Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Svavar Hávarðsson skrifar 9. júní 2015 09:00 Skipið sem mun framkvæma könnunina á milli Færeyja og Íslands heitir Stril Explorer og hefur verið í eigu MMT frá því í fyrra. Um 50 manns munu koma að rannsóknum. MYND/MMA Sjávarbotnsrannsókn vegna lagningar sæstrengs á milli Bretlands og Íslands hefst í vikunni og stendur í allt sumar. Félagið sem stendur fyrir rannsókninni er Atlantic Superconnection (ASC); félag breskra fjárfesta sem miðar að því að fjármagna og setja upp sæstreng á milli landanna. ASC hefur fengið sænska hafrannsóknarfyrirtækið MMT til verksins en gefur ekki upp hversu kostnaðarsamt verkefnið er vegna samkeppnissjónarmiða. Orkustofnun hefur gefið út leyfi fyrir rannsókninni. Landsvirkjun telur sölu á rafmagni til Evrópu í gegnum sæstreng mjög áhugaverðan kost enda um mikla fjárhagslega hagsmuni að tefla. Seinagangur heimavinnu íslenskra stjórnvalda hefur verið nefndur, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur þvertekið fyrir og segir að aðeins sé verið að vinna nauðsynlega heimavinnu.Botnrannsóknir ASC vekja því athygli, en fyrirtækið áréttar að þær komi viðræðum landanna ekki við – þær séu enn þá á óformlegu stigi. Könnunin er gerð til að gefa skýrari mynd af mikilvægum tækniatriðum. Byrjað verður að rannsaka hafsbotninn við Færeyjar, upp með Orkneyjum og Hjaltlandseyjum og þaðan upp að austurströnd Íslands. Síðari hluti rannsóknarinnar fer fram á hafsbotninum á milli Færeyja og suður að norðurhluta Bretlands. Áhætta á röskun lífríkis er talin hverfandi. Forsvarsmenn ASC eru bjartsýnir á að rannsóknin nýtist vel í verkefninu um sæstreng á milli Íslands og Bretlands. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sjávarbotnsrannsókn vegna lagningar sæstrengs á milli Bretlands og Íslands hefst í vikunni og stendur í allt sumar. Félagið sem stendur fyrir rannsókninni er Atlantic Superconnection (ASC); félag breskra fjárfesta sem miðar að því að fjármagna og setja upp sæstreng á milli landanna. ASC hefur fengið sænska hafrannsóknarfyrirtækið MMT til verksins en gefur ekki upp hversu kostnaðarsamt verkefnið er vegna samkeppnissjónarmiða. Orkustofnun hefur gefið út leyfi fyrir rannsókninni. Landsvirkjun telur sölu á rafmagni til Evrópu í gegnum sæstreng mjög áhugaverðan kost enda um mikla fjárhagslega hagsmuni að tefla. Seinagangur heimavinnu íslenskra stjórnvalda hefur verið nefndur, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur þvertekið fyrir og segir að aðeins sé verið að vinna nauðsynlega heimavinnu.Botnrannsóknir ASC vekja því athygli, en fyrirtækið áréttar að þær komi viðræðum landanna ekki við – þær séu enn þá á óformlegu stigi. Könnunin er gerð til að gefa skýrari mynd af mikilvægum tækniatriðum. Byrjað verður að rannsaka hafsbotninn við Færeyjar, upp með Orkneyjum og Hjaltlandseyjum og þaðan upp að austurströnd Íslands. Síðari hluti rannsóknarinnar fer fram á hafsbotninum á milli Færeyja og suður að norðurhluta Bretlands. Áhætta á röskun lífríkis er talin hverfandi. Forsvarsmenn ASC eru bjartsýnir á að rannsóknin nýtist vel í verkefninu um sæstreng á milli Íslands og Bretlands.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira