er ljósi punkturinn í myndinni,“ segir Catherine Mann, aðalhagfræðingur OECD, í samtali við Bloomberg. „Aðgerðir Seðlabanka Evrópu, lækkun evrunnar og lægra olíuverð, virðist skila jákvæðri niðurstöðu,“ segir Mann. Hún segir að evruríkin gætu aftur á móti aukið hagvöxt enn meira með því að auka opinbera fjárfestingu. Stærsta verkefnið er þó að leysa vandamál sem tengjast ríkisfjármálum Grikklands. Staða ríkisfjármála þar dregur úr væntingum fjárfesta víða í öðrum ríkjum. OECD lítur svo á að greiðslufall gríska ríkisins eða brotthvarf ríkisins úr Evrópusambandinu yrði til þess að valda evruríkjunum efnahagslegum vandræðum. Búist var við því að Alexis Tsipras myndi hitta Jean-Claude Juncker, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, í gær.
Grikkland Tengdar fréttir Áherslan verði á minni kostnað Arion banka líst illa á hugmyndir um auknar bætur í húsnæðiskerfið. 4. júní 2015 07:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Áherslan verði á minni kostnað Arion banka líst illa á hugmyndir um auknar bætur í húsnæðiskerfið. 4. júní 2015 07:00