Fórnarlamb þurfti að skipta um skóla Snærós Sindradóttir skrifar 13. júní 2015 12:00 Mennirnir fimm voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald þegar málið kom upp í maí í fyrra. Þeir neita nú allir sök. vísir/daníel „Við vonumst auðvitað til þess að þeir verði sakfelldir,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður fórnarlambsins í hópnauðgunarmálinu. Mál fimmmenninganna sem gefið er að sök að hafa nauðgað sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í fyrra var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fórnarlambið var sextán ára þegar atvikið átti sér stað. „Brotaþoli hefur þurft að flýja heimili sitt ef við tölum hreint út. Hún hefur þurft að flýja heimili sitt og hefur búið annars staðar. Það er mjög erfitt í svona litlu samfélagi þegar það eru fimm aðilar sem ganga í sama skóla,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður brotaþola.Foreldrar stúlkunnar fara fram á rúmar tíu milljónir króna í miskabætur fyrir hönd hennar. „Það var gerð há bótakrafa í málinu sem lýsir því hversu alvarlegt málið er. Þetta er einstaklega erfitt mál. Það er mjög alvarlegt þegar svona hlutir koma upp og þú ert sextán ára og þarft að flytja í annað sveitarfélag.“ Eins og áður hefur komið fram lýstu fjórir mannanna sig saklausa við þingfestingu málsins í héraðsdómi í gær. Sá fimmti er búsettur í Svíþjóð en hann neitar líka sök. Mennirnir eru allir ákærðir fyrir að hafa nauðgað stúlkunni og neytt hana til munnmaka. Í ákæru er því lýst hvernig stúlkan gat ekki spornað við verknaðinum af ótta við mennina fimm. Þá er einn mannanna ákærður fyrir að hafa nauðgað henni aftur inni á baðherbergi íbúðarinnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti atvikið sér stað í lok samkvæmis í heimahúsi eins hinna ákærðu í Breiðholti. Heimildirnar herma að nær allir gestirnir, sem flestir voru undir lögaldri, hafi verið farnir úr samkvæminu þegar atvikið átti sér stað og að stúlkan hafi jafnvel verið ein eftir með mönnunum. Einn mannanna tók atvikið upp á myndband sem síðar var sýnt samnemendum stúlkunnar í matsal skólans. Það myndband er lagt fram sem sönnunargagn í málinu. Maðurinn er ákærður fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum með upptöku og birtingu myndbandsins. Frestur til að skila greinargerð í málinu er til 2. september. Í kjölfarið fer fram aðalmeðferð. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
„Við vonumst auðvitað til þess að þeir verði sakfelldir,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður fórnarlambsins í hópnauðgunarmálinu. Mál fimmmenninganna sem gefið er að sök að hafa nauðgað sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í fyrra var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fórnarlambið var sextán ára þegar atvikið átti sér stað. „Brotaþoli hefur þurft að flýja heimili sitt ef við tölum hreint út. Hún hefur þurft að flýja heimili sitt og hefur búið annars staðar. Það er mjög erfitt í svona litlu samfélagi þegar það eru fimm aðilar sem ganga í sama skóla,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður brotaþola.Foreldrar stúlkunnar fara fram á rúmar tíu milljónir króna í miskabætur fyrir hönd hennar. „Það var gerð há bótakrafa í málinu sem lýsir því hversu alvarlegt málið er. Þetta er einstaklega erfitt mál. Það er mjög alvarlegt þegar svona hlutir koma upp og þú ert sextán ára og þarft að flytja í annað sveitarfélag.“ Eins og áður hefur komið fram lýstu fjórir mannanna sig saklausa við þingfestingu málsins í héraðsdómi í gær. Sá fimmti er búsettur í Svíþjóð en hann neitar líka sök. Mennirnir eru allir ákærðir fyrir að hafa nauðgað stúlkunni og neytt hana til munnmaka. Í ákæru er því lýst hvernig stúlkan gat ekki spornað við verknaðinum af ótta við mennina fimm. Þá er einn mannanna ákærður fyrir að hafa nauðgað henni aftur inni á baðherbergi íbúðarinnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti atvikið sér stað í lok samkvæmis í heimahúsi eins hinna ákærðu í Breiðholti. Heimildirnar herma að nær allir gestirnir, sem flestir voru undir lögaldri, hafi verið farnir úr samkvæminu þegar atvikið átti sér stað og að stúlkan hafi jafnvel verið ein eftir með mönnunum. Einn mannanna tók atvikið upp á myndband sem síðar var sýnt samnemendum stúlkunnar í matsal skólans. Það myndband er lagt fram sem sönnunargagn í málinu. Maðurinn er ákærður fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum með upptöku og birtingu myndbandsins. Frestur til að skila greinargerð í málinu er til 2. september. Í kjölfarið fer fram aðalmeðferð.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira