Vel heppnað útspil, en hvað svo? Stjórnarmaðurinn skrifar 10. júní 2015 09:45 Ljóst er að tillögur ríkisstjórnarinnar um losun gjaldeyrishaftanna mælast vel fyrir. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, ráðgjafar og aðrir eiga hrós skilið. Hvað varðar slitabúin eru kröfuhöfum í raun gefnir afarkostir: Annaðhvort nái þeir nauðasamningum við slitastjórnir bankanna fyrir næstkomandi áramót, eða sæti að öðrum kosti skattlagningu sem næmi 39% af verðmæti heildareigna slitabúanna við áramót. Eftirtektarvert var hversu miklu púðri var eytt í skýringu á stöðugleikaskattinum, en síðar kom í ljós að drög að samkomulagi liggja fyrir við slitastjórnir Kaupþings og Glitnis. Hafa drögin hlotið samþykki stærstu kröfuhafa hvors banka, og verður að teljast langlíklegast að nauðasamningar verði ofan á og aldrei komi til skattheimtunnar. Með nokkurri einföldun tryggir nauðsamningsleiðin íslenska ríkinu hagnaðarhlutdeild í framtíðarafkomu nýju bankanna, auk þess sem búin láta af hendi tilteknar eignir og kröfur sem síðar gætu valdið gjaldeyrisútflæði. Fjárhagslegu áhrifin á ríkissjóð eru því sennilega sambærileg við skattaleiðina. Hvað sem því líður er niðurstaðan góð, og merkilegt að tekist hafi að vinna samkomulag við kröfuhafana á löngum tíma því sem næst í kyrrþey. Enn merkilegra er svo ef rétt reynist að nýir eigendur að Íslandsbanka verði kynntir til leiks á næstu dögum. Samhliða var lögð fram tillaga um hvernig á að leysa snjóhengjuvandann svokallaða, þ.e.a.s. krónuinnistæður erlendis. Er í þeim efnum lagt til að krónueigendur eigi tvo kosti; þátttöku í gjaldeyrisuppboði, eða kaup á langtímaríkisskuldabréfum. Þeir sem ekki velja annan þessara kosta lenda í því að krónur þeirra verða festar á vaxtalausum krónureikningum til langs tíma. Ljóst er að í báðum tilfellum eru fjárfestum gefnir afarkostir: annaðhvort taka þeir tillögum stjórnvalda eða hljóta verra af. Líklega er slík aðferðafræði vænlegust til að leysa vandann. Það er allt eða ekkert, og bara eitt skot í byssunni, eins og einhver sagði. Nú þegar raunhæf lausn á uppgjöri slitabúanna og snjóhengjunni liggur fyrir þarf að huga að næsta skrefi, þ.e.a.s. afléttingu haftanna sjálfra og framtíðarskipan gjaldeyrismála í landinu. Vissulega er í kynningu stjórnvalda mælt fyrir um verulegar tilslakanir til fjárfestinga erlendis fyrir einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Í þeim efnum vantar hins vegar eðlilega kjöt á beinin, enda frekari útfærslu að vænta með haustinu. Í framhaldi þarf svo að ræða stóra málið: Er krónan raunhæfur valkostur til frambúðar? Hagsagan á lýðveldistímanum bendir eindregið til að svo sé ekki.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Ljóst er að tillögur ríkisstjórnarinnar um losun gjaldeyrishaftanna mælast vel fyrir. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, ráðgjafar og aðrir eiga hrós skilið. Hvað varðar slitabúin eru kröfuhöfum í raun gefnir afarkostir: Annaðhvort nái þeir nauðasamningum við slitastjórnir bankanna fyrir næstkomandi áramót, eða sæti að öðrum kosti skattlagningu sem næmi 39% af verðmæti heildareigna slitabúanna við áramót. Eftirtektarvert var hversu miklu púðri var eytt í skýringu á stöðugleikaskattinum, en síðar kom í ljós að drög að samkomulagi liggja fyrir við slitastjórnir Kaupþings og Glitnis. Hafa drögin hlotið samþykki stærstu kröfuhafa hvors banka, og verður að teljast langlíklegast að nauðasamningar verði ofan á og aldrei komi til skattheimtunnar. Með nokkurri einföldun tryggir nauðsamningsleiðin íslenska ríkinu hagnaðarhlutdeild í framtíðarafkomu nýju bankanna, auk þess sem búin láta af hendi tilteknar eignir og kröfur sem síðar gætu valdið gjaldeyrisútflæði. Fjárhagslegu áhrifin á ríkissjóð eru því sennilega sambærileg við skattaleiðina. Hvað sem því líður er niðurstaðan góð, og merkilegt að tekist hafi að vinna samkomulag við kröfuhafana á löngum tíma því sem næst í kyrrþey. Enn merkilegra er svo ef rétt reynist að nýir eigendur að Íslandsbanka verði kynntir til leiks á næstu dögum. Samhliða var lögð fram tillaga um hvernig á að leysa snjóhengjuvandann svokallaða, þ.e.a.s. krónuinnistæður erlendis. Er í þeim efnum lagt til að krónueigendur eigi tvo kosti; þátttöku í gjaldeyrisuppboði, eða kaup á langtímaríkisskuldabréfum. Þeir sem ekki velja annan þessara kosta lenda í því að krónur þeirra verða festar á vaxtalausum krónureikningum til langs tíma. Ljóst er að í báðum tilfellum eru fjárfestum gefnir afarkostir: annaðhvort taka þeir tillögum stjórnvalda eða hljóta verra af. Líklega er slík aðferðafræði vænlegust til að leysa vandann. Það er allt eða ekkert, og bara eitt skot í byssunni, eins og einhver sagði. Nú þegar raunhæf lausn á uppgjöri slitabúanna og snjóhengjunni liggur fyrir þarf að huga að næsta skrefi, þ.e.a.s. afléttingu haftanna sjálfra og framtíðarskipan gjaldeyrismála í landinu. Vissulega er í kynningu stjórnvalda mælt fyrir um verulegar tilslakanir til fjárfestinga erlendis fyrir einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Í þeim efnum vantar hins vegar eðlilega kjöt á beinin, enda frekari útfærslu að vænta með haustinu. Í framhaldi þarf svo að ræða stóra málið: Er krónan raunhæfur valkostur til frambúðar? Hagsagan á lýðveldistímanum bendir eindregið til að svo sé ekki.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira