Innlent

Reykjavík styrkir Samtökin 78 til aukinnar fræðslu

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Samtökin 78 sinna ráðgjöf fyrir LGBTQI+ fólk.
Samtökin 78 sinna ráðgjöf fyrir LGBTQI+ fólk. Fréttablaðið/Stefán
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að gera tvo samstarfssamninga við Samtökin 78 um þjónustu við samkynhneigt, tvíkynhneigt, pankynhneigt, asexual, intersex og transgender fólk.

Annar samningurinn kemur til með að styrkja daglegan rekstur samtakanna.

Hinn samningurinn fjallar um fræðslu um hinseginmálefni í skólum borgarinnar en fræðsla af þeim toga hefur átt sér stað í Reykjavík um árabil.

Samningarnir hljóða upp á fimm milljónir á ári í þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×