Aldraðir eiga að fá 300 þúsund á mánuði Björgvin Guðmundsson skrifar 10. júní 2015 07:00 Aldraðir og öryrkjar eiga siðferðilegan rétt á því að fá sömu hækkun á lífeyri sínum frá TR eins og verkafólk fær á sínum launum samkvæmt nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra svaraði því neitandi, þegar formaður Samfylkingarinnar spurði að því á Alþingi, hvort lífeyrir yrði hækkaður til jafns við lægstu laun. Fjármálaráðherra sagði, að ríkið hefði ekki efni á því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja! Ráðherrann gaf jafnframt í skyn, að ríkinu bæri ekki skylda til þess að hækka lífeyri jafnmikið og laun! Lengi vel var það svo, að tilgreint var ákveðið í lögum, að lífeyrir ætti að hækka jafnmikið og lágmarkslaun. Davíð Oddsson lét sem forsætisráðherra og formaður Sjàlfstæðisflokksins fella þetta ákvæði úr lögunum. En í staðinn var sett í lögin, að við hækkun lífeyris ætti að taka mið af launaþróun en lífeyrir aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Þegar Davíð sætti gagnrýni fyrir þessa breytingu sagði hann, að þetta yrði betra fyrir lífeyrisþega. Nú væru þeir tryggðir bæði með belti og axlaböndum. Það skýtur því skökku við, að núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins reyni að ómerkja orð Davíðs og neiti að láta lífeyri hækka til jafns við lægstu laun!Aldraðir fái 300 þúsund fyrr Lífeyrir aldraðra og öryrkja verður að hækka í 300 þúsund kr. á mánuði eins og laun. Lögin og andi þeirra segja það. Og yfirlýsing Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra styður við þá túlkun. Spurningin er aðeins sú, hvort lífeyrir þurfi ekki að hækka fyrr í 300 þúsund en eftir 3 ár. Ef til vill væri eðlilegra að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði í 300 þúsund eftir 2 ár. Neyslukönnun Hagstofunnar segir, að meðaltalsneysla einhleypinga sé 321 þúsund krónur á mánuði. En lífeyrir aldraðra einhleypinga frá TR er aðeins 192 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Þetta eru sambærilegar tölur. Það vantar því 129 þúsund kr. á mánuði upp á, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá TR nái neyslukönnun Hagstofunnar. Lífeyrisþegar geta ekki beðið í 3 ár eftir því, að sá munur verði jafnaður. Það átti að vera búið að jafna hann fyrir löngu. Það er lágmark að jafna þennan mun á 2 árum. Hækki lífeyrir um 25.000 kr. á mánuði frá 1. maí sl., um 39.500 eftir eitt ár og 64.500 eftir 2 ár hefur þessi munur verið jafnaður. Jöfnun næst fyrr, ef ríkisstjórnin stendur við loforð stjórnarflokkanna um að jafna kjaragliðnun (kjaraskerðingu) krepputímans strax. Það þýðir 45 þúsund kr. hækkun lífeyris á mánuði. Nýir kjarasamningar losa ríkisstjórnina ekki undan loforðinu. Það er kominn tími til, að ríkisstjórnin standi við gefin fyrirheit við aldraða og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Aldraðir og öryrkjar eiga siðferðilegan rétt á því að fá sömu hækkun á lífeyri sínum frá TR eins og verkafólk fær á sínum launum samkvæmt nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra svaraði því neitandi, þegar formaður Samfylkingarinnar spurði að því á Alþingi, hvort lífeyrir yrði hækkaður til jafns við lægstu laun. Fjármálaráðherra sagði, að ríkið hefði ekki efni á því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja! Ráðherrann gaf jafnframt í skyn, að ríkinu bæri ekki skylda til þess að hækka lífeyri jafnmikið og laun! Lengi vel var það svo, að tilgreint var ákveðið í lögum, að lífeyrir ætti að hækka jafnmikið og lágmarkslaun. Davíð Oddsson lét sem forsætisráðherra og formaður Sjàlfstæðisflokksins fella þetta ákvæði úr lögunum. En í staðinn var sett í lögin, að við hækkun lífeyris ætti að taka mið af launaþróun en lífeyrir aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Þegar Davíð sætti gagnrýni fyrir þessa breytingu sagði hann, að þetta yrði betra fyrir lífeyrisþega. Nú væru þeir tryggðir bæði með belti og axlaböndum. Það skýtur því skökku við, að núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins reyni að ómerkja orð Davíðs og neiti að láta lífeyri hækka til jafns við lægstu laun!Aldraðir fái 300 þúsund fyrr Lífeyrir aldraðra og öryrkja verður að hækka í 300 þúsund kr. á mánuði eins og laun. Lögin og andi þeirra segja það. Og yfirlýsing Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra styður við þá túlkun. Spurningin er aðeins sú, hvort lífeyrir þurfi ekki að hækka fyrr í 300 þúsund en eftir 3 ár. Ef til vill væri eðlilegra að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði í 300 þúsund eftir 2 ár. Neyslukönnun Hagstofunnar segir, að meðaltalsneysla einhleypinga sé 321 þúsund krónur á mánuði. En lífeyrir aldraðra einhleypinga frá TR er aðeins 192 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Þetta eru sambærilegar tölur. Það vantar því 129 þúsund kr. á mánuði upp á, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá TR nái neyslukönnun Hagstofunnar. Lífeyrisþegar geta ekki beðið í 3 ár eftir því, að sá munur verði jafnaður. Það átti að vera búið að jafna hann fyrir löngu. Það er lágmark að jafna þennan mun á 2 árum. Hækki lífeyrir um 25.000 kr. á mánuði frá 1. maí sl., um 39.500 eftir eitt ár og 64.500 eftir 2 ár hefur þessi munur verið jafnaður. Jöfnun næst fyrr, ef ríkisstjórnin stendur við loforð stjórnarflokkanna um að jafna kjaragliðnun (kjaraskerðingu) krepputímans strax. Það þýðir 45 þúsund kr. hækkun lífeyris á mánuði. Nýir kjarasamningar losa ríkisstjórnina ekki undan loforðinu. Það er kominn tími til, að ríkisstjórnin standi við gefin fyrirheit við aldraða og öryrkja.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar