Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. júní 2015 07:00 Prófessor Helgi Gunnlaugsson segir niðurstöður rannsóknarinnar koma nokkuð á óvart Fréttablaðið/vilhelm Fjörutíu og sex prósent landsmanna telja að sakborningar í al-Thani málinu hafi fengið of væga dóma. Þetta kemur fram í rannsókn sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Í al-Thani málinu voru þrír stjórnendur Kaupþings og einn aðaleigandinn dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Þyngsta refsingin var fangelsi í fimm og hálft ár og sú vægasta fjögurra ára. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd rannsóknarinnar.„Þetta kom mér á óvart. Ég bjóst við því að margir myndu segja að þetta væru hæfilega þungir dómar,“ segir Helgi. Hann bendir á að einstaklingarnir sem þarna um ræðir hafi mátt þola ýmislegt í íslensku samfélagi. Þeir hafi orðið fyrir miklum álitshnekki sem megi líta á sem refsingu. „Þeir hafa þurft að búa við það í næstum sjö ár og síðan loksins eftir rúmlega sex ár þá kemur dómur upp á fleiri ár í fangelsi. Það sýnir að það er reiði í samfélaginu og menn kenna þessum toppum í bönkunum um hvers vegna svona illa fór fyrir okkur Íslendingum.“ Menn fókuseri svolítið á það að bankamennirnir hafi verið ráðandi í því hversu illa fór fyrir okkur árið 2008. Helgi segist hafa búist við því að fleiri myndu segja að dómarnir væru hæfilega þungir og jafnvel að einhverjir myndu segja að þetta væri of þungt. Hann segir þessa dóma þunga í alþjóðlegu samhengi. „Ísland er að stíga þarna skref sem aðrar þjóðir hafa ekki gert í sama mæli,“ segir hann. Hann tekur Norðurlöndin sem dæmi, þar sem miklar bankakrísur voru upp úr 1990.Eftirtekt á alþjóðavísu Helgi segir dómana vekja eftirtekt á alþjóðavísu og búast megi við fleiri dómsuppsögum. Mál á hendur stjórnendum Glitnis og Landsbankans bíði eftir afgreiðslu í dómskerfinu. „Og þarna er komið fordæmi sem fer væntanlega yfir á Glitni og Landsbankann,“ segir hann. Þá segir Helgi að það hafi líka komið á óvart að flestir, eða um 36 prósent aðspurðra, telji efnahagsbrot vera alvarlegustu brotin. Helgi segir að lengst af frá árinu 1989, þegar hann gerði fyrst slíka rannsókn, hafi fíkniefnabrot verið alin alvarlegust. „Árið 2013 voru miklar áhyggjur af kynferðisbrotum gagnvart börnum en efnahagsbrotin voru þarna líka.“ Þessi mæling, árið 2015, sé sú fyrsta þar sem flestir hafi áhyggjur af efnahagsbrotum. Helgi segir að mun fleiri nefni efnahagsbrot sem alvarlegustu brot eftir hrun en fyrir bankahrunið. „Þetta byrjar að stíga eftir hrun og núna eru flestir sem nefna það.“Aðferðafræði rannsóknarinnar Mælingin var gerð í apríl 2015 af Félagsvísindastofnun HÍ fyrir Helga Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stuðst var við úrtak um 1.200 manns úr þjóðskrá, 18 ára og eldri, og svörun var um 60 prósent. Þess var gætt að svörin endurspegluðu samsetningu þjóðarinnar á fullnægjandi hátt eftir kyni, aldri og búsetu og því er hægt að alhæfa um niðurstöðurnar á þjóðina alla 18 ára og eldri. Tengdar fréttir Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Fjörutíu og sex prósent landsmanna telja að sakborningar í al-Thani málinu hafi fengið of væga dóma. Þetta kemur fram í rannsókn sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Í al-Thani málinu voru þrír stjórnendur Kaupþings og einn aðaleigandinn dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Þyngsta refsingin var fangelsi í fimm og hálft ár og sú vægasta fjögurra ára. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd rannsóknarinnar.„Þetta kom mér á óvart. Ég bjóst við því að margir myndu segja að þetta væru hæfilega þungir dómar,“ segir Helgi. Hann bendir á að einstaklingarnir sem þarna um ræðir hafi mátt þola ýmislegt í íslensku samfélagi. Þeir hafi orðið fyrir miklum álitshnekki sem megi líta á sem refsingu. „Þeir hafa þurft að búa við það í næstum sjö ár og síðan loksins eftir rúmlega sex ár þá kemur dómur upp á fleiri ár í fangelsi. Það sýnir að það er reiði í samfélaginu og menn kenna þessum toppum í bönkunum um hvers vegna svona illa fór fyrir okkur Íslendingum.“ Menn fókuseri svolítið á það að bankamennirnir hafi verið ráðandi í því hversu illa fór fyrir okkur árið 2008. Helgi segist hafa búist við því að fleiri myndu segja að dómarnir væru hæfilega þungir og jafnvel að einhverjir myndu segja að þetta væri of þungt. Hann segir þessa dóma þunga í alþjóðlegu samhengi. „Ísland er að stíga þarna skref sem aðrar þjóðir hafa ekki gert í sama mæli,“ segir hann. Hann tekur Norðurlöndin sem dæmi, þar sem miklar bankakrísur voru upp úr 1990.Eftirtekt á alþjóðavísu Helgi segir dómana vekja eftirtekt á alþjóðavísu og búast megi við fleiri dómsuppsögum. Mál á hendur stjórnendum Glitnis og Landsbankans bíði eftir afgreiðslu í dómskerfinu. „Og þarna er komið fordæmi sem fer væntanlega yfir á Glitni og Landsbankann,“ segir hann. Þá segir Helgi að það hafi líka komið á óvart að flestir, eða um 36 prósent aðspurðra, telji efnahagsbrot vera alvarlegustu brotin. Helgi segir að lengst af frá árinu 1989, þegar hann gerði fyrst slíka rannsókn, hafi fíkniefnabrot verið alin alvarlegust. „Árið 2013 voru miklar áhyggjur af kynferðisbrotum gagnvart börnum en efnahagsbrotin voru þarna líka.“ Þessi mæling, árið 2015, sé sú fyrsta þar sem flestir hafi áhyggjur af efnahagsbrotum. Helgi segir að mun fleiri nefni efnahagsbrot sem alvarlegustu brot eftir hrun en fyrir bankahrunið. „Þetta byrjar að stíga eftir hrun og núna eru flestir sem nefna það.“Aðferðafræði rannsóknarinnar Mælingin var gerð í apríl 2015 af Félagsvísindastofnun HÍ fyrir Helga Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stuðst var við úrtak um 1.200 manns úr þjóðskrá, 18 ára og eldri, og svörun var um 60 prósent. Þess var gætt að svörin endurspegluðu samsetningu þjóðarinnar á fullnægjandi hátt eftir kyni, aldri og búsetu og því er hægt að alhæfa um niðurstöðurnar á þjóðina alla 18 ára og eldri.
Tengdar fréttir Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00