Innlent

Enn stál í stál í kjaraviðræðum

Sveinn Arnarsson skrifar
Samstöðufundur var haldinn meðal félaga BHM í maí. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður félagsins.
Samstöðufundur var haldinn meðal félaga BHM í maí. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður félagsins. Fréttablaðið/GVA
lLítið þokast í kjaraviðræðum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna við íslenska ríkið. Slitnað hefur upp úr viðræðum og engir nýir fundir hafa verið boðaðir í deilunni. Einnig er lítinn sáttatón að heyra frá Samtökum atvinnulífsins og forsvarsmönnum iðnaðarmanna sem eiga einnig í kjaradeilu og hafa boðað sjö daga verkfall í júní.

Hundruð skilnaðar- og forsjármála hafa tafist vegna verkfalls lögfræðinga hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og um 14.000 mál bíða afgreiðslu hjá embættinu. Þar af eru um 9.000 þinglýsingar. Staðan er orðin mjög slæm þar sem um viðkvæman málaflokk er að ræða. Lögfræðingar hins opinbera hafa verið í verkfalli í um níu vikur, en það hófst þann 7. apríl síðastliðinn.

Þyrí Steingrímsdóttir hæstaréttarlögmaður segir stöðuna erfiða. „Mál sem varða umgengni við börn, sáttameðferðir í forsjármálum eða frágang dánarbúa, allt þetta er stopp.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×