Doktorsgráðan skilar launalækkun Nýdoktorar við HÍ skrifar 10. júní 2015 07:00 Brennandi áhugi og metnaður er oftast það sem drífur fólk til þess að fara í doktorsnám. Þótt fæstir geri sér von um ofurlaun þegar ákveðið er að leggja vísindin fyrir sig hvarflar það þó varla að neinum að doktorsprófið sjálft skili launalækkun. Þannig er nú samt raunin á Íslandi í dag.Nýdoktorar: Meiri menntun, lægri laun Nýdoktorar (e. postdoctoral researchers) starfa í háskólasamfélaginu við vísindarannsóknir eftir doktorspróf. Stór hluti nýdoktora starfar við Háskóla Íslands (HÍ) og tilheyrir Félagi háskólakennara (FH). Þegar samið var um launahækkanir hjá FH árið 2014 hækkuðu akademískir starfsmenn um 4–5 launaþrep og starfsmenn stjórnsýslu um 3–4 launaþrep. Nýdoktorar hækkuðu ekki um eitt einasta launaþrep. Laun nýdoktora virðast vera einhliða ákvörðuð af samkeppnissjóðum landsins og ljóst er að þessi laun hafa ekki á nokkurn hátt fylgt launaþróun í landinu. Doktorsgráðan virðist, ótrúlegt en satt, gjarna fela í sér lækkun launa. Í stefnumörkun Háskóla Íslands árið 2006 var lögð mikil áhersla á eflingu rannsókna og doktorsnáms. Efling doktorsnámsins átti án efa ríkan þátt í að styrkja stöðu Háskóla Íslands sem viðurkennds alþjóðlegs rannsóknarháskóla. Bág kjör nýdoktora og aðstöðuleysi þeirra er aftur á móti í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu.BA/BS- og MA/MS-gráður skila hærri launum Laun nýdoktors eru töluvert lægri en meðallaun annarra ríkisstarfsmanna með háskólapróf. Þegar launakönnun Bandalags háskólamanna (BHM) fyrir árið 2013 er skoðuð má sjá að meðallaun fólks með BA/BS-gráðu (sem lokið hefur um þriggja ára háskólanámi) eru 65 þúsund krónum hærri en nýdoktora (sem lokið hafa um átta ára háskólanámi) við HÍ árið 2015 og laun MA/MS-menntaðra (sem lokið hafa um fjögurra til fimm ára háskólanámi) eru 100 þúsund krónum hærri. Einnig eru fjölmörg dæmi um að einstaklingar lækki í launum þegar doktorsnámi lýkur og þeir taka við starfi nýdoktors við Háskóla Íslands.Nokkur raunveruleg dæmi Starfsmaður Háskóla Íslands með doktorspróf gegndi stöðu sem krafðist meistaragráðu en þáði nýdoktorsstöðu innan sömu stofnunar sem krafðist doktorsprófs. Þrátt fyrir auknar menntunarkröfur lækkaði viðkomandi í launum um 70.000 kr. á mánuði við þessa tilfærslu. Sálfræðingur sem starfaði innan Landspítala Háskólasjúkrahúss lauk doktorsprófi og fór í kjölfarið að sinna störfum nýdoktors. Ef sálfræðingurinn hefði þess í stað unnið sem klínískur sálfræðingur á Landspítala hefðu mánaðarlaun hans verið um 80.000 kr. hærri. Þess í stað eru kjör sálfræðingsins – sem er á fertugsaldri, með doktorsgráðu og talsverða starfsreynslu – sambærileg við laun nýútskrifaðs 27 ára sálfræðings án nokkurrar starfsreynslu. Einstaklingur færði sig úr sambærilegu starfi við HÍ yfir í aðra stöðu nýdoktors innan sömu stofnunar. Við þetta lækkaði viðkomandi verulega í launum og var ekki kunnugt um þessa lækkun fyrr en eftir tæplega þriggja vikna vinnu í nýju stöðunni. Manneskjan, sem var fyrirvinna heimilisins með tvö börn á framfæri og himinhá námslán, hrökklaðist að lokum frá störfum vegna fjárhagsörðugleika. Hún fékk vinnu utan háskólans og tvöfaldaði við það laun sín. Náttúrufræðingur sem starfaði við rannsóknir á Landspítala Háskólasjúkrahúsi hlaut styrk frá Nýliðunarsjóði Háskóla Íslands. Við það var Háskólinn orðinn vinnuveitandi hans í stað Landsspítalans og sjálfkrafa lækkaði viðkomandi starfsmaður í launum um 100.000 kr. á mánuði. Þessi starfsmaður situr enn á sömu skrifstofunni og vinnur enn að sömu rannsóknum. Það eina sem breyttist (fyrir utan doktorsgráðuna og aukna reynslu starfsmannsins) var hinn nýi vinnuveitandi og verri kjör.Ástandið óviðunandi Við þetta er að sjálfsögðu ekki hægt að una. Nýdoktorar styðja heilshugar þá kröfu að menntun skuli metin til launa og ætla sér ekki að sitja hjá í kjarabótum í þetta sinn. Nýdoktorar fagna því að nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, hafi lýst því yfir að hann ætli að beita sér fyrir því að nýdoktorar fái sömu tækifæri og aðrir akademískir starfsmenn innan HÍ og að þeim sé boðið upp á sanngjörn launakjör miðað við reynslu þeirra og menntun – kjör sem séu samkeppnishæf á alþjóðlegum vettvangi. Með þessi vilyrði í farteskinu getum við nýdoktorar því ekki annað en verið bjartsýnir og bíðum þess full eftirvæntingar að sjá kjör okkar leiðrétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Brennandi áhugi og metnaður er oftast það sem drífur fólk til þess að fara í doktorsnám. Þótt fæstir geri sér von um ofurlaun þegar ákveðið er að leggja vísindin fyrir sig hvarflar það þó varla að neinum að doktorsprófið sjálft skili launalækkun. Þannig er nú samt raunin á Íslandi í dag.Nýdoktorar: Meiri menntun, lægri laun Nýdoktorar (e. postdoctoral researchers) starfa í háskólasamfélaginu við vísindarannsóknir eftir doktorspróf. Stór hluti nýdoktora starfar við Háskóla Íslands (HÍ) og tilheyrir Félagi háskólakennara (FH). Þegar samið var um launahækkanir hjá FH árið 2014 hækkuðu akademískir starfsmenn um 4–5 launaþrep og starfsmenn stjórnsýslu um 3–4 launaþrep. Nýdoktorar hækkuðu ekki um eitt einasta launaþrep. Laun nýdoktora virðast vera einhliða ákvörðuð af samkeppnissjóðum landsins og ljóst er að þessi laun hafa ekki á nokkurn hátt fylgt launaþróun í landinu. Doktorsgráðan virðist, ótrúlegt en satt, gjarna fela í sér lækkun launa. Í stefnumörkun Háskóla Íslands árið 2006 var lögð mikil áhersla á eflingu rannsókna og doktorsnáms. Efling doktorsnámsins átti án efa ríkan þátt í að styrkja stöðu Háskóla Íslands sem viðurkennds alþjóðlegs rannsóknarháskóla. Bág kjör nýdoktora og aðstöðuleysi þeirra er aftur á móti í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu.BA/BS- og MA/MS-gráður skila hærri launum Laun nýdoktors eru töluvert lægri en meðallaun annarra ríkisstarfsmanna með háskólapróf. Þegar launakönnun Bandalags háskólamanna (BHM) fyrir árið 2013 er skoðuð má sjá að meðallaun fólks með BA/BS-gráðu (sem lokið hefur um þriggja ára háskólanámi) eru 65 þúsund krónum hærri en nýdoktora (sem lokið hafa um átta ára háskólanámi) við HÍ árið 2015 og laun MA/MS-menntaðra (sem lokið hafa um fjögurra til fimm ára háskólanámi) eru 100 þúsund krónum hærri. Einnig eru fjölmörg dæmi um að einstaklingar lækki í launum þegar doktorsnámi lýkur og þeir taka við starfi nýdoktors við Háskóla Íslands.Nokkur raunveruleg dæmi Starfsmaður Háskóla Íslands með doktorspróf gegndi stöðu sem krafðist meistaragráðu en þáði nýdoktorsstöðu innan sömu stofnunar sem krafðist doktorsprófs. Þrátt fyrir auknar menntunarkröfur lækkaði viðkomandi í launum um 70.000 kr. á mánuði við þessa tilfærslu. Sálfræðingur sem starfaði innan Landspítala Háskólasjúkrahúss lauk doktorsprófi og fór í kjölfarið að sinna störfum nýdoktors. Ef sálfræðingurinn hefði þess í stað unnið sem klínískur sálfræðingur á Landspítala hefðu mánaðarlaun hans verið um 80.000 kr. hærri. Þess í stað eru kjör sálfræðingsins – sem er á fertugsaldri, með doktorsgráðu og talsverða starfsreynslu – sambærileg við laun nýútskrifaðs 27 ára sálfræðings án nokkurrar starfsreynslu. Einstaklingur færði sig úr sambærilegu starfi við HÍ yfir í aðra stöðu nýdoktors innan sömu stofnunar. Við þetta lækkaði viðkomandi verulega í launum og var ekki kunnugt um þessa lækkun fyrr en eftir tæplega þriggja vikna vinnu í nýju stöðunni. Manneskjan, sem var fyrirvinna heimilisins með tvö börn á framfæri og himinhá námslán, hrökklaðist að lokum frá störfum vegna fjárhagsörðugleika. Hún fékk vinnu utan háskólans og tvöfaldaði við það laun sín. Náttúrufræðingur sem starfaði við rannsóknir á Landspítala Háskólasjúkrahúsi hlaut styrk frá Nýliðunarsjóði Háskóla Íslands. Við það var Háskólinn orðinn vinnuveitandi hans í stað Landsspítalans og sjálfkrafa lækkaði viðkomandi starfsmaður í launum um 100.000 kr. á mánuði. Þessi starfsmaður situr enn á sömu skrifstofunni og vinnur enn að sömu rannsóknum. Það eina sem breyttist (fyrir utan doktorsgráðuna og aukna reynslu starfsmannsins) var hinn nýi vinnuveitandi og verri kjör.Ástandið óviðunandi Við þetta er að sjálfsögðu ekki hægt að una. Nýdoktorar styðja heilshugar þá kröfu að menntun skuli metin til launa og ætla sér ekki að sitja hjá í kjarabótum í þetta sinn. Nýdoktorar fagna því að nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, hafi lýst því yfir að hann ætli að beita sér fyrir því að nýdoktorar fái sömu tækifæri og aðrir akademískir starfsmenn innan HÍ og að þeim sé boðið upp á sanngjörn launakjör miðað við reynslu þeirra og menntun – kjör sem séu samkeppnishæf á alþjóðlegum vettvangi. Með þessi vilyrði í farteskinu getum við nýdoktorar því ekki annað en verið bjartsýnir og bíðum þess full eftirvæntingar að sjá kjör okkar leiðrétt.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun